Innlent

Útsynningur ráðandi í vikunni með slyddu og rigningu

Birgir Olgeirsson skrifar
Það væri ekki vitlaust að hafa pollagallan við höndina næstu daga.
Það væri ekki vitlaust að hafa pollagallan við höndina næstu daga. Vísir/ernir
Búast má við að útsynningur, eða öllu heldur suðvestanátt, verði ráðandi þegar kemur að veðurfari þessa vikuna með rigningu og slyddu.

Gert er ráð fyrir hægri suðvestanátt, rigningu eða slyddu, í dag en styttir upp á Vesturlandi í dag.

Vestlæg átt á morgun, gola eða kaldi og sums staðar skúrir eða él, einkum á Suðvestur- og Vesturlandi, en slydda eða snjókoma norðaustanlands í fyrstu. Fremur svalt. Á miðvikudag er útlit fyrir svipað veður áfram.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:

Suðvestan 3-8 og smáskúrir eða él, en þurrt og bjart veður á N- og NA-landi. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast SA-lands. Víða vægt næturfrost.

Á fimmtudag:

Suðlæg átt, 8-15 m/s með rigningu eða slyddu, en éljum S- og V-lands síðdegis. Úrkomulaust NA-lands. Hiti 2 til 10 stig.

Á föstudag og laugardag:

Útsynningur: Suðvestlæg átt, 5-15 m/s, hvassast vestast. Skúrir eða él S- og V-lands, en bjartviðri NA-til á landinu. Hiti 1 til 10 stig að deginum en allvíða næturfrost inn til landsins.

Á sunnudag:

Vestan 5-10 og skúrir V-lands en léttskýjað A-lands. Hiti 5 til 10 stig.

Á mánudag:

Útlit fyrir sunnanátt og rigningu S- og V-lands. Hiti 5 til 10 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×