Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 80-76 | Valskonur jöfnuðu metin Skúli Arnarson skrifar 21. apríl 2018 19:30 Úr fyrsta leik liðanna. vísir/bára Valur jafnaði metinn í úrslitaeinvígi Vals og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna í dag með fjögurra stiga sigri, 80-76. Leikurinn fór fram í Valshöllinni en Haukar sigruðu fyrsta leik liðanna á fimmtudaginn. Fyrsti leikhluti var nokkuð jafn nánast allan tímann. Þóra Kristín Jónsdóttir var sjóðandi heit og skoraði 14 stig í fyrsta leikhluta en hún hitti úr 4/5 þriggja stiga skotum sínum í leikhlutanum. Bæði lið voru að tapa boltanum klaufalega í sífellu en eftir fyrsta leikhluta var staðan 21-23, Haukum í vil. Annar leikhluti var einnig stál í stál og skiptust liðin á að hafa forystu. Þegar um 40 sekúndur voru eftir að fyrri hálfleik tók Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, leikhlé í stöðunni 39-38 og ætlaði að tryggja það að sitt lið færi með forystu inn í hálfleikinn. Þessar síðustu 40 sekúndur af fyrri hálfleik voru magnaðar en Helena Sverrisdóttir skoraði þriggja stiga körfu eftir að hafa stolið boltanum. Í næstu sókn skoruðu Valur flotta tveggja stiga körfu og stálu svo innkasti Hauka og Guðbjörg Sverrisdóttir, sem var frábær í fyrri hálfleik, skoraði þriggja stiga körfu. Valur fór því með 44-41 forskot inn í hálfleikinn. Þriðji leikhluti fór illa með Hauka. Þær skoruðu aðeins átta stig í leikhlutanum, sem er gífurlega óvanalegt fyrir jafn sterkt sóknarlið og Haukarnir eru. Þegar um fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum voru Valur komnar tíu stigum yfir. Valur héldu áfram að þjarma að Haukum sem, eins og áður hefur komið fram, gátu varla keypt sér körfu í leikhlutanum og voru komnar með 14 stiga forskot fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 63-49. Valur skoraði fyrstu tvo stig fjórða leikhluta og voru þar með komnar 16 stigum yfir og ljóst að Haukarnir þyrftu rosalegan leikhluta ef þær ætluðu sér að sigra í dag. Þá kviknaði aðeins í Haukunum sem komu muninum niður í sex stig þegar tæplega tvær mínútur voru eftir af leiknum. Þegar 28 sekúndur voru eftir var munurinn á liðunum átta stig, 78-70, og Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, tók leikhlé til að reyna að setja eitthvað upp sem kæmi til með að skila átta stigum. Helena kom út úr leikhléinu og skoraði þriggja stiga körfu og kom muninum niður í fimm stig. Haukarnir brutu á Guðbjörgu Sverrisdóttur sem að klúðraði báðum vítunum sínum og munurinn því fimm stig og Haukarnir með boltann þegar 24 sekúndur voru eftir. Helena Sverrisdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði aðra þriggja stiga körfu þegar 14 sekúndur voru eftir og kom muninum niður í tvö stig. Haukarnir brutu á Aalyah Whiteside sem kláraði leikinn á línunni, 80-76. Óþarlega mikil spenna fyrir Val sem tókst þó að landa mikilvægum sigri í dag.Afhverju vann Valur leikinn? Valur komu talsvert betur til leiks í dag en þær gerðu á fimmtudaginn í Hafnarfirðinum. Vörnin hjá þeim var flott og þá sérstaklega hjálparvörnin. Þær pressuðu Haukana stíft sem varð til þess að Haukarnir töpuðu 24 boltum í dag. Valur voru að hitta vel úr sínum skotum í dag og voru til að mynda með 50 prósent þriggja stiga nýtni.Hverjar stóðu upp úr? Hjá Val var Aalyah Whiteside stigahæst með 32 stig, en hún átti mjög flottan leik í dag. Næst á eftir henni í stigaskori kom Guðbjörg Sverrisdóttir með 18 stig. Guðbjörg var mjög flott í dag og sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hún skoraði 14 stig og var 4/4 í þriggja stiga skotum. Það verður að hrósa Valsliðinu í heild sinni fyrir flottan varnarleik í dag. Hjá Haukum var Helena með þrefalda tvennu, 26 stig, 13 fráköst og 12 stoðsendingar.Hvað gekk illa? Það voru alltof margir tapaðir boltar hjá báðum liðum. Valsliðið tapaði 23 boltum á meðan Haukar töpuðu 24. Whitney Frazier, lykilmaður Hauka, fann sig ekki í dag en hún tapaði boltanum sjö sinnum í leiknum. Sóknarleikur Hauka var oft á tíðum hægur og fyrirsjáanlegur og nýttu Valur sér það í dag.Hvað gerist næst? Liðin mætast í þriðja leik einvígisins að Ásvöllum á þriðjudaginn. Ljóst er að Haukarnir þurfa að laga margt í sínum leik ef ekki á illa að fara. Valur þarf að mæta af sama krafti og þær gerðu í dag og þá eiga þær góðan séns á að taka forystu í einvíginu.Aalyah: Þurfum að fækka töpuðu boltunum. „Mér fannst við bara allar spila vörn saman, við náðum að stela boltanum nokkrum sinnum og við spiluðum mjög hart,“ sagði besti leikmaður Vals, Aalyah Whiteside strax eftir leik. Haukar náðu að hleypa spennu í leikinn í lokin og varð leikurinn óþarflega spennandi fyrir Val miðað við það forskot sem þær höfðu þegar aðeins hálf mínúta var eftir af leiknum. „Ég hugsaði bara að við þyrftum að klára þennan leik. Við vorum átta stigum yfir þegar 30 sekúndur voru eftir og við bara þurftum að klára þennan leik. Ég er mjög glöð að við náðum því en við getum ekki verið að tapa boltanum svona eins og við gerðum í lokin.“ Bæði lið töpuðu alltof mörgum boltum í dag og vill Whiteside að sjálfsögðu laga það fyrir næsta leik. „Við þurfum að fækka töpuðu boltunum og halda áfram að spila hart og af sömu ákefð. Við spiluðum frábærlega í dag og við þurfum bara að halda áfram svona.“Ingvar: Þurfum að vera meiri töffarar. „Vörnin var skelfileg hjá okkur í fyrri hálfleik og það var bara einbeitingaskortur almennt,“ sagði Ingvar Þór, þjálfari Hauka, eftir leikinn í dag. Ingvar var ekki sáttur með það hvernig sitt lið kom til leiks í dag. „Við þurfum að mæta tilbúnar til leiks í næsta leik. Eins og ég segi þá var vörnin mjög slök í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik vorum við bara hræddar í sóknarleiknum, þorðum ekki að taka á skarið. Það voru alltof margir leikmenn sem voru bara hræddir þegar þeir fengu boltann og drippluðu bara til að losa sig undan einhverri pressu og henda boltanum einhvert annað.“ „Við þurfum bara að vera meiri töffarar og þora að vinna,“ sagði Ingvar að lokum.Darri: Þemað var gott á flestum vígstöðum. Valsliðið var frábært í dag og sagði Darri Freyr, þjálfari Vals, að liðið hafi nýtt tímann milli leikja til að kíkja á ýmsa hluti. „Við litum betur á hjálparvörn og „transition“ leikinn okkar, þ.e.a.s skotval og bara að hlaupa til baka. Við náðum að gera betur í öllum þessum atriðum. Við gerðum alveg eitthvað vitlaust í staðinn en bætingin á þessum þáttum er það sem skilaði sigri í dag.“ Darri var ekki mikið að velta sér upp úr lokasóknum leiksins þar sem Haukarnir náðu að gera leikinn spennandi. „Mér fannst bæði skotin vera svona „Players make plays“ hjá Helenu. Mér fannst við vera í fínum stöðum varnarlega en það þarf bara að loka leiknum og okkur tókst að gera það. Ég ætla bara að gleyma þessu og vera ánægður með að hafa unnið.“ „Við töpuðum mikið af boltum í dag, en það er af því að við erum að spila meira aggressive og ég tek það á meðan okkur tekst að skora 80 stig. Við getum alveg tekið betri ákvarðanir en þemað var allavega gott á flestum vígstöðum,“ sagði Darri að lokum. Dominos-deild kvenna
Valur jafnaði metinn í úrslitaeinvígi Vals og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna í dag með fjögurra stiga sigri, 80-76. Leikurinn fór fram í Valshöllinni en Haukar sigruðu fyrsta leik liðanna á fimmtudaginn. Fyrsti leikhluti var nokkuð jafn nánast allan tímann. Þóra Kristín Jónsdóttir var sjóðandi heit og skoraði 14 stig í fyrsta leikhluta en hún hitti úr 4/5 þriggja stiga skotum sínum í leikhlutanum. Bæði lið voru að tapa boltanum klaufalega í sífellu en eftir fyrsta leikhluta var staðan 21-23, Haukum í vil. Annar leikhluti var einnig stál í stál og skiptust liðin á að hafa forystu. Þegar um 40 sekúndur voru eftir að fyrri hálfleik tók Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, leikhlé í stöðunni 39-38 og ætlaði að tryggja það að sitt lið færi með forystu inn í hálfleikinn. Þessar síðustu 40 sekúndur af fyrri hálfleik voru magnaðar en Helena Sverrisdóttir skoraði þriggja stiga körfu eftir að hafa stolið boltanum. Í næstu sókn skoruðu Valur flotta tveggja stiga körfu og stálu svo innkasti Hauka og Guðbjörg Sverrisdóttir, sem var frábær í fyrri hálfleik, skoraði þriggja stiga körfu. Valur fór því með 44-41 forskot inn í hálfleikinn. Þriðji leikhluti fór illa með Hauka. Þær skoruðu aðeins átta stig í leikhlutanum, sem er gífurlega óvanalegt fyrir jafn sterkt sóknarlið og Haukarnir eru. Þegar um fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum voru Valur komnar tíu stigum yfir. Valur héldu áfram að þjarma að Haukum sem, eins og áður hefur komið fram, gátu varla keypt sér körfu í leikhlutanum og voru komnar með 14 stiga forskot fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 63-49. Valur skoraði fyrstu tvo stig fjórða leikhluta og voru þar með komnar 16 stigum yfir og ljóst að Haukarnir þyrftu rosalegan leikhluta ef þær ætluðu sér að sigra í dag. Þá kviknaði aðeins í Haukunum sem komu muninum niður í sex stig þegar tæplega tvær mínútur voru eftir af leiknum. Þegar 28 sekúndur voru eftir var munurinn á liðunum átta stig, 78-70, og Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, tók leikhlé til að reyna að setja eitthvað upp sem kæmi til með að skila átta stigum. Helena kom út úr leikhléinu og skoraði þriggja stiga körfu og kom muninum niður í fimm stig. Haukarnir brutu á Guðbjörgu Sverrisdóttur sem að klúðraði báðum vítunum sínum og munurinn því fimm stig og Haukarnir með boltann þegar 24 sekúndur voru eftir. Helena Sverrisdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði aðra þriggja stiga körfu þegar 14 sekúndur voru eftir og kom muninum niður í tvö stig. Haukarnir brutu á Aalyah Whiteside sem kláraði leikinn á línunni, 80-76. Óþarlega mikil spenna fyrir Val sem tókst þó að landa mikilvægum sigri í dag.Afhverju vann Valur leikinn? Valur komu talsvert betur til leiks í dag en þær gerðu á fimmtudaginn í Hafnarfirðinum. Vörnin hjá þeim var flott og þá sérstaklega hjálparvörnin. Þær pressuðu Haukana stíft sem varð til þess að Haukarnir töpuðu 24 boltum í dag. Valur voru að hitta vel úr sínum skotum í dag og voru til að mynda með 50 prósent þriggja stiga nýtni.Hverjar stóðu upp úr? Hjá Val var Aalyah Whiteside stigahæst með 32 stig, en hún átti mjög flottan leik í dag. Næst á eftir henni í stigaskori kom Guðbjörg Sverrisdóttir með 18 stig. Guðbjörg var mjög flott í dag og sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hún skoraði 14 stig og var 4/4 í þriggja stiga skotum. Það verður að hrósa Valsliðinu í heild sinni fyrir flottan varnarleik í dag. Hjá Haukum var Helena með þrefalda tvennu, 26 stig, 13 fráköst og 12 stoðsendingar.Hvað gekk illa? Það voru alltof margir tapaðir boltar hjá báðum liðum. Valsliðið tapaði 23 boltum á meðan Haukar töpuðu 24. Whitney Frazier, lykilmaður Hauka, fann sig ekki í dag en hún tapaði boltanum sjö sinnum í leiknum. Sóknarleikur Hauka var oft á tíðum hægur og fyrirsjáanlegur og nýttu Valur sér það í dag.Hvað gerist næst? Liðin mætast í þriðja leik einvígisins að Ásvöllum á þriðjudaginn. Ljóst er að Haukarnir þurfa að laga margt í sínum leik ef ekki á illa að fara. Valur þarf að mæta af sama krafti og þær gerðu í dag og þá eiga þær góðan séns á að taka forystu í einvíginu.Aalyah: Þurfum að fækka töpuðu boltunum. „Mér fannst við bara allar spila vörn saman, við náðum að stela boltanum nokkrum sinnum og við spiluðum mjög hart,“ sagði besti leikmaður Vals, Aalyah Whiteside strax eftir leik. Haukar náðu að hleypa spennu í leikinn í lokin og varð leikurinn óþarflega spennandi fyrir Val miðað við það forskot sem þær höfðu þegar aðeins hálf mínúta var eftir af leiknum. „Ég hugsaði bara að við þyrftum að klára þennan leik. Við vorum átta stigum yfir þegar 30 sekúndur voru eftir og við bara þurftum að klára þennan leik. Ég er mjög glöð að við náðum því en við getum ekki verið að tapa boltanum svona eins og við gerðum í lokin.“ Bæði lið töpuðu alltof mörgum boltum í dag og vill Whiteside að sjálfsögðu laga það fyrir næsta leik. „Við þurfum að fækka töpuðu boltunum og halda áfram að spila hart og af sömu ákefð. Við spiluðum frábærlega í dag og við þurfum bara að halda áfram svona.“Ingvar: Þurfum að vera meiri töffarar. „Vörnin var skelfileg hjá okkur í fyrri hálfleik og það var bara einbeitingaskortur almennt,“ sagði Ingvar Þór, þjálfari Hauka, eftir leikinn í dag. Ingvar var ekki sáttur með það hvernig sitt lið kom til leiks í dag. „Við þurfum að mæta tilbúnar til leiks í næsta leik. Eins og ég segi þá var vörnin mjög slök í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik vorum við bara hræddar í sóknarleiknum, þorðum ekki að taka á skarið. Það voru alltof margir leikmenn sem voru bara hræddir þegar þeir fengu boltann og drippluðu bara til að losa sig undan einhverri pressu og henda boltanum einhvert annað.“ „Við þurfum bara að vera meiri töffarar og þora að vinna,“ sagði Ingvar að lokum.Darri: Þemað var gott á flestum vígstöðum. Valsliðið var frábært í dag og sagði Darri Freyr, þjálfari Vals, að liðið hafi nýtt tímann milli leikja til að kíkja á ýmsa hluti. „Við litum betur á hjálparvörn og „transition“ leikinn okkar, þ.e.a.s skotval og bara að hlaupa til baka. Við náðum að gera betur í öllum þessum atriðum. Við gerðum alveg eitthvað vitlaust í staðinn en bætingin á þessum þáttum er það sem skilaði sigri í dag.“ Darri var ekki mikið að velta sér upp úr lokasóknum leiksins þar sem Haukarnir náðu að gera leikinn spennandi. „Mér fannst bæði skotin vera svona „Players make plays“ hjá Helenu. Mér fannst við vera í fínum stöðum varnarlega en það þarf bara að loka leiknum og okkur tókst að gera það. Ég ætla bara að gleyma þessu og vera ánægður með að hafa unnið.“ „Við töpuðum mikið af boltum í dag, en það er af því að við erum að spila meira aggressive og ég tek það á meðan okkur tekst að skora 80 stig. Við getum alveg tekið betri ákvarðanir en þemað var allavega gott á flestum vígstöðum,“ sagði Darri að lokum.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti