Skrefið áfram í umhverfismálum Kristinn Logi Auðunsson skrifar 3. maí 2018 06:15 Sem Íslendingur í námi, tengdu umhverfi, auðlyndum og nýtingu þeirra, í Bandaríkjunum, er fátt skemmtilegra en að vera spurður af samnemendum mínum út í umhverfismál hér á landi. Klassísk spurning er til dæmis hvað hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa sé á Íslandi, viðbrögðin, þegar ég svara að það sé u.þ.b. 99.9%, keyra svo duglega upp í mér föðurlandshrokann. En þó að við séum nógu framarlega í umhverfismálum til að ég geti montað mig af því af og til, er helling sem gera mætti mun betur. Það stærsta sem ég trúi að þurfi að gerast í umhverfismálum hér á landi, er grundavallar hugarfarsbreyting. Eftir að hafa búið í vesturríkjum Bandaríkjana í tvo vetur, hef ég tekið eftir því að hugarfar flestra í umhverfismálum, hérlendis, þótt ótrúlegt megi virðast, er töluvert öflugra heldur en stórs hluta Íslendinga. Þetta gæti haft mikið með það að gera, hve lítið hinn venjulegi Íslendingur finni fyrir áhrifum loftlagsbreytinga og annara afleiðinga neyslusamfélagsins, og erfitt sé að fá fólk til að breyta hegðunn sinni vegna einhvers sem er utan reynslu þeirra. Þökk heppilegrar legu landsins og náttúruskilyrða, þurfa Íslendingar lítið að hafa áhyggjur af þurrkum, skógareldum, og uppskerubrest, sem hrjáir stóra hluta heimsins. En þeir kunningjar mínir hér sem hafa, til dæmis, alist upp við þurrka Kaliforníu, eða skógarelda Colorado eru mun meðvitaðari um umhverfismál. Því má segja að það sé ákveðið lúxusvandamál fólgið í heppni íslendinga. Á dögunum hlýddi ég á stefnuræðu fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs, á landsfundi Miðflokksins. Þar talaði hann fyrir breyttri hugsun í umhverfismálun, lausnamiðaðri en ekki kerfismiðaðri. Hann tók sem dæmi að nýta þyrfti taupoka 173 sinnum til þess að umhverfisvænna væri að nýta hann heldur enn plastpoka. Því væri lausnin ekki fólgin í að banna notkun plastpoka, heldur fara hinn gullna milliveg. Ég tel þó að lausnin sé ekki að finna leiðir til þess að hægt sé að halda áfram núverandi hugarfari, skammtímahugsunar og neysluhyggju, sem byggð er á neyslu einnota og lífsskammra vara. Þvert á móti þurfum við að gangast undir alsherjar hugarfarsbreytingu. Ekki þarf að líta langt aftur í tímann til að sjá að Íslendingar hafa almennt nýtt flesta hluti til hins ýtrasta, og hugsað um hvað við eyðum fjármagni í út frá nytsemi. Til að mynda notaði langamma mín sama burðarpokann til innkaupa á meðan ég man eftir mér. Þótt við lifum við allt aðrar efnahagsaðstæður í dag, en þegar hún var að alast upp, og eigum efnahagslega séð efni á að hugsa öðruvís, þá eigum við lífeðlislega ekki efni á þeirri neyslu sem við stundum. Ef allar þjóðir myndu ganga á auðlyndir og farmleiðslu jarðarinna jafnt og við Íslendingar, myndi jörðin þrufa að vera 6.5 sinnum afkastameiri. Við þurfum að nýta tæki og tól lengur, hætta þeim vana að nýta einnota hluti og almennt hugsa betur um það hvað við þurfum og þurfum ekki. Það er ekki aðeins umhverfisvænna, heldur einnig hagkvæmara. Það getur oft verið erfitt að sjá fyrir sér afleiðingar aðgerða sinna á Íslandi, þar sem við finnum vart fyrir þeim. En samt sem áður ættum við að hafa fulla ástæðu til að hafa áhyggjur. Til að mynda er magn örplasts í höfum heimsin, mest í Norður-Atlantshafi. Þó svo að Íslendingar séu lítil þjóð og hafi kannski ekki mikil bein áhrif á loftlagsbreytingar og önnur umhverfisvandamál, erum við fyrirmynd fyrir margar aðrar þjóðir. Við eigum að vera leiðandi í þessum efnum, og því tel ég að næsta skref sé að tileinka okkur nýtt hugarfar, byggt á minni sóun og betri nýtingu. Samfélag framtíðarinnar er sjálfbært og sóunarlaust, og Ísland hefur alla burði til að leiða þróun heimsins í þá átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Sem Íslendingur í námi, tengdu umhverfi, auðlyndum og nýtingu þeirra, í Bandaríkjunum, er fátt skemmtilegra en að vera spurður af samnemendum mínum út í umhverfismál hér á landi. Klassísk spurning er til dæmis hvað hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa sé á Íslandi, viðbrögðin, þegar ég svara að það sé u.þ.b. 99.9%, keyra svo duglega upp í mér föðurlandshrokann. En þó að við séum nógu framarlega í umhverfismálum til að ég geti montað mig af því af og til, er helling sem gera mætti mun betur. Það stærsta sem ég trúi að þurfi að gerast í umhverfismálum hér á landi, er grundavallar hugarfarsbreyting. Eftir að hafa búið í vesturríkjum Bandaríkjana í tvo vetur, hef ég tekið eftir því að hugarfar flestra í umhverfismálum, hérlendis, þótt ótrúlegt megi virðast, er töluvert öflugra heldur en stórs hluta Íslendinga. Þetta gæti haft mikið með það að gera, hve lítið hinn venjulegi Íslendingur finni fyrir áhrifum loftlagsbreytinga og annara afleiðinga neyslusamfélagsins, og erfitt sé að fá fólk til að breyta hegðunn sinni vegna einhvers sem er utan reynslu þeirra. Þökk heppilegrar legu landsins og náttúruskilyrða, þurfa Íslendingar lítið að hafa áhyggjur af þurrkum, skógareldum, og uppskerubrest, sem hrjáir stóra hluta heimsins. En þeir kunningjar mínir hér sem hafa, til dæmis, alist upp við þurrka Kaliforníu, eða skógarelda Colorado eru mun meðvitaðari um umhverfismál. Því má segja að það sé ákveðið lúxusvandamál fólgið í heppni íslendinga. Á dögunum hlýddi ég á stefnuræðu fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs, á landsfundi Miðflokksins. Þar talaði hann fyrir breyttri hugsun í umhverfismálun, lausnamiðaðri en ekki kerfismiðaðri. Hann tók sem dæmi að nýta þyrfti taupoka 173 sinnum til þess að umhverfisvænna væri að nýta hann heldur enn plastpoka. Því væri lausnin ekki fólgin í að banna notkun plastpoka, heldur fara hinn gullna milliveg. Ég tel þó að lausnin sé ekki að finna leiðir til þess að hægt sé að halda áfram núverandi hugarfari, skammtímahugsunar og neysluhyggju, sem byggð er á neyslu einnota og lífsskammra vara. Þvert á móti þurfum við að gangast undir alsherjar hugarfarsbreytingu. Ekki þarf að líta langt aftur í tímann til að sjá að Íslendingar hafa almennt nýtt flesta hluti til hins ýtrasta, og hugsað um hvað við eyðum fjármagni í út frá nytsemi. Til að mynda notaði langamma mín sama burðarpokann til innkaupa á meðan ég man eftir mér. Þótt við lifum við allt aðrar efnahagsaðstæður í dag, en þegar hún var að alast upp, og eigum efnahagslega séð efni á að hugsa öðruvís, þá eigum við lífeðlislega ekki efni á þeirri neyslu sem við stundum. Ef allar þjóðir myndu ganga á auðlyndir og farmleiðslu jarðarinna jafnt og við Íslendingar, myndi jörðin þrufa að vera 6.5 sinnum afkastameiri. Við þurfum að nýta tæki og tól lengur, hætta þeim vana að nýta einnota hluti og almennt hugsa betur um það hvað við þurfum og þurfum ekki. Það er ekki aðeins umhverfisvænna, heldur einnig hagkvæmara. Það getur oft verið erfitt að sjá fyrir sér afleiðingar aðgerða sinna á Íslandi, þar sem við finnum vart fyrir þeim. En samt sem áður ættum við að hafa fulla ástæðu til að hafa áhyggjur. Til að mynda er magn örplasts í höfum heimsin, mest í Norður-Atlantshafi. Þó svo að Íslendingar séu lítil þjóð og hafi kannski ekki mikil bein áhrif á loftlagsbreytingar og önnur umhverfisvandamál, erum við fyrirmynd fyrir margar aðrar þjóðir. Við eigum að vera leiðandi í þessum efnum, og því tel ég að næsta skref sé að tileinka okkur nýtt hugarfar, byggt á minni sóun og betri nýtingu. Samfélag framtíðarinnar er sjálfbært og sóunarlaust, og Ísland hefur alla burði til að leiða þróun heimsins í þá átt.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun