Bæta öryggi RIB-báta með breyttum reglum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. maí 2018 06:00 RIB-bátur, eða harðskeljabátur. Vísir/Óskar Friðriksson Breyta á reglum um útgerð svokallaðra RIB-báta. Með því er brugðist við athugasemdum rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) vegna slysa í slíkum bátum. Fyrir stuttu skilaði RNSA skýrslum vegna tveggja slíkra slysa. Niðurstaðan var sú sama og undanfarin ár, að bátunum hafi verið siglt of hratt miðað við aðstæður. Í flestum tilfellum sem RNSA hefur skoðað hefur bátunum verið siglt á nokkurri ferð, þeir lyfst upp vegna öldugangs og skollið niður af nokkrum þunga. Minnst ellefu farþegar, í átta skráðum slysum, hafa hlotið af meiðsli á baki eða hálsi. Í einhverjum tilfellum hefur hryggjarliður fallið saman eða bein brotnað. Í skýrslu síðasta haust gerði RNSA tillögu í öryggissátt, þess efnis að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið myndi setja reglur um slíka báta til að tryggja öryggi farþega. Var meðal annars stungið upp á því að í bátana yrðu sett fjaðrandi sæti sem myndu taka á sig mesta höggið. Ráðuneytið óskaði í kjölfarið umsagnar Samgöngustofu um efnið og barst hún ráðuneytinu í október síðastliðnum. Samgöngustofa tók undir sjónarmið RNSA en taldi ekki fært að gera tillögu um reglu um fjaðrandi sæti þar sem bátarnir sem um ræðir væri flestir CE-merktir skemmtibátar. „Í staðinn lagði Samgöngustofa til að bregðast mætti við skýrslum [RNSA] með því að útfæra kröfur um að útgerðir RIB-báta framkvæmdu áhættumöt sem tæki til siglinga í mismunandi aðstæðum, sem þá fæli í sér að við tilteknar aðstæður væri siglt hægar,“ segir í bréfi ráðuneytisins til RNSA fyrir skemmstu. Ráðuneytið fól Samgöngustofu að útfæra slíkar reglur. „Samgöngustofa hefur gert drög að reglugerðarbreytingu um farþegabáta og sent hana áfram til ráðuneytisins. Þær tillögur verða innan skamms lagðar fyrir Siglingaráð og fyrir almenning til kynningar,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Í reglugerðardrögunum felst að útgerðir geri ráð fyrir ráðstöfunum til að tryggja öryggi farþega í áætlunum um starfrækslu bátanna. Þær ráðstafanir koma til með að fela í sér að gera frekari kröfu á að siglingaleiðir taki mið af aðstæðum auk ýmissa annarra ráðstafana. „Afþreyingariðnaði í siglingum hefur vaxið fiskur um hrygg með auknum straumi ferðafólks hingað til lands og umhverfið hefur verið að laga sig að þeim breytingum. Sú vinna tekur tíma en hefur verið í gangi. Því miður er það oft þannig að eitthvað þarf að koma upp svo að umgjörðin taki breytingum,“ segir Þórhildur. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Kæra skipstjóra fyrir of marga farþega um borð Skipstjórar og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækis á Húsavík hafa verið ákærðir fyrir að ferðast með of marga farþega. Kæran byggð á misskilningi, segir lögmaður fyrirtækisins. 14. apríl 2016 06:00 Engar forsendur til að leyfa fleiri farþega Samgöngustofa segir engar forsendur til að rýmka reglur um fjölda farþega um borð í Rib-slöngubátum þar sem þeir eru ekki nægilega öruggir. 29. júlí 2013 08:00 Fjaðrandi sæti og reglusetning forði frekari hryggjarbrotum Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) leggur til að innanríkisráðuneytið setji reglur sem tryggi öryggi farþega um borð í svokölluðum RIB-slöngubátum. 