Víkingar segja vonbrigði að Ólafur sjái ekki sóma sinn í að biðjast afsökunar Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. maí 2018 10:53 Ólafur Jóhannesson slapp við allt. vísir/eyþór Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ þar sem að dómur yfir Ólafi Jóhannessyni, þjálfara Vals í Pepsi-deild karla, var látinn niður falla. Ólafur sagði í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolti.net að úrslitum í leiks Víkings og Völsungs árið 2013 hefði verið hagrætt en Víkingur vann, 16-0, og komst upp um deild á kostnað Hauka sem Ólafur þjálfaði. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók ummælin fyrir eftir að kvörtun barst frá Víkingum þar sem að þeim fannst illa að félaginu vegið og fór svo að Valur var sektaður um 100.000 krónur. Valsmenn áfrýjuðu og unnu málið fyrir áfrýjunardómstólnum. „Knattspyrnufélagið Víkingur lýsir almennum áhyggjum sínum yfir niðurstöðu dóms áfrýjunardómstóls KSÍ, vegna alvarlegra en tilhæfulausra aðdróttana Ólafs Jóhannessonar þjálfara Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, í garð Knattspyrnufélagsins Víkings og Völsungs á Húsavík um hagræðingu úrslita árið 2013,“ segir í yfirlýsingu Víkinga. Fossvogsfélagið telur Valsmenn bera fulla ábyrgð á þjálfara sínum og að hann ætti að þurfa að axla ábyrgð á ummælum sínum en í úrskurði áfrýjunardómstóls KSÍ var sagt að Ólafur væri ekki á vegum Vals í þessu viðtali. Víkingar eru verulega ósáttir við dóminn en lýsa einnig yfir miklum vonbrigðum með Ólaf, sem á að teljast fyrirmynd að þeirra sögn, að hann hafi ekki „séð sóma sinn“ í að biðja félögin afsökunar og „stuðla að lyktum þessa máls.“ Þetta mál gerir leik liðanna í Pepsi-deildinni á mánudagskvöldið ekkert minna spennandi en Íslandsmeistararnir mæta í Víkina klukkan 19.15 eftir þrjá daga. Bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferðinni.Yfirlýsingin í heild sinni: „Knattspyrnufélagið Víkingur lýsir almennum áhyggjum sínum yfir niðurstöðu dóms áfrýjunardómstóls KSÍ, vegna alvarlegra en tilhæfulausra aðdróttana Ólafs Jóhannessonar þjálfara Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, í garð Knattspyrnufélagsins Víkings og Völsungs á Húsavík um hagræðingu úrslita árið 2013. KSÍ vísaði málinu til aga- og úrskurðarnefndar sem sektaði Knattspyrnufélagið Val vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar. Í dómi áfrýjunardómstólsins er sektin hins vegar felld niður. Knattspyrnufélagið Víkingur, sem var ekki aðili að málsmeðferðinni, heldur KSÍ og Knattspyrnufélagið Valur, átti síst von á þessari niðurstöðu áfrýjunardómstólsins. Taldi Víkingur þannig Val bera ábyrgð á þjálfara sínum vegna ummælanna eftir lögum og reglum knattspyrnusambandsins. Í öllu falli þyrfti þjálfarinn að axla ábyrgð á slíkum ummælum. Áfrýjunardómstóll KSÍ lítur svo á að Valur eigi ekki að bera neina ábyrgð á þjálfara sínum, þegar hann kemur fram á opinberum vettvangi. Slíkt geti hins vegar varðað hann refsiábyrgð. Knattspyrnufélagið Víkingur hefur í lengstu lög viljað leysa úr deilumálum sem upp koma innan knattspyrnuhreyfingarinnar, á vettvangi hennar. Telur Víkingur það síður vera í anda þess sem hreyfingin stendur fyrir ef félögin eru knúin til að sækja mál fyrir almennum dómstólum gagnvart hlutaðeigandi starfsmönnum félaganna persónulega, til að rétta sinn hlut. Taki lög sambandsins eða reglugerðir ekki á tilvikum sem þessum, þannig að slík tilhæfulaus og alvarleg ummæli eru látin óátalin innan knattspyrnuhreyfingarinnar, ef þau eru höfð uppi „opinberlega“ og ekki „í tengslum við leik“ þá er brotalöm á gildandi reglum KSÍ sem bæta þarf úr tafarlaust. Knattspyrnufélagið Víkingur lýsir jafnframt miklum vonbrigðum sínum yfir að Ólafur Jóhannesson, sem telja á mikilvæga fyrirmynd innan knattspyrnuhreyfingarinnar, sem fyrrverandi landsliðsþjálfara og núverandi þjálfara Íslandsmeistara Vals, hafi ekki séð sóma sinn í því að biðja félögin afsökunar og stuðla að lyktum þessa máls. Knattspyrnufélagið Víkingur vill í ljósi niðurstöðu áfrýjunardómstólsins því ítreka áskorun sína til Ólafs Jóhannessonar að hann biðjist opinberlega afsökunar á ummælum sínum sem myndi verða knattspyrnuhreyfingunni til heilla og stuðla að ekki verði frekari eftirmálar vegna þessara ummæla.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Áfrýjun Vals vegna ummæla Óla Jó skilaði árangri Valur þarf ekki að greiða 100 þúsund krónur í sekt vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, þjálfara liðsins, í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolti.net en þeir greina fyrstir frá málinu. 