Stefnir Trump fyrir meiðyrði Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2018 19:28 Storymy Daniels og Michael Avenatti. Vísir/AP Klámleikkonan Stormy Daniels, hefur stefnt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir meiðyrði. Stefnan snýr sérstaklega að tísti forsetans um mynd af manni sem Daniels segir að hafi ógnað sér á árum áður. Hún segir manninn hafa ógnað sér og dóttur sinni árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Trump. Stormy Daniels, sem heitir í raun Stefanie Clifford, hefur haldið því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við Donald Trump árið 2006. Ári eftir að hann kvæntist Melaniu Trump og nokkrum mánuðum eftir að hún fæddi son þeirra.Sjá einnig: „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“Í umræddu tísti skrifaði Trump: „Skissa, mörgum árum seinna, af manni sem er ekki til. Algjör svikamylla, sem gerir fífl úr fölskum fjölmiðlum (en þeir vita það)!A sketch years later about a nonexistent man. A total con job, playing the Fake News Media for Fools (but they know it)! https://t.co/9Is7mHBFda — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 2018 Í stefnunni segir að tístið sé rangt og feli í sér meiðyrði. Þar segir einnig að forsetinn hafi vitað að þessi ranga yfirlýsing yrði lesin víða um heim og gerð skil í fjölmiðlum. Þar að auki segir að Daniels hafi borist morðhótanir og henni hafi einnig verið hótað líkamlegu ofbeldi í kjölfar tístsins. Michael Avenatti, lögmaður Daniels, tilkynnti stefnuna á Twitter í dag og sagði hann að Trump vissi vel hvað hefði gerst og að hann væri meðsekur.Moments ago, we filed this lawsuit against Mr. Trump for his recent irresponsible and defamatory statements about my client @stormydaniels. He is well aware of what transpired and his complicity. We fully intend on bringing it to light. #buckleup#bastahttps://t.co/ZuBjI1EY9z — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) April 30, 2018 AP fréttaveitan hefur þar að auki eftir Avenatti að hann vilji kenna Trump að hann geti ekki skáldað hluti og talað illa um fólk án alvarlegra afleiðinga.Daniels og Avinatti hafa einnig höfðað mál gegn Trump til að fá þagnarsamkomulag um hið meinta framhjáhald fellt niður. Michael Cohen, lögmaður Trump, hefur viðurkennt að hafa greitt Daniels 130 þúsund dali úr eigin vasa í aðdraganda forsetakosninganna 2016 en hann hefur ekki viljað segja af hverju, að öðru leyti en að um einkaviðskipti hafi verið að ræða. Umrædd greiðsla er nú til rannsóknar hjá kosningayfirvöldum Bandaríkjanna þar sem að um greiðslu til framboðs Trump gæti hafa verið að ræða. 130 þúsund dalir er mun meira en löglegt er að leggja til framboðs. Þar að auki hefur Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) gert húsleit á heimili og skrifstofu Cohen þar sem meðal annars var verið að leita að upplýsingum um greiðsluna. Daniels er ekki eina konan sem hefur stefnt Trump. Summer Zervos, fyrrverandi þátttakandi í sjónvarpsþætti Trump (The Apprentice), hefur sakað hann um kynferðislega áreitni. Hún stefndi honum fyrir meiðyrði eftir að hann sagði ásakanir hennar vera tilbúning. Donald Trump Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir frásögn Stormy Daniels Hvíta húsið þvertekur fyrir það að Donald Trump, forseti Bandaríkjannam, hafi átt í ástarsambandi við klámstjörnuna Stormy Daniels. 26. mars 2018 22:33 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Playboy-fyrirsæta fær loks að segja sannleikann um Trump Fyrrum Playboy-fyrirsætan Karen McDougal hefur gert dómssátt sem gerir henni kleift að tjá sig um kynni sín við Donald Trump fyrir rúmum áratug síðan. 18. apríl 2018 23:50 Lögmaður Trump neitar að bera vitni Í ljósi rannsóknar alríkislögreglunnar FBI vill lögmaðurinn ekki þurfa að bera vitni sem gæti bendlað hann við glæp í einkamáli klámmyndaleikkona gegn honum. 26. apríl 2018 12:10 Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Sjá meira
