Fiskeldi stefnir í ígildi stóriðju á Vestfjörðum með hundruðum starfa Heimir Már Pétursson og Hafþór Gunnarsson skrifar 4. maí 2018 19:30 Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish kynnti í gær fyrir íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum nýja seiðaeldisstöð sína í Tálknafirði en hún verður hluti af laxeldi fyrirtækisins á Vestfjörðum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að það muni geta framleitt verðmæti fyrir allt að þrjátíu og tveimur milljörðum á ári sem skapi um 350 störf og annan eins fjölda óbeinna starfa. Vestfirðingar binda miklar vonir við að laxeldi í sjó muni skapa traustan grundvöll undir atvinnulíf á svæðinu sem hefur verið bágborið undanfarin ár eftir að Vestfirðingar töpuðu forystu sinni í sjávarútvegi. Nýlokið er byggingu tveggja þriðju seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni Tálknafjarðar en byggingin er stærsta bygging á Vestfjörðum. Hún verður grundvöllur undir vöxt fyrirtækisins í laxeldi á næstu árum í Dýrafirði, á Patreksfirði, Tálknafirði og í Ísafjarðardjúpi þar sem mál eru í umhverfismati. Sigurður Pétursson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish segir að í eldisstöðinni sé endurnýtingarkerfi á vatni og úrgangi. „Þetta er í rauninni alveg einstök stöð. Þetta er ein sú fullkomnasta í heimi. Við getum í raun endurnýtt um 99 prósent af vatninu. Í dag erum við aðeins að þróa okkur áfram. Við erum að setja um það bil 10 prósent af nýju vatni inn. En svo býður þessi stöð upp á að nota og safna þeim lífræna úrgangi sem verður til og það er hægt að búa til verðmæti úr því til framtíðar,“ segir Sigurður.Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish.Vísir.Í dag eru fjögur þúsund seiði í stöðinni sem fyrirtækið elur síðan í sláturstærð í sjókvíum. Innan þriggja ára gæti verðmæti afurða orðið um sextán milljarðar króna og ef áform um 40 þúsund tonna eldi ná fram gæti verðmætið orðið um 32 milljarðar á ári. Fyrirtækið er með svo kallaða ASC umhverfisvottun sem sögð er ein þekktasta og strangasta vottun sem hægt sé fá í fiskeldi og tekur meðal annars á umhverfisþáttum, dýravelferð, sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. Í dag vinna um 50 starfsmenn hjá fyrirtækinu en þeim gæti fjölgað mikið verði öll áform að veruleika. „Miðað við bara það sem er hér á suðursvæðinu yrði starfsemin hér á Vestfjörðum í kring um 350 til 400 bein störf með fiskeldi bara á þessu svæði. Það er náttúrlega aðeins meiri óvissa hvað varðar leyfin á norðanverðum Vestfjörðum, hvernig verður með opnun á Ísafjarðardjúpi sem við erum að berjast fyrir. En ég get talað um það sem er þá að gerast hér sem er 350 til 400 störf og annað eins af óbeinum störfum,“ segir Sigurður. Nú er búið að reisa tvo þriðju af seiðaeldisstöðinni sem getur framleitt fjórar milljónir af seiðum á ári en hún verður stækkuð fáist öll leyfi til meira eldis. „Það er ákveðið burðarþol sem búið er að gera á þessum fjörðum sem við erum með hér. Það er ákveðið hámark sem menn eru að reyna að vinna eftir,“ segir Sigurður Pétursson. Fiskeldi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish kynnti í gær fyrir íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum nýja seiðaeldisstöð sína í Tálknafirði en hún verður hluti af laxeldi fyrirtækisins á Vestfjörðum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að það muni geta framleitt verðmæti fyrir allt að þrjátíu og tveimur milljörðum á ári sem skapi um 350 störf og annan eins fjölda óbeinna starfa. Vestfirðingar binda miklar vonir við að laxeldi í sjó muni skapa traustan grundvöll undir atvinnulíf á svæðinu sem hefur verið bágborið undanfarin ár eftir að Vestfirðingar töpuðu forystu sinni í sjávarútvegi. Nýlokið er byggingu tveggja þriðju seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni Tálknafjarðar en byggingin er stærsta bygging á Vestfjörðum. Hún verður grundvöllur undir vöxt fyrirtækisins í laxeldi á næstu árum í Dýrafirði, á Patreksfirði, Tálknafirði og í Ísafjarðardjúpi þar sem mál eru í umhverfismati. Sigurður Pétursson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish segir að í eldisstöðinni sé endurnýtingarkerfi á vatni og úrgangi. „Þetta er í rauninni alveg einstök stöð. Þetta er ein sú fullkomnasta í heimi. Við getum í raun endurnýtt um 99 prósent af vatninu. Í dag erum við aðeins að þróa okkur áfram. Við erum að setja um það bil 10 prósent af nýju vatni inn. En svo býður þessi stöð upp á að nota og safna þeim lífræna úrgangi sem verður til og það er hægt að búa til verðmæti úr því til framtíðar,“ segir Sigurður.Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish.Vísir.Í dag eru fjögur þúsund seiði í stöðinni sem fyrirtækið elur síðan í sláturstærð í sjókvíum. Innan þriggja ára gæti verðmæti afurða orðið um sextán milljarðar króna og ef áform um 40 þúsund tonna eldi ná fram gæti verðmætið orðið um 32 milljarðar á ári. Fyrirtækið er með svo kallaða ASC umhverfisvottun sem sögð er ein þekktasta og strangasta vottun sem hægt sé fá í fiskeldi og tekur meðal annars á umhverfisþáttum, dýravelferð, sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. Í dag vinna um 50 starfsmenn hjá fyrirtækinu en þeim gæti fjölgað mikið verði öll áform að veruleika. „Miðað við bara það sem er hér á suðursvæðinu yrði starfsemin hér á Vestfjörðum í kring um 350 til 400 bein störf með fiskeldi bara á þessu svæði. Það er náttúrlega aðeins meiri óvissa hvað varðar leyfin á norðanverðum Vestfjörðum, hvernig verður með opnun á Ísafjarðardjúpi sem við erum að berjast fyrir. En ég get talað um það sem er þá að gerast hér sem er 350 til 400 störf og annað eins af óbeinum störfum,“ segir Sigurður. Nú er búið að reisa tvo þriðju af seiðaeldisstöðinni sem getur framleitt fjórar milljónir af seiðum á ári en hún verður stækkuð fáist öll leyfi til meira eldis. „Það er ákveðið burðarþol sem búið er að gera á þessum fjörðum sem við erum með hér. Það er ákveðið hámark sem menn eru að reyna að vinna eftir,“ segir Sigurður Pétursson.
Fiskeldi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira