Segja of seint í rassinn gripið Grétar Þór Sigurðsson skrifar 9. maí 2018 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Ósk Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, um launalækkun til fyrra horfs hefur engin áhrif á ákvörðun VR um að hætta viðskiptum við Hörpu. „Fyrst og fremst gerir þetta ekkert fyrir starfsfólkið og það er það sem skiptir máli, þetta snýst um fólkið sem starfar á gólfinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. VR er nú þegar búið að færa viðburðinn Fyrirtæki ársins sem halda átti 17. maí í Hörpu. Til stóð að halda jólaball félagsins í húsinu en nú er verið að vinna í að finna því annan stað. Vegna lítils fyrirvara gat félagið hins vegar ekki fært árlegt kaffisamsæti eldri félagsmanna VR annað og það verður í Hörpu á morgun.Sjá einnig: Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Þeir þjónustufulltrúar sem Fréttablaðið náði tali af sögðu að þetta útspil Svanhildar breytti engu um uppsagnir þeirra. „Fyrir mína parta er þetta of seint í rassinn gripið,“ segir Guðrún Jóna H. Hilmarsdóttir. Annar þjónustufulltrúi sem starfað hefur í Hörpu í fimm ár er Guðrúnu sammála. „Að þetta spretti upp núna þegar það er svona mikil reiði finnst okkur fullseint.“ Að sögn þjónustufulltrúans var erfitt að taka þá ákvörðun að segja upp. „Þetta er alveg það seinasta sem við vildum gera því þetta er auðvitað frábær vinna.“ Ragnar segist bera ómælda virðingu fyrir ákvörðun þjónustufulltrúa Hörpu um að segja upp. „Við erum að sýna í verki að við stöndum með þessu starfsfólki og félagsmönnum okkar. Ég er mjög stoltur af þessu fólki fyrir að sýna þessa áræðni og það er mikilvægt að sýna þessu fólki samstöðu bæði í orði og á borði. Ef stéttarfélagið sýnir þessu fólki ekki stuðning þá er fokið í flest skjól.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 „Maður finnur einhvern veginn fyrir smá stéttaskiptingu innan hússins“ Sautján þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum í gærkvöldi vegna óánægju með launalækkanir sem þeir sættu á meðan að laun forstjórans hækkuðu. Þeir segjast hafa upplifað vanvirðingu og stéttaskiptingu innan hússins. 8. maí 2018 22:09 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Ósk Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, um launalækkun til fyrra horfs hefur engin áhrif á ákvörðun VR um að hætta viðskiptum við Hörpu. „Fyrst og fremst gerir þetta ekkert fyrir starfsfólkið og það er það sem skiptir máli, þetta snýst um fólkið sem starfar á gólfinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. VR er nú þegar búið að færa viðburðinn Fyrirtæki ársins sem halda átti 17. maí í Hörpu. Til stóð að halda jólaball félagsins í húsinu en nú er verið að vinna í að finna því annan stað. Vegna lítils fyrirvara gat félagið hins vegar ekki fært árlegt kaffisamsæti eldri félagsmanna VR annað og það verður í Hörpu á morgun.Sjá einnig: Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Þeir þjónustufulltrúar sem Fréttablaðið náði tali af sögðu að þetta útspil Svanhildar breytti engu um uppsagnir þeirra. „Fyrir mína parta er þetta of seint í rassinn gripið,“ segir Guðrún Jóna H. Hilmarsdóttir. Annar þjónustufulltrúi sem starfað hefur í Hörpu í fimm ár er Guðrúnu sammála. „Að þetta spretti upp núna þegar það er svona mikil reiði finnst okkur fullseint.“ Að sögn þjónustufulltrúans var erfitt að taka þá ákvörðun að segja upp. „Þetta er alveg það seinasta sem við vildum gera því þetta er auðvitað frábær vinna.“ Ragnar segist bera ómælda virðingu fyrir ákvörðun þjónustufulltrúa Hörpu um að segja upp. „Við erum að sýna í verki að við stöndum með þessu starfsfólki og félagsmönnum okkar. Ég er mjög stoltur af þessu fólki fyrir að sýna þessa áræðni og það er mikilvægt að sýna þessu fólki samstöðu bæði í orði og á borði. Ef stéttarfélagið sýnir þessu fólki ekki stuðning þá er fokið í flest skjól.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 „Maður finnur einhvern veginn fyrir smá stéttaskiptingu innan hússins“ Sautján þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum í gærkvöldi vegna óánægju með launalækkanir sem þeir sættu á meðan að laun forstjórans hækkuðu. Þeir segjast hafa upplifað vanvirðingu og stéttaskiptingu innan hússins. 8. maí 2018 22:09 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06
„Maður finnur einhvern veginn fyrir smá stéttaskiptingu innan hússins“ Sautján þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum í gærkvöldi vegna óánægju með launalækkanir sem þeir sættu á meðan að laun forstjórans hækkuðu. Þeir segjast hafa upplifað vanvirðingu og stéttaskiptingu innan hússins. 8. maí 2018 22:09