Notuðu her dróna til að trufla lögregluaðgerð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. maí 2018 23:30 Drónar eru til margra hluta nytsamlegir. Vísir/Getty Lögreglan í Bandaríkjunum hefur í auknum mæli þurft að glíma við glæpamenn sem nýta sér aðstoð dróna til þess að trufla störf lögreglu. Bíræfnir gíslatökumenn nýttu sér til að mynda her dróna til þess að trufla aðgerðir gíslabjörgunarsveitar FBI í ónefndri bandarískri borg síðasta vetur. Frá þessu er greint á vef Defense One, fjölmiðli sem sérhæfir sig í fréttum af öryggis- og löggæslumálum. Er þar vitnað í erindi Joe Mazel, yfirmanns tæknideildar FBI, á ráðstefnu í Denver á dögunum. Þar greindi hann frá umræddri lögregluaðgerð. Kom fram í máli Mazel að þetta væri dæmi um hvernig glæpamenn eru í auknum mæli farnir að nýta sér dróna til þess að fylgjast með og hafa áhrif á störf lögreglu. Sökum þess hve málið væri viðkvæmt fyrir FBI vildi Mazel ekki gefa upp nákvæmlega í hvaða borg eða nákvæmlega hvenær lögregluaðgerðina átti sér stað. Gat hann þó sagt frá því hvernig drónarnir voru nýttir. Lögregluaðgerðin snerist um að bjarga gíslum frá glæpamönnunum og til þess var meðal annars settur upp skoðunarstaður svo hægt væri að fylgjast með og stýra aðgerðum björgunarsveitarinnar. Skömmu síðar heyrðist suð allt í kringum lögreglumennina og í ljós kom að glæpamennirnir höfðu komið fyrir miklum fjölda dróna á svæðinu. Flugu drónarnir allt í kringum lögreglumennina á miklum hraða sem gerði það að verkum að nánast ógerlegt reyndist að fylgjast með glæpamönnunum. Það sama er þó ekki hægt að segja um glæpamennina sjálfa en auk þess sem að drónarnir trufluðu störf lögreglumannanna voru myndavélar á þeim sem sendu myndskeið til baka til glæpamannanna sem gátu þá fylgst með aðgerðum lögreglu gegn þeim í rauntíma. Tækni Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Lögreglan í Bandaríkjunum hefur í auknum mæli þurft að glíma við glæpamenn sem nýta sér aðstoð dróna til þess að trufla störf lögreglu. Bíræfnir gíslatökumenn nýttu sér til að mynda her dróna til þess að trufla aðgerðir gíslabjörgunarsveitar FBI í ónefndri bandarískri borg síðasta vetur. Frá þessu er greint á vef Defense One, fjölmiðli sem sérhæfir sig í fréttum af öryggis- og löggæslumálum. Er þar vitnað í erindi Joe Mazel, yfirmanns tæknideildar FBI, á ráðstefnu í Denver á dögunum. Þar greindi hann frá umræddri lögregluaðgerð. Kom fram í máli Mazel að þetta væri dæmi um hvernig glæpamenn eru í auknum mæli farnir að nýta sér dróna til þess að fylgjast með og hafa áhrif á störf lögreglu. Sökum þess hve málið væri viðkvæmt fyrir FBI vildi Mazel ekki gefa upp nákvæmlega í hvaða borg eða nákvæmlega hvenær lögregluaðgerðina átti sér stað. Gat hann þó sagt frá því hvernig drónarnir voru nýttir. Lögregluaðgerðin snerist um að bjarga gíslum frá glæpamönnunum og til þess var meðal annars settur upp skoðunarstaður svo hægt væri að fylgjast með og stýra aðgerðum björgunarsveitarinnar. Skömmu síðar heyrðist suð allt í kringum lögreglumennina og í ljós kom að glæpamennirnir höfðu komið fyrir miklum fjölda dróna á svæðinu. Flugu drónarnir allt í kringum lögreglumennina á miklum hraða sem gerði það að verkum að nánast ógerlegt reyndist að fylgjast með glæpamönnunum. Það sama er þó ekki hægt að segja um glæpamennina sjálfa en auk þess sem að drónarnir trufluðu störf lögreglumannanna voru myndavélar á þeim sem sendu myndskeið til baka til glæpamannanna sem gátu þá fylgst með aðgerðum lögreglu gegn þeim í rauntíma.
Tækni Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira