Innlent

Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar felldu kjarasamning

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Vísir/Ernir
Flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni felldu í gær nýjan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. Guðmundur Úlfar Jónsson formaður stjórnar flugvirkjafélags Íslands staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að mjótt hafi verið á munum í atkvæðagreiðslunni.

Þann 25. apríl síðastliðinn var kjarasamningurinn gerður á fundi hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs vegna Landhelgisgæslunnar. Síðastgildandi kjarasamningur rann út 31. ágúst 2017.

Guðmundur vonar að það náist að semja áður en fyrirhugað verkfall hefst í næstu viku, þann 11. Maí. Ekki hefur verið boðað til næsta fundar vegna kjaradeilunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×