Klámleikkonan Stormy Daniels, hefur stefnt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir meiðyrði. Stefnan snýr sérstaklega að tísti forsetans um mynd af manni sem Daniels segir að hafi ógnað sér á árum áður. Hún segir manninn hafa ógnað sér og dóttur sinni árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Trump. Stormy Daniels, sem heitir í raun Stefanie Clifford, hefur haldið því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við Donald Trump árið 2006. Ári eftir að hann kvæntist Melaniu Trump og nokkrum mánuðum eftir að hún fæddi son þeirra.Sjá einnig: „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“Í umræddu tísti skrifaði Trump: „Skissa, mörgum árum seinna, af manni sem er ekki til. Algjör svikamylla, sem gerir fífl úr fölskum fjölmiðlum (en þeir vita það)!A sketch years later about a nonexistent man. A total con job, playing the Fake News Media for Fools (but they know it)! https://t.co/9Is7mHBFda — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 2018 Í stefnunni segir að tístið sé rangt og feli í sér meiðyrði. Þar segir einnig að forsetinn hafi vitað að þessi ranga yfirlýsing yrði lesin víða um heim og gerð skil í fjölmiðlum. Þar að auki segir að Daniels hafi borist morðhótanir og henni hafi einnig verið hótað líkamlegu ofbeldi í kjölfar tístsins. Michael Avenatti, lögmaður Daniels, tilkynnti stefnuna á Twitter í dag og sagði hann að Trump vissi vel hvað hefði gerst og að hann væri meðsekur.Moments ago, we filed this lawsuit against Mr. Trump for his recent irresponsible and defamatory statements about my client @stormydaniels. He is well aware of what transpired and his complicity. We fully intend on bringing it to light. #buckleup#bastahttps://t.co/ZuBjI1EY9z — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) April 30, 2018 AP fréttaveitan hefur þar að auki eftir Avenatti að hann vilji kenna Trump að hann geti ekki skáldað hluti og talað illa um fólk án alvarlegra afleiðinga.Daniels og Avinatti hafa einnig höfðað mál gegn Trump til að fá þagnarsamkomulag um hið meinta framhjáhald fellt niður. Michael Cohen, lögmaður Trump, hefur viðurkennt að hafa greitt Daniels 130 þúsund dali úr eigin vasa í aðdraganda forsetakosninganna 2016 en hann hefur ekki viljað segja af hverju, að öðru leyti en að um einkaviðskipti hafi verið að ræða. Umrædd greiðsla er nú til rannsóknar hjá kosningayfirvöldum Bandaríkjanna þar sem að um greiðslu til framboðs Trump gæti hafa verið að ræða. 130 þúsund dalir er mun meira en löglegt er að leggja til framboðs. Þar að auki hefur Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) gert húsleit á heimili og skrifstofu Cohen þar sem meðal annars var verið að leita að upplýsingum um greiðsluna. Daniels er ekki eina konan sem hefur stefnt Trump. Summer Zervos, fyrrverandi þátttakandi í sjónvarpsþætti Trump (The Apprentice), hefur sakað hann um kynferðislega áreitni. Hún stefndi honum fyrir meiðyrði eftir að hann sagði ásakanir hennar vera tilbúning.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir frásögn Stormy Daniels Hvíta húsið þvertekur fyrir það að Donald Trump, forseti Bandaríkjannam, hafi átt í ástarsambandi við klámstjörnuna Stormy Daniels. 26. mars 2018 22:33 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Playboy-fyrirsæta fær loks að segja sannleikann um Trump Fyrrum Playboy-fyrirsætan Karen McDougal hefur gert dómssátt sem gerir henni kleift að tjá sig um kynni sín við Donald Trump fyrir rúmum áratug síðan. 18. apríl 2018 23:50 Lögmaður Trump neitar að bera vitni Í ljósi rannsóknar alríkislögreglunnar FBI vill lögmaðurinn ekki þurfa að bera vitni sem gæti bendlað hann við glæp í einkamáli klámmyndaleikkona gegn honum. 26. apríl 2018 12:10 Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Sjá meira
Trump þvertekur fyrir frásögn Stormy Daniels Hvíta húsið þvertekur fyrir það að Donald Trump, forseti Bandaríkjannam, hafi átt í ástarsambandi við klámstjörnuna Stormy Daniels. 26. mars 2018 22:33
FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00
Playboy-fyrirsæta fær loks að segja sannleikann um Trump Fyrrum Playboy-fyrirsætan Karen McDougal hefur gert dómssátt sem gerir henni kleift að tjá sig um kynni sín við Donald Trump fyrir rúmum áratug síðan. 18. apríl 2018 23:50
Lögmaður Trump neitar að bera vitni Í ljósi rannsóknar alríkislögreglunnar FBI vill lögmaðurinn ekki þurfa að bera vitni sem gæti bendlað hann við glæp í einkamáli klámmyndaleikkona gegn honum. 26. apríl 2018 12:10
Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22