30. apríl 2018 18:51 Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Fleiri fréttir FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ þar sem að dómur yfir Ólafi Jóhannessyni, þjálfara Vals í Pepsi-deild karla, var látinn niður falla. Ólafur sagði í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolti.net að úrslitum í leiks Víkings og Völsungs árið 2013 hefði verið hagrætt en Víkingur vann, 16-0, og komst upp um deild á kostnað Hauka sem Ólafur þjálfaði. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók ummælin fyrir eftir að kvörtun barst frá Víkingum þar sem að þeim fannst illa að félaginu vegið og fór svo að Valur var sektaður um 100.000 krónur. Valsmenn áfrýjuðu og unnu málið fyrir áfrýjunardómstólnum. „Knattspyrnufélagið Víkingur lýsir almennum áhyggjum sínum yfir niðurstöðu dóms áfrýjunardómstóls KSÍ, vegna alvarlegra en tilhæfulausra aðdróttana Ólafs Jóhannessonar þjálfara Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, í garð Knattspyrnufélagsins Víkings og Völsungs á Húsavík um hagræðingu úrslita árið 2013,“ segir í yfirlýsingu Víkinga. Fossvogsfélagið telur Valsmenn bera fulla ábyrgð á þjálfara sínum og að hann ætti að þurfa að axla ábyrgð á ummælum sínum en í úrskurði áfrýjunardómstóls KSÍ var sagt að Ólafur væri ekki á vegum Vals í þessu viðtali. Víkingar eru verulega ósáttir við dóminn en lýsa einnig yfir miklum vonbrigðum með Ólaf, sem á að teljast fyrirmynd að þeirra sögn, að hann hafi ekki „séð sóma sinn“ í að biðja félögin afsökunar og „stuðla að lyktum þessa máls.“ Þetta mál gerir leik liðanna í Pepsi-deildinni á mánudagskvöldið ekkert minna spennandi en Íslandsmeistararnir mæta í Víkina klukkan 19.15 eftir þrjá daga. Bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferðinni.Yfirlýsingin í heild sinni: „Knattspyrnufélagið Víkingur lýsir almennum áhyggjum sínum yfir niðurstöðu dóms áfrýjunardómstóls KSÍ, vegna alvarlegra en tilhæfulausra aðdróttana Ólafs Jóhannessonar þjálfara Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, í garð Knattspyrnufélagsins Víkings og Völsungs á Húsavík um hagræðingu úrslita árið 2013. KSÍ vísaði málinu til aga- og úrskurðarnefndar sem sektaði Knattspyrnufélagið Val vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar. Í dómi áfrýjunardómstólsins er sektin hins vegar felld niður. Knattspyrnufélagið Víkingur, sem var ekki aðili að málsmeðferðinni, heldur KSÍ og Knattspyrnufélagið Valur, átti síst von á þessari niðurstöðu áfrýjunardómstólsins. Taldi Víkingur þannig Val bera ábyrgð á þjálfara sínum vegna ummælanna eftir lögum og reglum knattspyrnusambandsins. Í öllu falli þyrfti þjálfarinn að axla ábyrgð á slíkum ummælum. Áfrýjunardómstóll KSÍ lítur svo á að Valur eigi ekki að bera neina ábyrgð á þjálfara sínum, þegar hann kemur fram á opinberum vettvangi. Slíkt geti hins vegar varðað hann refsiábyrgð. Knattspyrnufélagið Víkingur hefur í lengstu lög viljað leysa úr deilumálum sem upp koma innan knattspyrnuhreyfingarinnar, á vettvangi hennar. Telur Víkingur það síður vera í anda þess sem hreyfingin stendur fyrir ef félögin eru knúin til að sækja mál fyrir almennum dómstólum gagnvart hlutaðeigandi starfsmönnum félaganna persónulega, til að rétta sinn hlut. Taki lög sambandsins eða reglugerðir ekki á tilvikum sem þessum, þannig að slík tilhæfulaus og alvarleg ummæli eru látin óátalin innan knattspyrnuhreyfingarinnar, ef þau eru höfð uppi „opinberlega“ og ekki „í tengslum við leik“ þá er brotalöm á gildandi reglum KSÍ sem bæta þarf úr tafarlaust. Knattspyrnufélagið Víkingur lýsir jafnframt miklum vonbrigðum sínum yfir að Ólafur Jóhannesson, sem telja á mikilvæga fyrirmynd innan knattspyrnuhreyfingarinnar, sem fyrrverandi landsliðsþjálfara og núverandi þjálfara Íslandsmeistara Vals, hafi ekki séð sóma sinn í því að biðja félögin afsökunar og stuðla að lyktum þessa máls. Knattspyrnufélagið Víkingur vill í ljósi niðurstöðu áfrýjunardómstólsins því ítreka áskorun sína til Ólafs Jóhannessonar að hann biðjist opinberlega afsökunar á ummælum sínum sem myndi verða knattspyrnuhreyfingunni til heilla og stuðla að ekki verði frekari eftirmálar vegna þessara ummæla.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Áfrýjun Vals vegna ummæla Óla Jó skilaði árangri Valur þarf ekki að greiða 100 þúsund krónur í sekt vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, þjálfara liðsins, í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolti.net en þeir greina fyrstir frá málinu. 30. apríl 2018 18:51 Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Fleiri fréttir FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
Áfrýjun Vals vegna ummæla Óla Jó skilaði árangri Valur þarf ekki að greiða 100 þúsund krónur í sekt vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, þjálfara liðsins, í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolti.net en þeir greina fyrstir frá málinu. 30. apríl 2018 18:51
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti