Trump vildi koma óorði á samningamennina Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 6. maí 2018 09:53 Donald Trump ásamt öðrum eldheitum andstæðingi íranska kjarnorkusamningsins, Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Vísir/AFP Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. Trump er mjög nöp við téðan samning og lét hann þá skoðun sína títt í ljós í kosningaherferð sinni, sem og æ síðan. Einna helst var markmið fulltrúa Trumps að grafa upp skít á Ben Rhodes, aðalsamningamann í samningaviðræðum við Íran, og Colin Kahl, þjóðaröryggisráðgjafa Joe Biden í varaforsetatíð hans. Biden var varaforseti í embættistíð Barack Obama. Meðal annars átti að leita að vinatengslum við íranska hagsmunagæsluaðila og hvort þeir Rhodes og Kahl hefðu hagnast persónulega á samningnum. Einnig átti að hafa samband við blaðamenn sem vitað er til að skrifað höfðu jákvæðar fréttir um samninginn. Þó að staðfest sé að frumkvæðið að þessari rannsókn hafi komið frá fulltrúum Trump þá liggur ekki fyrir hve langt rannsóknin komst eða hvaða efni kom upp við rannsóknina. Rhodes vissi ekki af rannsókninni en hafði þetta um hana að segja: „Því miður kemur þetta mér ekki á óvart. Ég myndi segja að það að reyna að grafa upp óhróður á einhvern sem er einfaldlega að sinna sínum skyldum sem starfsmaður Hvíta hússins líkist óhugnanlega mikið tilburðum einræðisherra.“ Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um málið. Trump mætir þessa dagana miklum alþjóðlegum þrýstingi að halda í kjarnorkusamninginn við Íran. Til að mynda hefur Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatt hann til þess opinberlega. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, kemur svo í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í dag þar sem eitt af markmiðunum mun vera að sannfæra Trump um að halda sig við samninginn. Donald Trump Tengdar fréttir „Hnífar, hnífar, hnífar“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Varði hann skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna og sagði spítala í miðborg London líkjast spítala á stríðssvæðum vegna tíðra hnífaárása. 4. maí 2018 21:58 Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reynir að ná til Trump Antonio Guterres óttast að það skapist raunveruleg hætta á stríði. 3. maí 2018 08:49 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Þúsund hagfræðingar vara Trump við að endurtaka fyrri mistök Rúmlega eitt þúsund hagfræðingar, þar á meðal 14 nóbelsverðlaunahafar, hafa sett nafn sitt við viðvörun til Bandaríkjaforsetans Donald Trump. 4. maí 2018 07:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. Trump er mjög nöp við téðan samning og lét hann þá skoðun sína títt í ljós í kosningaherferð sinni, sem og æ síðan. Einna helst var markmið fulltrúa Trumps að grafa upp skít á Ben Rhodes, aðalsamningamann í samningaviðræðum við Íran, og Colin Kahl, þjóðaröryggisráðgjafa Joe Biden í varaforsetatíð hans. Biden var varaforseti í embættistíð Barack Obama. Meðal annars átti að leita að vinatengslum við íranska hagsmunagæsluaðila og hvort þeir Rhodes og Kahl hefðu hagnast persónulega á samningnum. Einnig átti að hafa samband við blaðamenn sem vitað er til að skrifað höfðu jákvæðar fréttir um samninginn. Þó að staðfest sé að frumkvæðið að þessari rannsókn hafi komið frá fulltrúum Trump þá liggur ekki fyrir hve langt rannsóknin komst eða hvaða efni kom upp við rannsóknina. Rhodes vissi ekki af rannsókninni en hafði þetta um hana að segja: „Því miður kemur þetta mér ekki á óvart. Ég myndi segja að það að reyna að grafa upp óhróður á einhvern sem er einfaldlega að sinna sínum skyldum sem starfsmaður Hvíta hússins líkist óhugnanlega mikið tilburðum einræðisherra.“ Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um málið. Trump mætir þessa dagana miklum alþjóðlegum þrýstingi að halda í kjarnorkusamninginn við Íran. Til að mynda hefur Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatt hann til þess opinberlega. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, kemur svo í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í dag þar sem eitt af markmiðunum mun vera að sannfæra Trump um að halda sig við samninginn.
Donald Trump Tengdar fréttir „Hnífar, hnífar, hnífar“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Varði hann skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna og sagði spítala í miðborg London líkjast spítala á stríðssvæðum vegna tíðra hnífaárása. 4. maí 2018 21:58 Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reynir að ná til Trump Antonio Guterres óttast að það skapist raunveruleg hætta á stríði. 3. maí 2018 08:49 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Þúsund hagfræðingar vara Trump við að endurtaka fyrri mistök Rúmlega eitt þúsund hagfræðingar, þar á meðal 14 nóbelsverðlaunahafar, hafa sett nafn sitt við viðvörun til Bandaríkjaforsetans Donald Trump. 4. maí 2018 07:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
„Hnífar, hnífar, hnífar“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Varði hann skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna og sagði spítala í miðborg London líkjast spítala á stríðssvæðum vegna tíðra hnífaárása. 4. maí 2018 21:58
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reynir að ná til Trump Antonio Guterres óttast að það skapist raunveruleg hætta á stríði. 3. maí 2018 08:49
Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00
Þúsund hagfræðingar vara Trump við að endurtaka fyrri mistök Rúmlega eitt þúsund hagfræðingar, þar á meðal 14 nóbelsverðlaunahafar, hafa sett nafn sitt við viðvörun til Bandaríkjaforsetans Donald Trump. 4. maí 2018 07:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent