Framhaldsskólakennarar undirrita kjarasamning: „Ég tel að þetta sé mjög ásættanlegur samningur“ Sunna Sæmundsdóttir og Þórdís Valsdóttir skrifa 22. apríl 2018 09:05 Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum undirrituðu kjarasamning milli félaganna og ríkisins stuttu fyrir miðnætti í gærkvöldi. RÚV greindi fyrst frá og Guðríður Arnardóttir formaður Félags framhaldsskólakennara staðfesti þetta í samtali við Vísi. Aðilarnir funduðu í fjórtán klukkustundir í gær áður en samkomulag náðist. „Ég er mjög ánægð með að þetta sé búið. Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda og samningar eru auðvitað þannig að þetta felur í sér eftirgjöf af hálfu beggja aðila en ég tel að þetta sé mjög ásættanlegur samningur,“ segir Guðríður Arnardóttir formaður Félags framhaldsskólakennara. Samningurinn sem undirritaður var í gærkvöldi gildir út mars 2019 og að sögn Guðríðar eru þær launahækkanir sem kveðið er á um í samningnum í takt við launahækkanir sem önnur opinber stéttarfélög hafa samið um að undanförnu.Hefðuð þið viljað ná lengri samningum? „Miðað við þær launahækkanir sem eru núna á samningstímanum þá er ágætt að hann er ekki lengri,“ segir Guðríður. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum sem allra fyrst en Guðríður segir að hún muni senda bréf til félagsmanna með fyrstu upplýsingum um hina nýundirrituðu samninga á eftir og í næstu viku verða fundir þar sem félagsmenn geta kynnt sér efni samninganna nánar. Hann verður í kjölfarið borinn undir félagsmenn og niðurstaða atkvæðagreiðslunnar ætti að liggja fyrir 11. maí. „Ég mun mæla með því að félagsmenn muni samþykkja þennan samning og ég tel að hann sé mjög góður í þeirri stöðu sem við erum í núna og í því samningsumhverfi sem við erum í núna,“ segir Guðríður.Ánægð með samkomulag við mennta- og menningarmálaráðherra Guðríður segir að deilur hafi ekki einungis verið um launalið samningsins en önnur atriði líkt og hvernig beri að meta vinnu kennara í ljósi styttingu náms til stúdentsprófs og fleira. „Það sem liggur fyrir er að stytting náms til stúdentsprófs fól ekki bara í sér styttingu á námstíma heldur fól hún líka í sér þjöppun á námsefni og uppstokkun á kennslu einhverra áfanga. Þar af leiðandi þarf að endurskoða vinnumatið með tilliti til þess að það er eiginlega meira námsefni undir í einhverjum tilfellum heldur en var áður, en nám var stytt þannig að við erum búin að koma okkur saman um hvernig við ætlum að gera það.“ Guðríður segir einnig að náðst hafi samkomulag milli mennta- og menningarmálaráðherra og Kennarasambandsins um viðauka við kjarasamninginn sem varðar ekki launalið heldur tæknilega útfærslu á vinnumati kennara. „Ég er mjög ánægð með texta í viðauka sem við gengum frá og samkomulag sem við gerðum við mennta- og menningarmálaráðherra. Mig langar sérstaklega til að hrósa henni fyrir hennar þátt í þessu máli, við höfum fundið fyrir miklum velvilja af hennar hálfu og hún hefur virkilega lagt sig fram við það að koma þessu samkomulagi saman.“ Kjarasamningar hafa verið lausir frá 2016, en framhaldsskólakennarar fóru síðast í þriggja vikna verkfall vorið 2014. Því lauk hins vegar með undirritun nýs kjarasamnings í byrjun apríl þess árs. Í skýrslu heildarsamtaka vinnumarkaðarins árið 2016 kom fram að laun framhaldsskólakennara hefðu hækkað mest allra stétta á tímabilinu frá 2006 til 2015. Fréttin var uppfærð klukkan 10:00. Kjaramál Tengdar fréttir Þreyta er komin í framhaldsskólakennara Þreyta er komin í framhaldsskólakennara vegna stöðunnar í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir það ekki í boði að stéttin sé samningslaus svo mánuðum skiptir án þess að gripið sé til aðgerða. 2. apríl 2018 13:17 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira
Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum undirrituðu kjarasamning milli félaganna og ríkisins stuttu fyrir miðnætti í gærkvöldi. RÚV greindi fyrst frá og Guðríður Arnardóttir formaður Félags framhaldsskólakennara staðfesti þetta í samtali við Vísi. Aðilarnir funduðu í fjórtán klukkustundir í gær áður en samkomulag náðist. „Ég er mjög ánægð með að þetta sé búið. Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda og samningar eru auðvitað þannig að þetta felur í sér eftirgjöf af hálfu beggja aðila en ég tel að þetta sé mjög ásættanlegur samningur,“ segir Guðríður Arnardóttir formaður Félags framhaldsskólakennara. Samningurinn sem undirritaður var í gærkvöldi gildir út mars 2019 og að sögn Guðríðar eru þær launahækkanir sem kveðið er á um í samningnum í takt við launahækkanir sem önnur opinber stéttarfélög hafa samið um að undanförnu.Hefðuð þið viljað ná lengri samningum? „Miðað við þær launahækkanir sem eru núna á samningstímanum þá er ágætt að hann er ekki lengri,“ segir Guðríður. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum sem allra fyrst en Guðríður segir að hún muni senda bréf til félagsmanna með fyrstu upplýsingum um hina nýundirrituðu samninga á eftir og í næstu viku verða fundir þar sem félagsmenn geta kynnt sér efni samninganna nánar. Hann verður í kjölfarið borinn undir félagsmenn og niðurstaða atkvæðagreiðslunnar ætti að liggja fyrir 11. maí. „Ég mun mæla með því að félagsmenn muni samþykkja þennan samning og ég tel að hann sé mjög góður í þeirri stöðu sem við erum í núna og í því samningsumhverfi sem við erum í núna,“ segir Guðríður.Ánægð með samkomulag við mennta- og menningarmálaráðherra Guðríður segir að deilur hafi ekki einungis verið um launalið samningsins en önnur atriði líkt og hvernig beri að meta vinnu kennara í ljósi styttingu náms til stúdentsprófs og fleira. „Það sem liggur fyrir er að stytting náms til stúdentsprófs fól ekki bara í sér styttingu á námstíma heldur fól hún líka í sér þjöppun á námsefni og uppstokkun á kennslu einhverra áfanga. Þar af leiðandi þarf að endurskoða vinnumatið með tilliti til þess að það er eiginlega meira námsefni undir í einhverjum tilfellum heldur en var áður, en nám var stytt þannig að við erum búin að koma okkur saman um hvernig við ætlum að gera það.“ Guðríður segir einnig að náðst hafi samkomulag milli mennta- og menningarmálaráðherra og Kennarasambandsins um viðauka við kjarasamninginn sem varðar ekki launalið heldur tæknilega útfærslu á vinnumati kennara. „Ég er mjög ánægð með texta í viðauka sem við gengum frá og samkomulag sem við gerðum við mennta- og menningarmálaráðherra. Mig langar sérstaklega til að hrósa henni fyrir hennar þátt í þessu máli, við höfum fundið fyrir miklum velvilja af hennar hálfu og hún hefur virkilega lagt sig fram við það að koma þessu samkomulagi saman.“ Kjarasamningar hafa verið lausir frá 2016, en framhaldsskólakennarar fóru síðast í þriggja vikna verkfall vorið 2014. Því lauk hins vegar með undirritun nýs kjarasamnings í byrjun apríl þess árs. Í skýrslu heildarsamtaka vinnumarkaðarins árið 2016 kom fram að laun framhaldsskólakennara hefðu hækkað mest allra stétta á tímabilinu frá 2006 til 2015. Fréttin var uppfærð klukkan 10:00.
Kjaramál Tengdar fréttir Þreyta er komin í framhaldsskólakennara Þreyta er komin í framhaldsskólakennara vegna stöðunnar í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir það ekki í boði að stéttin sé samningslaus svo mánuðum skiptir án þess að gripið sé til aðgerða. 2. apríl 2018 13:17 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira
Þreyta er komin í framhaldsskólakennara Þreyta er komin í framhaldsskólakennara vegna stöðunnar í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir það ekki í boði að stéttin sé samningslaus svo mánuðum skiptir án þess að gripið sé til aðgerða. 2. apríl 2018 13:17