Sumar? Þórarinn Þórarinsson skrifar 20. apríl 2018 10:00 Árstíðirnar á Íslandi eru aðeins tvær; vetur og haust. Hvort er mörlandinn þá einfaldlega tröllheimskur eða drifinn áfram af óbilandi bjartsýni og fullkominni afneitun á reynslu kynslóðanna þegar hann flykkist í taumlausri gleði út á göturnar undir lúðrablæstri og fagnar komu sumars í lok apríl? Við höfum þó ærið tilefni til þess að fagna á fyrsta degi hörpu, sem er samkvæmt gamla norræna tímatalinu fyrsti sumarmánuðurinn af sex! Ókei, við erum pínu klikk en mögulega hefur þessi bjartsýnisveila haldið okkur á lífi í gegnum myrkar og botnfrosnar aldirnar á Íslandi. Geðslag þjóðarsálarinnar er beintengt náttúrunni og auðvitað verður maður dapur, geðvondur og þungur á sér og í lund í drullukulda og kolniðamyrkri mánuðum saman. En meira að segja mitt krónískt fúla geð léttist þegar ég get lagt blýþunga hermannaklossana mína, með grófmynstruðu og negldu gúmmísólunum, á hilluna og troðið mér í fisléttar Converse-strigatúttur. Mér finnst eins og ég gangi í lausu lofti. Hjartað ólmast, eins og kanarífugl á amfetamíni, og reynir að sprengja utan af sér rimla brjóstholsins. Flögra bara eitthvert út í buskann, elska heitt og njóta þess að lifa. Frjáls. Við erum bara einfaldlega ekkert hallærisleg þegar við tökum sumri fagnandi í apríl þegar andi okkar losnar úr klakaböndunum. Við erum að fagna lífinu sjálfu í allri sinni dýrð. Þjóð sem hefur þraukað frá örófi alda í landi sem hefur lagt sig fram um að drepa hana, bæði líkamlega og andlega, hefur fulla ástæðu til þess að fagna eins og fífl þegar daginn tekur að lengja og fuglarnir syngja bjartar næturnar langar. Gleðilegt sumar! Í apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Árstíðirnar á Íslandi eru aðeins tvær; vetur og haust. Hvort er mörlandinn þá einfaldlega tröllheimskur eða drifinn áfram af óbilandi bjartsýni og fullkominni afneitun á reynslu kynslóðanna þegar hann flykkist í taumlausri gleði út á göturnar undir lúðrablæstri og fagnar komu sumars í lok apríl? Við höfum þó ærið tilefni til þess að fagna á fyrsta degi hörpu, sem er samkvæmt gamla norræna tímatalinu fyrsti sumarmánuðurinn af sex! Ókei, við erum pínu klikk en mögulega hefur þessi bjartsýnisveila haldið okkur á lífi í gegnum myrkar og botnfrosnar aldirnar á Íslandi. Geðslag þjóðarsálarinnar er beintengt náttúrunni og auðvitað verður maður dapur, geðvondur og þungur á sér og í lund í drullukulda og kolniðamyrkri mánuðum saman. En meira að segja mitt krónískt fúla geð léttist þegar ég get lagt blýþunga hermannaklossana mína, með grófmynstruðu og negldu gúmmísólunum, á hilluna og troðið mér í fisléttar Converse-strigatúttur. Mér finnst eins og ég gangi í lausu lofti. Hjartað ólmast, eins og kanarífugl á amfetamíni, og reynir að sprengja utan af sér rimla brjóstholsins. Flögra bara eitthvert út í buskann, elska heitt og njóta þess að lifa. Frjáls. Við erum bara einfaldlega ekkert hallærisleg þegar við tökum sumri fagnandi í apríl þegar andi okkar losnar úr klakaböndunum. Við erum að fagna lífinu sjálfu í allri sinni dýrð. Þjóð sem hefur þraukað frá örófi alda í landi sem hefur lagt sig fram um að drepa hana, bæði líkamlega og andlega, hefur fulla ástæðu til þess að fagna eins og fífl þegar daginn tekur að lengja og fuglarnir syngja bjartar næturnar langar. Gleðilegt sumar! Í apríl.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar