Spyr hvaða reglur gildi um umræður stofnana á samfélagsmiðlum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. apríl 2018 06:00 Hvað mega opinberar stofnanir gera á Facebook? Að því vill Helgi Hrafn Gunnarsson komast. Skjáskot Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill fá að vita hvaða reglur gilda um notkun og þátttöku ríkisstofnana í umræðum á samfélagsmiðlum. Þetta er meðal þess sem felst í fyrirspurn hans til forsætisráðherra. Fyrirspurninni hefur enn ekki verið dreift á Alþingi en Helgi greinir frá henni í þræði á Pírataspjallinu á Facebook. Þráðurinn varðar fyrirspurn lyfjafræðingsins Daða Freys Ingólfssonar, sem skipaði 12. sæti á lista Pírata í Reykjavík norður síðasta haust, um það hvaða rétt ríkisstofnun hefur til að ákveða hverjir megi kommentera á Facebook-síðu þeirra.Helgi Hrafn GunnarssonVísir/Vilhelm„Nú hef ég nýlega verið blokkaður af Facebook-síðu Lyfjastofnunar fyrir að vera ósammála nokkrum ákvörðunum sem þeir eru að flagga á veggnum hjá sér,“ ritar Daði. Í skeytum sínum gagnrýndi hann stuðning stofnunarinnar við rafrettufrumvarpið svokallaða svo og flokkun hennar á kannabídíól sem lyfjaefni. „Ég var alltaf að vonast til að fá allavega einhver smá viðbrögð en fékk bara block í staðinn.“ Beindi Daði í kjölfarið spurningu til velferðarráðuneytisins um hvort stofnuninni væri þetta heimilt. Svarið var á þann veg að stjórnvöldum væri í sjálfsvald sett hvernig þær hagi aðgangsstýringum á samfélagsmiðlum sínum enda sé ekki um stjórnvaldsákvarðanir að ræða. Fyrirspurn Helga Hrafns, sem spratt upp af samskiptunum, er í þremur töluliðum og snýr líka að því hvaða rétt borgarinn hafi til að tjá sig á svæðum stofnana og hvort stofnuninni beri skylda til að svara. „Þessi spurning verður eiginlega áhugaverðari því meira sem maður pælir í henni,“ ritar Helgi á Pírataspjallinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill fá að vita hvaða reglur gilda um notkun og þátttöku ríkisstofnana í umræðum á samfélagsmiðlum. Þetta er meðal þess sem felst í fyrirspurn hans til forsætisráðherra. Fyrirspurninni hefur enn ekki verið dreift á Alþingi en Helgi greinir frá henni í þræði á Pírataspjallinu á Facebook. Þráðurinn varðar fyrirspurn lyfjafræðingsins Daða Freys Ingólfssonar, sem skipaði 12. sæti á lista Pírata í Reykjavík norður síðasta haust, um það hvaða rétt ríkisstofnun hefur til að ákveða hverjir megi kommentera á Facebook-síðu þeirra.Helgi Hrafn GunnarssonVísir/Vilhelm„Nú hef ég nýlega verið blokkaður af Facebook-síðu Lyfjastofnunar fyrir að vera ósammála nokkrum ákvörðunum sem þeir eru að flagga á veggnum hjá sér,“ ritar Daði. Í skeytum sínum gagnrýndi hann stuðning stofnunarinnar við rafrettufrumvarpið svokallaða svo og flokkun hennar á kannabídíól sem lyfjaefni. „Ég var alltaf að vonast til að fá allavega einhver smá viðbrögð en fékk bara block í staðinn.“ Beindi Daði í kjölfarið spurningu til velferðarráðuneytisins um hvort stofnuninni væri þetta heimilt. Svarið var á þann veg að stjórnvöldum væri í sjálfsvald sett hvernig þær hagi aðgangsstýringum á samfélagsmiðlum sínum enda sé ekki um stjórnvaldsákvarðanir að ræða. Fyrirspurn Helga Hrafns, sem spratt upp af samskiptunum, er í þremur töluliðum og snýr líka að því hvaða rétt borgarinn hafi til að tjá sig á svæðum stofnana og hvort stofnuninni beri skylda til að svara. „Þessi spurning verður eiginlega áhugaverðari því meira sem maður pælir í henni,“ ritar Helgi á Pírataspjallinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira