Indverskar borgir þær menguðustu á jörðinni Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2018 07:37 Útblástur frá bifreiðum og mengun frá byggingarsvæðum á ekki síst þátt í menguninni í Nýju Delí. Vísir/AFP Nýja Delí á Indlandi er mengaðasta stórborg í heimi eftir að kínversk yfirvöld gripu til aðgerða til að draga úr loftmengun samkvæmt greiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Níu af hverjum tíu jarðarbúum anda að sér menguðu lofti og um sjö milljónir manna deyja árlega af völdum mengunar í lofti.Greining WHO nær til borgar með fleiri en fjórtán milljónir íbúa frá árinu 2010 til 2016. Höfuðborgarsvæði Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, er næstmengaðasta borgin með tilliti til stærra svifryks (PM10), og Dakka, höfuðborg Bangladess, í því þriðja. Önnur indversk stórborg, Múmbaí, er í fjórða sætinu. Indverskar borgir eru einnig í sérflokki hvað varðar fínna svifryk (PM2,5). Fjórtán af fimmtán menguðustu borgunum í þeim flokki eru á Indlandi, samkvæmt frétt Washington Post. Flest dauðsföllin af völdum loftmengunar eru í Asíu og Afríku. Þar af látast 3,8 milljónir manna vegna lélegra loftgæða innandyra af völdum lélegrar eldunaraðstöðu. Það er sagt sérstaklega mikið vandamál á Indlandi. Mengunin leiðir til ýmissa sjúkdóma eins og hjartaáfalla, hjartasjúkdóma, lungnakrabbameins og öndunarfærasjúkdóma og sýkinga.Aðgerðirnar hafa bitnað á snauðu fólki Kínverska borgin Beijing er nú í fimmta sæti en hefur lengi verið talin ein mengaðasta borgin á jörðinni. Yfirvöld í Kína hafa gripið til aðgerða eins og að loka eða breyta verksmiðjum og draga úr kolanotkun til að létta á mengunarskýjunum sem hafa legið yfir mörgum borgum þar. Hreinsun loftsins þar er þó hafa kostað sitt. Þannig hafi fátæku fólki verið bannað að nota kol til að ylja sér að vetri eða það misst vinnuna. WHO hvetur indversk stjórnvöld engu að síður til þess að feta í fótspor Kínverja þar sem stjórnvöld hafi tekið mengunina föstum tökum. Bangladess Indland Umhverfismál Tengdar fréttir Lítið gengur að ráða við loftmengun á Indlandi Mengunin er svo mikil yfir Nýju-Delí að krikketleikmenn hafa ælt á miðjum vellinum. 6. desember 2017 14:32 Loftmengunin í Delí á við að reykja fimmtíu sígarettur á dag „Þeir ná ekki andanum,“ segir læknir á sjúkrahúsi í Delí um lungnasjúklingana sem nú fylla gjörgæsludeildir. 8. nóvember 2017 12:17 Köstuðu látlaust upp meðan á leiknum stóð Gríðarleg loftmengun varð þess valdandi að leikmenn krikketliða Indlands og Sri Lanka þurftu ítrekað að stöðva leikinn til þess að kasta upp. 3. desember 2017 22:01 Vara skólastjórnendur í borginni við loftmengun Áfram er gert ráð fyrir lélegum loftgæðum nærri umferðaræðum í höfuðborginni í dag. 28. nóvember 2017 12:09 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Nýja Delí á Indlandi er mengaðasta stórborg í heimi eftir að kínversk yfirvöld gripu til aðgerða til að draga úr loftmengun samkvæmt greiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Níu af hverjum tíu jarðarbúum anda að sér menguðu lofti og um sjö milljónir manna deyja árlega af völdum mengunar í lofti.Greining WHO nær til borgar með fleiri en fjórtán milljónir íbúa frá árinu 2010 til 2016. Höfuðborgarsvæði Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, er næstmengaðasta borgin með tilliti til stærra svifryks (PM10), og Dakka, höfuðborg Bangladess, í því þriðja. Önnur indversk stórborg, Múmbaí, er í fjórða sætinu. Indverskar borgir eru einnig í sérflokki hvað varðar fínna svifryk (PM2,5). Fjórtán af fimmtán menguðustu borgunum í þeim flokki eru á Indlandi, samkvæmt frétt Washington Post. Flest dauðsföllin af völdum loftmengunar eru í Asíu og Afríku. Þar af látast 3,8 milljónir manna vegna lélegra loftgæða innandyra af völdum lélegrar eldunaraðstöðu. Það er sagt sérstaklega mikið vandamál á Indlandi. Mengunin leiðir til ýmissa sjúkdóma eins og hjartaáfalla, hjartasjúkdóma, lungnakrabbameins og öndunarfærasjúkdóma og sýkinga.Aðgerðirnar hafa bitnað á snauðu fólki Kínverska borgin Beijing er nú í fimmta sæti en hefur lengi verið talin ein mengaðasta borgin á jörðinni. Yfirvöld í Kína hafa gripið til aðgerða eins og að loka eða breyta verksmiðjum og draga úr kolanotkun til að létta á mengunarskýjunum sem hafa legið yfir mörgum borgum þar. Hreinsun loftsins þar er þó hafa kostað sitt. Þannig hafi fátæku fólki verið bannað að nota kol til að ylja sér að vetri eða það misst vinnuna. WHO hvetur indversk stjórnvöld engu að síður til þess að feta í fótspor Kínverja þar sem stjórnvöld hafi tekið mengunina föstum tökum.
Bangladess Indland Umhverfismál Tengdar fréttir Lítið gengur að ráða við loftmengun á Indlandi Mengunin er svo mikil yfir Nýju-Delí að krikketleikmenn hafa ælt á miðjum vellinum. 6. desember 2017 14:32 Loftmengunin í Delí á við að reykja fimmtíu sígarettur á dag „Þeir ná ekki andanum,“ segir læknir á sjúkrahúsi í Delí um lungnasjúklingana sem nú fylla gjörgæsludeildir. 8. nóvember 2017 12:17 Köstuðu látlaust upp meðan á leiknum stóð Gríðarleg loftmengun varð þess valdandi að leikmenn krikketliða Indlands og Sri Lanka þurftu ítrekað að stöðva leikinn til þess að kasta upp. 3. desember 2017 22:01 Vara skólastjórnendur í borginni við loftmengun Áfram er gert ráð fyrir lélegum loftgæðum nærri umferðaræðum í höfuðborginni í dag. 28. nóvember 2017 12:09 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Lítið gengur að ráða við loftmengun á Indlandi Mengunin er svo mikil yfir Nýju-Delí að krikketleikmenn hafa ælt á miðjum vellinum. 6. desember 2017 14:32
Loftmengunin í Delí á við að reykja fimmtíu sígarettur á dag „Þeir ná ekki andanum,“ segir læknir á sjúkrahúsi í Delí um lungnasjúklingana sem nú fylla gjörgæsludeildir. 8. nóvember 2017 12:17
Köstuðu látlaust upp meðan á leiknum stóð Gríðarleg loftmengun varð þess valdandi að leikmenn krikketliða Indlands og Sri Lanka þurftu ítrekað að stöðva leikinn til þess að kasta upp. 3. desember 2017 22:01
Vara skólastjórnendur í borginni við loftmengun Áfram er gert ráð fyrir lélegum loftgæðum nærri umferðaræðum í höfuðborginni í dag. 28. nóvember 2017 12:09