Allt undir í Vallaskóla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2018 08:00 Óðinn Þór Ríkharðsson er á leið frá FH eftir tímabilið, ásamt öðrum. Vísir/Anton Það ræðst í kvöld hvort það verður Selfoss eða FH sem mætir ÍBV í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. Staðan í einvíginu er 2-2 en allir leikirnir hafa unnist á heimavelli. Leikirnir fjórir hafa allir verið jafnir og úrslit tveggja þeirra hafa ráðist í framlengingu. Staðan í einvíginu, þegar úrslit leikjanna fjögurra eru lögð saman, er 141-138, FH-ingum í vil. Mikil og góð stemning hefur verið á leikjunum í einvíginu og það verður væntanlega engin breyting þar á í kvöld. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu í Vallaskóla á Selfossi sem er langt því frá það stærsta á landinu. Þar er pláss fyrir 740 áhorfendur og seldist upp áður en forsalan hófst í gær. Verður sérstakt Fan-Zone sett upp í höllinni fyrir þá aðdáendur sem ekki fengu miða. . „FH-ingar áttu rétt á því í oddaleik að fá helminginn af miðunum,“ segir Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, í samtali við Fréttablaðið. Bíóhúsið á Selfossi ætlar að koma til móts við þá sem fá ekki miða með því að sýna beint frá leiknum. Þar komast 118 manns fyrir. Í Kaplakrika koma svo iðkendur í yngri flokkum FH saman til að horfa á leikinn.Ótrúlegur Einar Einar Sverrisson hefur farið hamförum í einvíginu gegn FH. Hann skoraði 11 mörk í fyrstu þremur leikjunum og í fjórða leiknum var hann með 13 mörk. Allt í allt hefur Einar því skorað 46 mörk í einvíginu og er að sjálfsögðu markahæsti leikmaður þess. Hann hefur nýtt 16 af 18 vítaköstum sem hann hefur tekið. Elvar Örn Jónsson hefur hins vegar haft nokkuð hægt um sig í einvíginu og aðeins skorað 12 mörk. Selfoss á hann því enn inni. Selfyssingar voru klaufar að klára ekki einvígið í fjórða leiknum í Kaplakrika á laugardaginn. Þrátt fyrir það geta þeir ágætlega við unað að vera í þessari stöðu í ljósi þess hversu slök markvarslan hjá þeim hefur verið. Sölvi Ólafsson varði vel í þriðja leiknum en annars hefur markvarslan verið döpur.Vilja ekki kveðja í kvöld Leikurinn í kvöld gæti verið síðasti leikur Gísla Þorgeirs Kristjánssonar í búningi FH, allavega í bili, en hann er sem kunnugt er á leið til þýska stórliðsins Kiel í sumar. Þrír aðrir lykilmenn FH fara einnig út í atvinnumennsku eftir tímabilið; Óðinn Þór Ríkharðsson, Ísak Rafnsson og Ágúst Elí Björgvinsson. Hvernig sem fer í kvöld, þá er ljóst að FH mætir með breytt lið til leiks á næsta tímabili. Einvígið gegn Selfossi byrjaði skelfilega fyrir Gísla en hann fékk rautt spjald eftir aðeins 22 mínútur í fyrsta leiknum á Selfossi. Hann lét það ekki á sig fá og skoraði 13 mörk í öðrum leiknum í Krikanum. Í fjórða leiknum skoraði Gísli svo átta mörk og gaf 14 stoðsendingar. Teitur Örn Einarsson gæti einnig leikið sinn síðasta leik fyrir Selfoss í kvöld en hann er búinn að semja við Svíþjóðarmeistara Kristianstad.Sá fyrsti í rúma tvo áratugi Tuttugu og tvö ár eru síðan Selfoss lék síðast oddaleik í úrslitakeppni. Árið 1996 mætti Selfoss deildarmeisturum KA í oddaleik í 8-liða úrslitum og þurfti að sætta sig við tap, 27-21. Selfyssingar léku alls fimm oddaleiki í úrslitakeppninni á árunum 1992-96; unnu þrjá og töpuðu tveimur. FH hefur leikið 15 oddaleiki frá því úrslitakeppnin var tekin upp 1992. Sigrarnir eru átta og töpin sjö. FH-ingar hafa hins vegar aðeins unnið einn af síðustu fimm oddaleikjum sínum. Sá sigur kom gegn Fram í undanúrslitum 2011, 32-21. FH varð Íslandsmeistari um vorið. Selfoss og FH hafa aðeins einu sinni áður mæst í úrslitakeppninni. Það var í lokaúrslitum 1992 þar sem FH-ingar höfðu betur, 3-1. Þeir tryggðu sér titilinn með sigri í fjórða leik liðanna í Vallaskóla, 25-28. Spilandi þjálfari FH á þessum tíma var Kristján Arason, faðir áðurnefnds Gísla Þorgeirs. Leikstjórnandi Selfoss var Einar Guðmundsson, íþróttastjóri HSÍ, þjálfari B-landsliðs karla og faðir Teits. Árið 1992 er í eina skiptið sem Selfoss hefur komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. FH hefur hins vegar sex sinnum komist í úrslit Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Sjá meira
Það ræðst í kvöld hvort það verður Selfoss eða FH sem mætir ÍBV í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. Staðan í einvíginu er 2-2 en allir leikirnir hafa unnist á heimavelli. Leikirnir fjórir hafa allir verið jafnir og úrslit tveggja þeirra hafa ráðist í framlengingu. Staðan í einvíginu, þegar úrslit leikjanna fjögurra eru lögð saman, er 141-138, FH-ingum í vil. Mikil og góð stemning hefur verið á leikjunum í einvíginu og það verður væntanlega engin breyting þar á í kvöld. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu í Vallaskóla á Selfossi sem er langt því frá það stærsta á landinu. Þar er pláss fyrir 740 áhorfendur og seldist upp áður en forsalan hófst í gær. Verður sérstakt Fan-Zone sett upp í höllinni fyrir þá aðdáendur sem ekki fengu miða. . „FH-ingar áttu rétt á því í oddaleik að fá helminginn af miðunum,“ segir Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, í samtali við Fréttablaðið. Bíóhúsið á Selfossi ætlar að koma til móts við þá sem fá ekki miða með því að sýna beint frá leiknum. Þar komast 118 manns fyrir. Í Kaplakrika koma svo iðkendur í yngri flokkum FH saman til að horfa á leikinn.Ótrúlegur Einar Einar Sverrisson hefur farið hamförum í einvíginu gegn FH. Hann skoraði 11 mörk í fyrstu þremur leikjunum og í fjórða leiknum var hann með 13 mörk. Allt í allt hefur Einar því skorað 46 mörk í einvíginu og er að sjálfsögðu markahæsti leikmaður þess. Hann hefur nýtt 16 af 18 vítaköstum sem hann hefur tekið. Elvar Örn Jónsson hefur hins vegar haft nokkuð hægt um sig í einvíginu og aðeins skorað 12 mörk. Selfoss á hann því enn inni. Selfyssingar voru klaufar að klára ekki einvígið í fjórða leiknum í Kaplakrika á laugardaginn. Þrátt fyrir það geta þeir ágætlega við unað að vera í þessari stöðu í ljósi þess hversu slök markvarslan hjá þeim hefur verið. Sölvi Ólafsson varði vel í þriðja leiknum en annars hefur markvarslan verið döpur.Vilja ekki kveðja í kvöld Leikurinn í kvöld gæti verið síðasti leikur Gísla Þorgeirs Kristjánssonar í búningi FH, allavega í bili, en hann er sem kunnugt er á leið til þýska stórliðsins Kiel í sumar. Þrír aðrir lykilmenn FH fara einnig út í atvinnumennsku eftir tímabilið; Óðinn Þór Ríkharðsson, Ísak Rafnsson og Ágúst Elí Björgvinsson. Hvernig sem fer í kvöld, þá er ljóst að FH mætir með breytt lið til leiks á næsta tímabili. Einvígið gegn Selfossi byrjaði skelfilega fyrir Gísla en hann fékk rautt spjald eftir aðeins 22 mínútur í fyrsta leiknum á Selfossi. Hann lét það ekki á sig fá og skoraði 13 mörk í öðrum leiknum í Krikanum. Í fjórða leiknum skoraði Gísli svo átta mörk og gaf 14 stoðsendingar. Teitur Örn Einarsson gæti einnig leikið sinn síðasta leik fyrir Selfoss í kvöld en hann er búinn að semja við Svíþjóðarmeistara Kristianstad.Sá fyrsti í rúma tvo áratugi Tuttugu og tvö ár eru síðan Selfoss lék síðast oddaleik í úrslitakeppni. Árið 1996 mætti Selfoss deildarmeisturum KA í oddaleik í 8-liða úrslitum og þurfti að sætta sig við tap, 27-21. Selfyssingar léku alls fimm oddaleiki í úrslitakeppninni á árunum 1992-96; unnu þrjá og töpuðu tveimur. FH hefur leikið 15 oddaleiki frá því úrslitakeppnin var tekin upp 1992. Sigrarnir eru átta og töpin sjö. FH-ingar hafa hins vegar aðeins unnið einn af síðustu fimm oddaleikjum sínum. Sá sigur kom gegn Fram í undanúrslitum 2011, 32-21. FH varð Íslandsmeistari um vorið. Selfoss og FH hafa aðeins einu sinni áður mæst í úrslitakeppninni. Það var í lokaúrslitum 1992 þar sem FH-ingar höfðu betur, 3-1. Þeir tryggðu sér titilinn með sigri í fjórða leik liðanna í Vallaskóla, 25-28. Spilandi þjálfari FH á þessum tíma var Kristján Arason, faðir áðurnefnds Gísla Þorgeirs. Leikstjórnandi Selfoss var Einar Guðmundsson, íþróttastjóri HSÍ, þjálfari B-landsliðs karla og faðir Teits. Árið 1992 er í eina skiptið sem Selfoss hefur komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. FH hefur hins vegar sex sinnum komist í úrslit
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Sjá meira