Erlent

Sá sem lék Mini-Me í Austin Powers-myndunum lést í dag

Birgir Olgeirsson skrifar
Tilkynning hefur borist frá fjölskyldu leikarans Verne Troyer um andlát hans.
Tilkynning hefur borist frá fjölskyldu leikarans Verne Troyer um andlát hans. Vísir/Getty
Leikarinn Verne Troyer er fallinn frá, 49 ára að aldri. Hann var best þekktur fyrir að leika klón Dr. Evil í Austin Powers-myndunum sem Dr. Evil kallaði Mini-Me.

Troyer var haldinn genagalla sem kallaður er achondroplasia, eða dvergvöxtur eins og það kallast á íslensku, en hann var aðeins 81 sentímetri á hæð. Achondroplasia einkennist af afar stuttum útlimum og of kúptu enni, en bolur er eðlilegur.

Troyer á tæplega sextíu hlutverk að baki á sínum ferli en hann hafði starfað sem leikari í nokkur ár áður en hann landaði hlutverki Mini-Me í annarri myndinni um spæjarann Austin Powers sem nefndist The Spy Who Shagged Me.

Austin Powers-myndirnar eru hugarfóstur kanadíska gamanleikarans Mike Meyers en þar er gert stólpagrín að njósnaramyndum á borð við James BondMeyers lék bæði aðalhetjuna Austin Powers og erkióvin hans Dr. Evil. Hann lék einnig karakterana Fat Bastard og Goldmember, en alls voru gerða þrjár myndir um njósnarann Austin Powers.

Í tilkynningu frá fjölskyldu Troyers kom fram að hann hefði látist í dag. Hann hafði lengi glímt við alkóhólisma en fjölmiðlar vestanhafs höfðu greint frá því fyrr í mánuðinum að hann hefði verið fluttur á sjúkrahús eftir að lögreglu hafði borist tilkynningu um að hann væri ölvaður og haldinn sjálfsvígshugsunum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×