4. september 2017 06:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Breyta á reglum um útgerð svokallaðra RIB-báta. Með því er brugðist við athugasemdum rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) vegna slysa í slíkum bátum. Fyrir stuttu skilaði RNSA skýrslum vegna tveggja slíkra slysa. Niðurstaðan var sú sama og undanfarin ár, að bátunum hafi verið siglt of hratt miðað við aðstæður. Í flestum tilfellum sem RNSA hefur skoðað hefur bátunum verið siglt á nokkurri ferð, þeir lyfst upp vegna öldugangs og skollið niður af nokkrum þunga. Minnst ellefu farþegar, í átta skráðum slysum, hafa hlotið af meiðsli á baki eða hálsi. Í einhverjum tilfellum hefur hryggjarliður fallið saman eða bein brotnað. Í skýrslu síðasta haust gerði RNSA tillögu í öryggissátt, þess efnis að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið myndi setja reglur um slíka báta til að tryggja öryggi farþega. Var meðal annars stungið upp á því að í bátana yrðu sett fjaðrandi sæti sem myndu taka á sig mesta höggið. Ráðuneytið óskaði í kjölfarið umsagnar Samgöngustofu um efnið og barst hún ráðuneytinu í október síðastliðnum. Samgöngustofa tók undir sjónarmið RNSA en taldi ekki fært að gera tillögu um reglu um fjaðrandi sæti þar sem bátarnir sem um ræðir væri flestir CE-merktir skemmtibátar. „Í staðinn lagði Samgöngustofa til að bregðast mætti við skýrslum [RNSA] með því að útfæra kröfur um að útgerðir RIB-báta framkvæmdu áhættumöt sem tæki til siglinga í mismunandi aðstæðum, sem þá fæli í sér að við tilteknar aðstæður væri siglt hægar,“ segir í bréfi ráðuneytisins til RNSA fyrir skemmstu. Ráðuneytið fól Samgöngustofu að útfæra slíkar reglur. „Samgöngustofa hefur gert drög að reglugerðarbreytingu um farþegabáta og sent hana áfram til ráðuneytisins. Þær tillögur verða innan skamms lagðar fyrir Siglingaráð og fyrir almenning til kynningar,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Í reglugerðardrögunum felst að útgerðir geri ráð fyrir ráðstöfunum til að tryggja öryggi farþega í áætlunum um starfrækslu bátanna. Þær ráðstafanir koma til með að fela í sér að gera frekari kröfu á að siglingaleiðir taki mið af aðstæðum auk ýmissa annarra ráðstafana. „Afþreyingariðnaði í siglingum hefur vaxið fiskur um hrygg með auknum straumi ferðafólks hingað til lands og umhverfið hefur verið að laga sig að þeim breytingum. Sú vinna tekur tíma en hefur verið í gangi. Því miður er það oft þannig að eitthvað þarf að koma upp svo að umgjörðin taki breytingum,“ segir Þórhildur.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Kæra skipstjóra fyrir of marga farþega um borð Skipstjórar og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækis á Húsavík hafa verið ákærðir fyrir að ferðast með of marga farþega. Kæran byggð á misskilningi, segir lögmaður fyrirtækisins. 14. apríl 2016 06:00 Engar forsendur til að leyfa fleiri farþega Samgöngustofa segir engar forsendur til að rýmka reglur um fjölda farþega um borð í Rib-slöngubátum þar sem þeir eru ekki nægilega öruggir. 29. júlí 2013 08:00 Fjaðrandi sæti og reglusetning forði frekari hryggjarbrotum Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) leggur til að innanríkisráðuneytið setji reglur sem tryggi öryggi farþega um borð í svokölluðum RIB-slöngubátum. 4. september 2017 06:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Kæra skipstjóra fyrir of marga farþega um borð Skipstjórar og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækis á Húsavík hafa verið ákærðir fyrir að ferðast með of marga farþega. Kæran byggð á misskilningi, segir lögmaður fyrirtækisins. 14. apríl 2016 06:00
Engar forsendur til að leyfa fleiri farþega Samgöngustofa segir engar forsendur til að rýmka reglur um fjölda farþega um borð í Rib-slöngubátum þar sem þeir eru ekki nægilega öruggir. 29. júlí 2013 08:00
Fjaðrandi sæti og reglusetning forði frekari hryggjarbrotum Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) leggur til að innanríkisráðuneytið setji reglur sem tryggi öryggi farþega um borð í svokölluðum RIB-slöngubátum. 4. september 2017 06:00