Knattspyrnustjórn ÍA harmar mál Guðrúnar Daggar og sendi henni afsökunarbeiðni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. maí 2018 13:25 Guðrún Dögg Rúnarsdóttir sagði frá ofbeldi Mark Doninger í einlægu viðtali í dag. Mynd/ÍA/Sigtryggur Ari Knattspyrnufélag ÍA viðurkennir að betur hafi mátt standa að máli Guðrúnar Daggar Rúnarsdóttur, eftir að hún kærði Mark Doninger þáverandi leikmann ÍA, fyrir ofbeldi. Í tilkynningu frá félaginu segir að fengin hefði verið óháður aðili til að skoða feril málsins, þremur árum eftir að atburðirnir áttu sér stað. Í kjölfarið hafi Guðrún Dögg verið beðin afsökunar. Eftir ítrekaðar barsmíðar og hótanir sleit Guðrún Dögg sambandi sínu við Mark. Hann var dæmdur í Hæstarétti í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Guðrún segir í einlægu viðtali sínu í Fréttablaðinu í dag að á meðan á málaferlunum stóð hafði ÍA stutt Mark. Í yfirlýsingu ÍA kemur fram að árið 2014, þremur árum eftir grófa líkamsárás Mark árið 2011, hafi félagið fengið upplýsingar um að Guðrún Dögg og hennar fjölskylda væru ósátt við það hvernig félagið tók á málinu. „Því var ákveðið að fá óháðan aðila til að skoða feril málsins og koma með tillögur til úrbóta. Í ljós kom að betur hefði mátt standa að málinu þar sem hegðun viðkomandi leikmanns var með öllu óásættanleg og úr takti við forvarnarstarf og grunngildi KFÍA. Í framhaldi af því var Guðrún Dögg beðin innilegrar afsökunar með bréfi dagsettu 5. nóvember 2014.“ Einnig hafa verið gerðar breytingar á stefnu ÍA gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi. Var einnig sett á laggirnar sérstakt Fagráð „sem hefur það meginhlutverk að vera álitsgjafi vegna alvarlegra agavandamála s.s. vegna meints eineltis, andlegs og líkamlegs ofbeldis, kynferðislegrar áreitni og ótilhlýðilegrar framkomu.“ Í tilkynningunni kemur fram að félagið harmi þetta mál og líti það alvarlegum augum. „Málið reyndist öllum sem að því komu mjög viðkvæmt og erfitt.“Guðrún Dögg sagði sögu sína í einlægu viðtali í Fréttablaðinu í dag. Fréttablaðið/Sigtryggur AriYfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan:Knattspyrnufélag ÍA (KFÍA) á Akranesi vill koma eftirfarandi á framfæri vegna viðtals við Guðrúnu Dögg Rúnarsdóttur í Fréttablaðinu þann 5. maí 2018: Umfjöllun Fréttablaðsins varðar grófa líkamsárás á árinu 2011 af hendi fyrrverandi leikmanns félagsins, Mark Doninger. Í kjölfarið fór leikmaðurinn frá Knattspyrnufélagið ÍA, var kærður og dæmdur fyrir líkamsárás.Á árinu 2014, þremur árum eftir að framangreindir atburðir áttu sér stað, bárust þáverandi aðalstjórn KFÍA upplýsingar um að Guðrún Dögg og fjölskylda hennar væri ósátt við það hvernig KFÍA tók á þessu máli. Því var ákveðið að fá óháðan aðila til að skoða feril málsins og koma með tillögur til úrbóta. Í ljós kom að betur hefði mátt standa að málinu þar sem hegðun viðkomandi leikmanns var með öllu óásættanleg og úr takti við forvarnarstarf og grunngildi KFÍA. Í framhaldi af því var Guðrún Dögg beðin innilegrar afsökunar með bréfi dagsettu 5. nóvember 2014.Til að læra af erfiðri reynslu var í framhaldinu sett af stað vinna á vegum félagsins við að útbúa viðbragðsáætlun og var m.a. leitað ráðgjafar frá Knattspyrnusambandi Íslands. Meginniðurstaða þess var að setja á laggirnar sérstakt Fagráð sem hefur það meginhlutverk að vera álitsgjafi vegna alvarlegra agavandamála s.s. vegna meints eineltis, andlegs og líkamlegs ofbeldis, kynferðislegrar áreitni og ótilhlýðilegrar framkomu.Til viðbótar hefur KFÍA nýlega samþykkt endurskoðaða stefnu ÍA gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi. Þessi stefna er unnin í beinu samhengi við #metoo byltinguna og standa öll aðildarfélög ÍA að henni.Knattspyrnufélag ÍA leggur mikla áherslu á að skapa og viðhalda umhverfi þar sem gagnkvæm virðing, traust, heilindi og fagmannlegt viðmót er í hávegum haft í öllum samskiptum. Til þess að undirstrika það hefur framangreind stefna og verkferlar verið sett fram til að gera allt sem unnt er til að uppræta háttsemi sem teljast má einelti, áreitni eða ofbeldi.Að lokum skal áréttað að stjórnendur KFÍA harma framangreint mál og líta það mjög alvarlegum augum. Málið reyndist öllum sem að því komu mjög viðkvæmt og erfitt.Akranesi 5. maí 2018Aðalstjórn Knattspyrnufélags ÍA MeToo Tengdar fréttir Þurfti að flýja land eftir lífshættulega árás Eftir ítrekaðar barsmíðar og hótanir sleit Guðrún Dögg Rúnarsdóttir sambandi sínu við fyrrverandi leikmann ÍA, Mark Doninger. 5. maí 2018 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Knattspyrnufélag ÍA viðurkennir að betur hafi mátt standa að máli Guðrúnar Daggar Rúnarsdóttur, eftir að hún kærði Mark Doninger þáverandi leikmann ÍA, fyrir ofbeldi. Í tilkynningu frá félaginu segir að fengin hefði verið óháður aðili til að skoða feril málsins, þremur árum eftir að atburðirnir áttu sér stað. Í kjölfarið hafi Guðrún Dögg verið beðin afsökunar. Eftir ítrekaðar barsmíðar og hótanir sleit Guðrún Dögg sambandi sínu við Mark. Hann var dæmdur í Hæstarétti í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Guðrún segir í einlægu viðtali sínu í Fréttablaðinu í dag að á meðan á málaferlunum stóð hafði ÍA stutt Mark. Í yfirlýsingu ÍA kemur fram að árið 2014, þremur árum eftir grófa líkamsárás Mark árið 2011, hafi félagið fengið upplýsingar um að Guðrún Dögg og hennar fjölskylda væru ósátt við það hvernig félagið tók á málinu. „Því var ákveðið að fá óháðan aðila til að skoða feril málsins og koma með tillögur til úrbóta. Í ljós kom að betur hefði mátt standa að málinu þar sem hegðun viðkomandi leikmanns var með öllu óásættanleg og úr takti við forvarnarstarf og grunngildi KFÍA. Í framhaldi af því var Guðrún Dögg beðin innilegrar afsökunar með bréfi dagsettu 5. nóvember 2014.“ Einnig hafa verið gerðar breytingar á stefnu ÍA gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi. Var einnig sett á laggirnar sérstakt Fagráð „sem hefur það meginhlutverk að vera álitsgjafi vegna alvarlegra agavandamála s.s. vegna meints eineltis, andlegs og líkamlegs ofbeldis, kynferðislegrar áreitni og ótilhlýðilegrar framkomu.“ Í tilkynningunni kemur fram að félagið harmi þetta mál og líti það alvarlegum augum. „Málið reyndist öllum sem að því komu mjög viðkvæmt og erfitt.“Guðrún Dögg sagði sögu sína í einlægu viðtali í Fréttablaðinu í dag. Fréttablaðið/Sigtryggur AriYfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan:Knattspyrnufélag ÍA (KFÍA) á Akranesi vill koma eftirfarandi á framfæri vegna viðtals við Guðrúnu Dögg Rúnarsdóttur í Fréttablaðinu þann 5. maí 2018: Umfjöllun Fréttablaðsins varðar grófa líkamsárás á árinu 2011 af hendi fyrrverandi leikmanns félagsins, Mark Doninger. Í kjölfarið fór leikmaðurinn frá Knattspyrnufélagið ÍA, var kærður og dæmdur fyrir líkamsárás.Á árinu 2014, þremur árum eftir að framangreindir atburðir áttu sér stað, bárust þáverandi aðalstjórn KFÍA upplýsingar um að Guðrún Dögg og fjölskylda hennar væri ósátt við það hvernig KFÍA tók á þessu máli. Því var ákveðið að fá óháðan aðila til að skoða feril málsins og koma með tillögur til úrbóta. Í ljós kom að betur hefði mátt standa að málinu þar sem hegðun viðkomandi leikmanns var með öllu óásættanleg og úr takti við forvarnarstarf og grunngildi KFÍA. Í framhaldi af því var Guðrún Dögg beðin innilegrar afsökunar með bréfi dagsettu 5. nóvember 2014.Til að læra af erfiðri reynslu var í framhaldinu sett af stað vinna á vegum félagsins við að útbúa viðbragðsáætlun og var m.a. leitað ráðgjafar frá Knattspyrnusambandi Íslands. Meginniðurstaða þess var að setja á laggirnar sérstakt Fagráð sem hefur það meginhlutverk að vera álitsgjafi vegna alvarlegra agavandamála s.s. vegna meints eineltis, andlegs og líkamlegs ofbeldis, kynferðislegrar áreitni og ótilhlýðilegrar framkomu.Til viðbótar hefur KFÍA nýlega samþykkt endurskoðaða stefnu ÍA gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi. Þessi stefna er unnin í beinu samhengi við #metoo byltinguna og standa öll aðildarfélög ÍA að henni.Knattspyrnufélag ÍA leggur mikla áherslu á að skapa og viðhalda umhverfi þar sem gagnkvæm virðing, traust, heilindi og fagmannlegt viðmót er í hávegum haft í öllum samskiptum. Til þess að undirstrika það hefur framangreind stefna og verkferlar verið sett fram til að gera allt sem unnt er til að uppræta háttsemi sem teljast má einelti, áreitni eða ofbeldi.Að lokum skal áréttað að stjórnendur KFÍA harma framangreint mál og líta það mjög alvarlegum augum. Málið reyndist öllum sem að því komu mjög viðkvæmt og erfitt.Akranesi 5. maí 2018Aðalstjórn Knattspyrnufélags ÍA
MeToo Tengdar fréttir Þurfti að flýja land eftir lífshættulega árás Eftir ítrekaðar barsmíðar og hótanir sleit Guðrún Dögg Rúnarsdóttir sambandi sínu við fyrrverandi leikmann ÍA, Mark Doninger. 5. maí 2018 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þurfti að flýja land eftir lífshættulega árás Eftir ítrekaðar barsmíðar og hótanir sleit Guðrún Dögg Rúnarsdóttir sambandi sínu við fyrrverandi leikmann ÍA, Mark Doninger. 5. maí 2018 07:00