Lægðin sendir kalt loft yfir landið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. maí 2018 08:12 Margir þurftu að skafa á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið í dag. Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd í Kópavogi í morgun. VÍSIR/VILHELM Lægð er stödd á milli Íslands og Grænlands og sendir hún kalt loft yfir landið sem er ættað úr norðri, þó vindur blæs úr suðvestri. Þetta loft er óstöðugt og ferðast yfir hlýjan sjó, miðað við loftið, sem skilar sér í éljagangi samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Í dag verður því suðvestan átt, víða strekkingur, með éljum en élin eiga erfitt með að komast yfir landið og því má búast við bjartviðri norðaustantil. Lægðin dýpkar heldur á morgun og bætir því lítillega í vind, og einnig éljagang, einkum vestantil. Útlit er fyrir áframhaldandi útsynning fram á sunnudag. Víða vægt næturfrost næstu daga, en hiti oft 1 til 6 stig að deginum er sólin skín. Ætti því snjór að bráðna með deginum, einkum ef að undirlagið er dökkt. Nú er víða vetrarfærð á Suðurlandi og hálka á Hellisheiði, snjóþekja í Þrengslum, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Á flestum öðrum leiðum er snjóþekja, krap eða hálkublettir samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Vesturlandi eru hálkublettir á nokkrum fjallvegum en á Snæfellsnesi hefur snjóað meira og þar er nú hálka, hálkublettir eða krap. Snjóþekja eða hálkublettir eru á nokkrum leiðum á Vestfjörðum, einkum á sunnanverðum fjörðunum og einnig er snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði. Það er að mestu greiðfært á Norður- og Austurlandi en þó eru hálkublettir á Hólaheiði, Hófaskarði og Mjóafjarðarheiði. Hálkublettir eru á kafla fyrir vestan Höfn og snjóþekja í Öræfasveit.Veðurhorfur á landinu í dag Vaxandi suðvestanátt, víða 10-15 m/s síðdegis og él, en þurrt og bjart norðaustantil á landinu. Suðvestan 13-18 m/s á morgun, en heldur hægari um landið austanvert. Él sunnan- og vestanlands en áfram bjart norðaustantil. Hiti 1 til 8 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi, en víða vægt næturfrost.Íslenska sumarið. Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd í dag, 3.maí, í Kópavogi. Vísir/VilhelmVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag: Suðvestan 10-18 m/s og él, hvassast vestanlands. Heldur hægari, þurrt og bjart á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast norðaustantil.Á laugardag: Suðvestan 8-13 m/s, en heldur hvassari vestanátt síðdegis. Él um landið sunnan- og vestanvert en bjartviðri norðaustantil. Hiti 0 til 7 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi.Á sunnudag: Vestan og suðvestan 15-23 m/s og él eða slydduél, hvassast norðvestantil, en yfirleitt bjart austanlands. Hiti 1 til 6 stig.Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir ákveðnar suðlægaráttir með rigningu, en lengst af þurrt norðanlands. Hiti yfirleitt 4 til 9 stig.Á miðvikudag: Líkur á sunnan- og austanáttum með rigningu á köflum í flestum landshlutum. Hiti 2 til 8 stig. Samgöngur Veður Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Lægð er stödd á milli Íslands og Grænlands og sendir hún kalt loft yfir landið sem er ættað úr norðri, þó vindur blæs úr suðvestri. Þetta loft er óstöðugt og ferðast yfir hlýjan sjó, miðað við loftið, sem skilar sér í éljagangi samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Í dag verður því suðvestan átt, víða strekkingur, með éljum en élin eiga erfitt með að komast yfir landið og því má búast við bjartviðri norðaustantil. Lægðin dýpkar heldur á morgun og bætir því lítillega í vind, og einnig éljagang, einkum vestantil. Útlit er fyrir áframhaldandi útsynning fram á sunnudag. Víða vægt næturfrost næstu daga, en hiti oft 1 til 6 stig að deginum er sólin skín. Ætti því snjór að bráðna með deginum, einkum ef að undirlagið er dökkt. Nú er víða vetrarfærð á Suðurlandi og hálka á Hellisheiði, snjóþekja í Þrengslum, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Á flestum öðrum leiðum er snjóþekja, krap eða hálkublettir samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Vesturlandi eru hálkublettir á nokkrum fjallvegum en á Snæfellsnesi hefur snjóað meira og þar er nú hálka, hálkublettir eða krap. Snjóþekja eða hálkublettir eru á nokkrum leiðum á Vestfjörðum, einkum á sunnanverðum fjörðunum og einnig er snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði. Það er að mestu greiðfært á Norður- og Austurlandi en þó eru hálkublettir á Hólaheiði, Hófaskarði og Mjóafjarðarheiði. Hálkublettir eru á kafla fyrir vestan Höfn og snjóþekja í Öræfasveit.Veðurhorfur á landinu í dag Vaxandi suðvestanátt, víða 10-15 m/s síðdegis og él, en þurrt og bjart norðaustantil á landinu. Suðvestan 13-18 m/s á morgun, en heldur hægari um landið austanvert. Él sunnan- og vestanlands en áfram bjart norðaustantil. Hiti 1 til 8 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi, en víða vægt næturfrost.Íslenska sumarið. Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd í dag, 3.maí, í Kópavogi. Vísir/VilhelmVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag: Suðvestan 10-18 m/s og él, hvassast vestanlands. Heldur hægari, þurrt og bjart á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast norðaustantil.Á laugardag: Suðvestan 8-13 m/s, en heldur hvassari vestanátt síðdegis. Él um landið sunnan- og vestanvert en bjartviðri norðaustantil. Hiti 0 til 7 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi.Á sunnudag: Vestan og suðvestan 15-23 m/s og él eða slydduél, hvassast norðvestantil, en yfirleitt bjart austanlands. Hiti 1 til 6 stig.Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir ákveðnar suðlægaráttir með rigningu, en lengst af þurrt norðanlands. Hiti yfirleitt 4 til 9 stig.Á miðvikudag: Líkur á sunnan- og austanáttum með rigningu á köflum í flestum landshlutum. Hiti 2 til 8 stig.
Samgöngur Veður Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira