Sport

Yankees og Red Sox spila í London

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stóru liðin mæta til London.
Stóru liðin mæta til London. vísir/getty
Bandarísk íþróttafélög halda áfram að herja á Evrópu í von um að stækka áhugann á sinni íþrótt. Nú er komið að hafnaboltanum.

NFL-deildin hefur spilað í Lundúnum undanfarin ár og einnig hafa leikir í deildinni farið fram í Mexíkó. Það uppátæki hefur heppnast vel og því vilja forráðamenn bandarísku MLB-deildarinnar reyna að gera slíkt hið sama.

Þá þýðir ekkert annað en að fá stórlið til London og það hefur nú verið staðfest að New York Yankees og Boston Red Sox munu spila tvo leiki í London á næsta ári.

Leikirnir fara fram á Ólympíuleikvanginum þar sem West Ham spilar heimaleiki sína í ensku úrvalsdeildinni í dag. Völlurinn mun rúma 55 þúsund manns í sæti er búið verður að breyta honum fyrir hafnaboltaleik.

NBA og NHL-deildirnar hafa einnig reynt fyrir sér í London þannig að síðasta stóra íþróttin í Bandaríkjunum til þess að mæta er hafnaboltinn. Play ball.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×