Öll með í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 30. apríl 2018 20:19 Gott borgarsamfélag verður ekki til að sjálfu sér. Gott samfélag verður til þegar allir fá tækifæri til að þroskast og dafna og enginn er skilinn eftir. Þannig samfélag viljum við jafnaðarfólk í Samfylkingunni. Öll viljum við leggja okkar að mörkum, öll eigum við okkur vonir og þrár og öll tökumst við á við mismunandi áskoranir sem lífið færir okkur. Hvar sem við erum stödd á æviskeiðinu, hvort sem við glímum við veikindi, atvinnuleysi, fötlun eða ef börnin okkar lenda í vanda eða einhver okkur nákominn, þá eigum við í góðu samfélagi að geta treyst á stuðning og hjálp og fundið sameiginlega leið. Öll þurfum við að fá tækifæri og engan má skilja eftir.Verkin tala – höldum áfram Undir forystu Samfylkingarinnar hefur Reykjavíkurborg á liðnu kjörtímabili stóraukið framlög til skólastarfs og velferðarmála, fjölgað félagslegum íbúðum, stórhækkað frístundastyrkinn, eflt almenningssamgöngur, unnið á launamun kynjanna og leitt markvissa vinnu gegn ofbeldi í öllum myndum. Jöfnuður, jafnrétti og sjálfbærni hefur verið rauður þráður í allri okkar vinnu. Á næsta kjörtímabili getum við haldið áfram á sömu braut og aukið enn frekar aðstoð við þá sem þurfa á stuðningi að halda í borginni – enda á góðærið að nýta til slíkra hluta, ekki til skattaafslátta fyrir hina ríkari.Styðjum börn og fjölskyldur í vanda Við höfum lagt áherslu á geðheilsu og öflugan stuðning við börn í vanda. Það þarf að efla þjónustuna í skólunum, nútímavæða fræðslu og forvarnir um geðheilsu og fíknivanda og bjóða fjölskyldumeðferð. Við leggjum líka sérstaka áherslu á að jafna aðstæður barna og unglinga til að þroska hæfileika sína í frístundastarfi og listnámi utan skóla. Við viljum halda áfram að efla skólahljómsveitir, opna æfingahúsnæði fyrir tónlistarfólk í hverfum, efna til tilraunaverkefnis með hverfiskóra barna og auka tækifæri yngstu barnanna til að prófa ólíkar íþróttir endurgjaldslaust.Örugg borg án ofbeldis Við komum á fót ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkur sem hefur þegar sannað mikilvægi sitt. Við opnuðum Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Við gerðum samkomulag um örugga og ofbeldislausa skemmtistaði og erum að innleiða stóreflda skimun og forvarnir gegn ofbeldi í skólum borgarinnar. Við þurfum áfram að vinna markvisst gegn öllu ofbeldi í borginni.Aldursvæn borg Við höfum lækkað fasteignagjöld á alla borgarbúa og einnig hækkað sérstaklega afslætti á fasteignagjöldum fyrir eldri borgara og öryrkja. Við viljum á komandi kjörtímabili efla heimaþjónustu og heimahjúkrun enn frekar, brúa kynslóðabilið og hvetja til hreyfingar, útivistar og frístunda eldri borgara með því að þróa áfram Menningar- og heilsukort eldri borgara.Geðheilsa í breyttu samfélagi Við þurfum einnig að svara kalli tímans með aukinni áherslu á bætta geðheilsu, vellíðan og geðrækt í borginni – sérstaklega á meðal ungs fólks. Við viljum auka sálfræðiþjónustu fyrir börn í grunnskólum borgarinnar og mæta betur þörfum fólks með fíknivanda. Við viljum fjölga geðheilsustöðvum á borð við þá sem var opnuð í Breiðholti á kjörtímabilinu og styðjum áfram frjáls félagasamtök sem vinna að bættri geðheilsu borgarbúa.Áfram Reykjavík Í komandi kosningum er valið skýrt. Viljum við halda áfram að byggja upp kröftuga, nútímalega borg þar sem enginn verður skilinn eftir og þeir sem þess þurfa fá stuðning og hjálp? Viljum við borg án ofbeldis þar sem jafnrétti, jöfnuður og sjálfbærni eru gildi sem unnið er eftir? Ef svarið er já, þá kjósum við XS og höldum áfram að byggja borg fyrir alla.Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, 2. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Kosningar 2018 Skoðun Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Gott borgarsamfélag verður ekki til að sjálfu sér. Gott samfélag verður til þegar allir fá tækifæri til að þroskast og dafna og enginn er skilinn eftir. Þannig samfélag viljum við jafnaðarfólk í Samfylkingunni. Öll viljum við leggja okkar að mörkum, öll eigum við okkur vonir og þrár og öll tökumst við á við mismunandi áskoranir sem lífið færir okkur. Hvar sem við erum stödd á æviskeiðinu, hvort sem við glímum við veikindi, atvinnuleysi, fötlun eða ef börnin okkar lenda í vanda eða einhver okkur nákominn, þá eigum við í góðu samfélagi að geta treyst á stuðning og hjálp og fundið sameiginlega leið. Öll þurfum við að fá tækifæri og engan má skilja eftir.Verkin tala – höldum áfram Undir forystu Samfylkingarinnar hefur Reykjavíkurborg á liðnu kjörtímabili stóraukið framlög til skólastarfs og velferðarmála, fjölgað félagslegum íbúðum, stórhækkað frístundastyrkinn, eflt almenningssamgöngur, unnið á launamun kynjanna og leitt markvissa vinnu gegn ofbeldi í öllum myndum. Jöfnuður, jafnrétti og sjálfbærni hefur verið rauður þráður í allri okkar vinnu. Á næsta kjörtímabili getum við haldið áfram á sömu braut og aukið enn frekar aðstoð við þá sem þurfa á stuðningi að halda í borginni – enda á góðærið að nýta til slíkra hluta, ekki til skattaafslátta fyrir hina ríkari.Styðjum börn og fjölskyldur í vanda Við höfum lagt áherslu á geðheilsu og öflugan stuðning við börn í vanda. Það þarf að efla þjónustuna í skólunum, nútímavæða fræðslu og forvarnir um geðheilsu og fíknivanda og bjóða fjölskyldumeðferð. Við leggjum líka sérstaka áherslu á að jafna aðstæður barna og unglinga til að þroska hæfileika sína í frístundastarfi og listnámi utan skóla. Við viljum halda áfram að efla skólahljómsveitir, opna æfingahúsnæði fyrir tónlistarfólk í hverfum, efna til tilraunaverkefnis með hverfiskóra barna og auka tækifæri yngstu barnanna til að prófa ólíkar íþróttir endurgjaldslaust.Örugg borg án ofbeldis Við komum á fót ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkur sem hefur þegar sannað mikilvægi sitt. Við opnuðum Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Við gerðum samkomulag um örugga og ofbeldislausa skemmtistaði og erum að innleiða stóreflda skimun og forvarnir gegn ofbeldi í skólum borgarinnar. Við þurfum áfram að vinna markvisst gegn öllu ofbeldi í borginni.Aldursvæn borg Við höfum lækkað fasteignagjöld á alla borgarbúa og einnig hækkað sérstaklega afslætti á fasteignagjöldum fyrir eldri borgara og öryrkja. Við viljum á komandi kjörtímabili efla heimaþjónustu og heimahjúkrun enn frekar, brúa kynslóðabilið og hvetja til hreyfingar, útivistar og frístunda eldri borgara með því að þróa áfram Menningar- og heilsukort eldri borgara.Geðheilsa í breyttu samfélagi Við þurfum einnig að svara kalli tímans með aukinni áherslu á bætta geðheilsu, vellíðan og geðrækt í borginni – sérstaklega á meðal ungs fólks. Við viljum auka sálfræðiþjónustu fyrir börn í grunnskólum borgarinnar og mæta betur þörfum fólks með fíknivanda. Við viljum fjölga geðheilsustöðvum á borð við þá sem var opnuð í Breiðholti á kjörtímabilinu og styðjum áfram frjáls félagasamtök sem vinna að bættri geðheilsu borgarbúa.Áfram Reykjavík Í komandi kosningum er valið skýrt. Viljum við halda áfram að byggja upp kröftuga, nútímalega borg þar sem enginn verður skilinn eftir og þeir sem þess þurfa fá stuðning og hjálp? Viljum við borg án ofbeldis þar sem jafnrétti, jöfnuður og sjálfbærni eru gildi sem unnið er eftir? Ef svarið er já, þá kjósum við XS og höldum áfram að byggja borg fyrir alla.Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, 2. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun