Fyrsta stiklan úr Suður-ameríska draumnum: Besti og erfiðasti draumurinn að mati strákanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2018 13:45 Sveppi, Pétur Jóhann, Steindi og Auddi fara á kostum í stiklu fyrir Suður-ameríska drauminn. Þetta er fjórði draumur þeirra félaga. Stöð 2 „Fyrir mitt leyti þá var þetta skemmtilegasti draumurinn. Hann ögraði mér á nýjan hátt,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon. Stöð 2 hefur sent frá sér kynningarstiklu fyrir nýjustu þáttaröð gengisins sem þegar hefur lagt Evrópu, Ameríku og Asíu að fótum sér. Í nýjustu þáttaröðinni var förinni heitið til Suður-Ameríku og komu allir heilir heim, þótt það hafi stundum staðið tæpt. Pétur Jóhann og Sverrir Þór Sverrisson etja kappi við þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr. þar sem safnað er stigum fyrir að takast á við áskoranir. „Þetta var erfiðasti draumurinn,“ segir Auðunn við Vísi. Þeir voru mánuð á ferðalagi sínu og nefnir sem dæmi sólarhringsferðalag frá Bólivíu til Brasilíu. Skýtur hann inn í að Sveppi og Pétur hafi fengið auðveldari legginn en upplýsir eðli málsins samkvæmt ekkert um hvort liðið hafi farið með sigur af hólmi.Auddi og Steindi reyndu eftir fremsta megni að falla í hópinn hvert sem þeir fóru.Stöð 2Auddi segist vonast til þess að þáttaröðin toppi Asíska drauminn sem er hans uppáhalds. „Aðalmálið við þessi ferðalög er að snúa aftur heim á lífi. Svo er ekki verra að vera með gott efni í farteskinu. Ég myndi segja að það séu svona 27 prósent líkur á því að þú komist ekki aftur heim,“ segir Steindi og tekur undir það með Audda að þessi þáttaröð stefni í að verða sú besta.23 tequila skot Péturs Í þættinum kennir ýmissa grasa og í stiklunni má meðal annars sjá brot úr því þegar Pétur Jóhann fer í drykkjukeppni við heimamann. „Ég endaði á því að drekka 23 tequila skot,“ segir Pétur. Aðdáendur þáttanna muna eflaust margir eftir einvígi Péturs við reynslubolta í faginu í Asíu í síðustu þáttaröð. Pétur man lítið sem ekkert eftir kvöldinu en honum hafi verið ekið heim á hótel í hjólastól og lagður í læsta hliðarlegu í rúmið sitt. Morguninn eftir ætlaði Sveppi á baðherbergið á hóteli þeirra en þá mætti honum ófögur sjón. „Ég komst ekkert inn á baðið því Pétur var búinn að æla svo mikið á gólfið,“ segir Sveppi. Pétur á engra kosta völ nema að viðurkenna glæp sinn. Þótt hann muni ekkert þá hafi hann séð afraksturinn, ef svo má segja.Sveppi og Pétur Jóhann ganga líka alla leið í þættinum.Stöð 2Þeir hafi verið í miklum flýti á leið í flug og enginn tími hafi gefist til að hreinsa til á hótelinu. „Ég skrifaði á servíettu, we are very very sorry,“ segir Sveppi.Alls ekki of gamall Pétur Jóhann er 46 ára og vaknar sú spurning hvort hann sé ekki að verða of gamall fyrir svona vitleysu. „Nei,“ segir grínistinn og útskýrir að það sé þegar maður ákveði að láta staðar numið í hlutum sem þessum sem maður verði gamall.Stikluna má sjá í spilaranum að neðan. Þættirnir fara í sýningu á Stöð 2 í haust. Bíó og sjónvarp Suður-ameríski draumurinn Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fleiri fréttir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Sjá meira
„Fyrir mitt leyti þá var þetta skemmtilegasti draumurinn. Hann ögraði mér á nýjan hátt,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon. Stöð 2 hefur sent frá sér kynningarstiklu fyrir nýjustu þáttaröð gengisins sem þegar hefur lagt Evrópu, Ameríku og Asíu að fótum sér. Í nýjustu þáttaröðinni var förinni heitið til Suður-Ameríku og komu allir heilir heim, þótt það hafi stundum staðið tæpt. Pétur Jóhann og Sverrir Þór Sverrisson etja kappi við þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr. þar sem safnað er stigum fyrir að takast á við áskoranir. „Þetta var erfiðasti draumurinn,“ segir Auðunn við Vísi. Þeir voru mánuð á ferðalagi sínu og nefnir sem dæmi sólarhringsferðalag frá Bólivíu til Brasilíu. Skýtur hann inn í að Sveppi og Pétur hafi fengið auðveldari legginn en upplýsir eðli málsins samkvæmt ekkert um hvort liðið hafi farið með sigur af hólmi.Auddi og Steindi reyndu eftir fremsta megni að falla í hópinn hvert sem þeir fóru.Stöð 2Auddi segist vonast til þess að þáttaröðin toppi Asíska drauminn sem er hans uppáhalds. „Aðalmálið við þessi ferðalög er að snúa aftur heim á lífi. Svo er ekki verra að vera með gott efni í farteskinu. Ég myndi segja að það séu svona 27 prósent líkur á því að þú komist ekki aftur heim,“ segir Steindi og tekur undir það með Audda að þessi þáttaröð stefni í að verða sú besta.23 tequila skot Péturs Í þættinum kennir ýmissa grasa og í stiklunni má meðal annars sjá brot úr því þegar Pétur Jóhann fer í drykkjukeppni við heimamann. „Ég endaði á því að drekka 23 tequila skot,“ segir Pétur. Aðdáendur þáttanna muna eflaust margir eftir einvígi Péturs við reynslubolta í faginu í Asíu í síðustu þáttaröð. Pétur man lítið sem ekkert eftir kvöldinu en honum hafi verið ekið heim á hótel í hjólastól og lagður í læsta hliðarlegu í rúmið sitt. Morguninn eftir ætlaði Sveppi á baðherbergið á hóteli þeirra en þá mætti honum ófögur sjón. „Ég komst ekkert inn á baðið því Pétur var búinn að æla svo mikið á gólfið,“ segir Sveppi. Pétur á engra kosta völ nema að viðurkenna glæp sinn. Þótt hann muni ekkert þá hafi hann séð afraksturinn, ef svo má segja.Sveppi og Pétur Jóhann ganga líka alla leið í þættinum.Stöð 2Þeir hafi verið í miklum flýti á leið í flug og enginn tími hafi gefist til að hreinsa til á hótelinu. „Ég skrifaði á servíettu, we are very very sorry,“ segir Sveppi.Alls ekki of gamall Pétur Jóhann er 46 ára og vaknar sú spurning hvort hann sé ekki að verða of gamall fyrir svona vitleysu. „Nei,“ segir grínistinn og útskýrir að það sé þegar maður ákveði að láta staðar numið í hlutum sem þessum sem maður verði gamall.Stikluna má sjá í spilaranum að neðan. Þættirnir fara í sýningu á Stöð 2 í haust.
Bíó og sjónvarp Suður-ameríski draumurinn Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fleiri fréttir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Sjá meira