Klukkan gæti slegið sitt síðasta slag Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. apríl 2018 12:00 Klukkan telur hversu lengi HSV hefur verið í efstu deild. Vísir/Getty Fótbolti Hamburger Sport-Verein, HSV, berst fyrir lífi sínu í Bundesliga, efstu deild Þýskalands, þessa dagana en liðið þarf á kraftaverki að halda á lokametrum deildarinnar. Á hverjum heimaleik hangir það yfir leikmönnum að þeir séu að leika fyrir félag sem hefur aldrei fallið úr deild þeirra bestu. Stoltir stuðningsmenn liðsins vitna í það afrek þar sem árangurinn er lítill innan sem utan vallar undanfarin ár en að sama skapi leggst þetta þungt á leikmenn liðsins í fallbaráttunni. Stærsti minnisvarðinn er klukka í horni Volksparkstadion, heimavallar liðsins, þar sem talið er upp á sekúndu hversu lengi liðið hefur dvalið í deild þeirra bestu. Sama klukka sést einnig framan á liðsrútu liðsins til að minna á forna frægð. Er það heiður sem ekkert annað lið í Þýskalandi getur státað af, ekki einu sinni stórveldin tvö. Dortmund féll niður úr deild þeirra bestu árið 1972 og Bayern München var ekki eitt af stofnliðunum en Bæjarar hafa verið í deildinni frá því þeir komu inn í hana 1965, tveimur árum eftir stofnun hennar.Stutt gullöld HSV Bundesliga-deildin var stofnuð árið 1964 en hún tók við af Oberliga þar sem Hamburg hafði átt góðu gengi að fagna. Var það gert til að sameina eina sterka deild yfir allt Vestur-Þýskaland í stað þess að lið kepptu innan héraða og úrslitakeppni væri meðal bestu liða hvers landshluta. Með markahrókinn Uwe Seeler fremstan í flokki vann HSV norðurriðilinn fimmtán sinnum á sextán árum og þýska Oberliga-titilinn í fyrsta og eina sinn vorið 1960. Það tók HSV sextán ár í Bundesliga að vinna fyrsta þýska meistaratitil sinn, árið 1979, en þá hófst stutt gullöld liðsins. Þrír meistaratitlar á fimm árum ásamt því að verða annað þýska liðið til að vinna Evrópukeppni meistaraliða vorið 1983. Bikarmeistaratitill vannst fjórum árum síðar, sá þriðji í sögu félagsins, en síðan þá hefur ekkert unnist.Slær klukkan loksins 12? Um helgina fer fram 31. umferð þýsku deildarinnar af 34 og þegar þetta er skrifað er Hamburg átta stigum frá liðunum í 15. og 16. sæti deildarinnar þegar fjórir leikir eru eftir. Tekur liðið á móti Freiburg í dag og allt annað en sigur þýðir að HSV er svo gott sem fallið úr efstu deild eftir 54 ára dvöl. Takist Freiburg og Mainz að ná þremur stigum um helgina verður munurinn orðinn ellefu stig þegar þrjár umferðir verða eftir og örlög þeirra ráðin. Spurningin er svo hvort félagið láti fjarlægja klukkuna ef HSV fellur úr deild þeirra bestu og veiti liðinu andrými til að byggja upp að nýju í stað þess að burðast með sögu félagsins á bakinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Fótbolti Hamburger Sport-Verein, HSV, berst fyrir lífi sínu í Bundesliga, efstu deild Þýskalands, þessa dagana en liðið þarf á kraftaverki að halda á lokametrum deildarinnar. Á hverjum heimaleik hangir það yfir leikmönnum að þeir séu að leika fyrir félag sem hefur aldrei fallið úr deild þeirra bestu. Stoltir stuðningsmenn liðsins vitna í það afrek þar sem árangurinn er lítill innan sem utan vallar undanfarin ár en að sama skapi leggst þetta þungt á leikmenn liðsins í fallbaráttunni. Stærsti minnisvarðinn er klukka í horni Volksparkstadion, heimavallar liðsins, þar sem talið er upp á sekúndu hversu lengi liðið hefur dvalið í deild þeirra bestu. Sama klukka sést einnig framan á liðsrútu liðsins til að minna á forna frægð. Er það heiður sem ekkert annað lið í Þýskalandi getur státað af, ekki einu sinni stórveldin tvö. Dortmund féll niður úr deild þeirra bestu árið 1972 og Bayern München var ekki eitt af stofnliðunum en Bæjarar hafa verið í deildinni frá því þeir komu inn í hana 1965, tveimur árum eftir stofnun hennar.Stutt gullöld HSV Bundesliga-deildin var stofnuð árið 1964 en hún tók við af Oberliga þar sem Hamburg hafði átt góðu gengi að fagna. Var það gert til að sameina eina sterka deild yfir allt Vestur-Þýskaland í stað þess að lið kepptu innan héraða og úrslitakeppni væri meðal bestu liða hvers landshluta. Með markahrókinn Uwe Seeler fremstan í flokki vann HSV norðurriðilinn fimmtán sinnum á sextán árum og þýska Oberliga-titilinn í fyrsta og eina sinn vorið 1960. Það tók HSV sextán ár í Bundesliga að vinna fyrsta þýska meistaratitil sinn, árið 1979, en þá hófst stutt gullöld liðsins. Þrír meistaratitlar á fimm árum ásamt því að verða annað þýska liðið til að vinna Evrópukeppni meistaraliða vorið 1983. Bikarmeistaratitill vannst fjórum árum síðar, sá þriðji í sögu félagsins, en síðan þá hefur ekkert unnist.Slær klukkan loksins 12? Um helgina fer fram 31. umferð þýsku deildarinnar af 34 og þegar þetta er skrifað er Hamburg átta stigum frá liðunum í 15. og 16. sæti deildarinnar þegar fjórir leikir eru eftir. Tekur liðið á móti Freiburg í dag og allt annað en sigur þýðir að HSV er svo gott sem fallið úr efstu deild eftir 54 ára dvöl. Takist Freiburg og Mainz að ná þremur stigum um helgina verður munurinn orðinn ellefu stig þegar þrjár umferðir verða eftir og örlög þeirra ráðin. Spurningin er svo hvort félagið láti fjarlægja klukkuna ef HSV fellur úr deild þeirra bestu og veiti liðinu andrými til að byggja upp að nýju í stað þess að burðast með sögu félagsins á bakinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu