Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. maí 2018 06:00 Aðeins rúmum mánuði eftir að stjórn Hörpu hækkaði laun forstjórans um 20 prósent var þjónustufulltrúum tilkynnt um launalækkun í hagræðingaraðgerðum. Einum þeirra blöskraði svo mikið að hann sagði upp. Vísir/eyþór Þjónustufulltrúa í Hörpu ofbauð svo frétt af launahækkun forstjóra Hörpu í fyrra sem Fréttablaðið greindi frá í gær að hann fór rakleiðis og sagði upp. Ástæðan er að hann og samstarfsfólk hans neyddist til að taka á sig verulega launalækkun hjá Hörpu um áramótin. „Ég veit ekki til þess að aðrir en þjónustufulltrúarnir hafi verið lækkaðir í launum, sem notabene eru lægst launuðu starfsmenn hússins,“ segir Örvar Blær Guðmundsson, námsmaður og fyrrverandi þjónustufulltrúi í Hörpu, sem sagði upp í gær. Hann segir starfsmenn verulega ósátta við að hafa verið stillt upp við vegg til að taka á sig launalækkun aðeins rúmum mánuði eftir að laun forstjórans voru hækkuð um rúm 20 prósent síðastliðið sumar.Sjá einnig: Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkunÖrvar segir að tilkynnt hafi verið um aðgerðirnar í lok september, en þær fólu í sér að tímakaup fyrir kvöld- og helgarvinnu átti að lækka um 12,7 prósent, en dagvinnutaxti um 21,4 prósent. Auk skerðingar á fjölda greiddra tíma fyrir útköll til vinnu. Lagður hafi verið fram nýr ráðningarsamningur fyrir starfsmenn til undirskriftar. Örvar segir að tilboðið hafi vægast sagt lagst illa í fólk á þeim tíma og því hafi verið leitað til lögfræðinga stéttarfélagsins VR. Svanhildur Konráðsdóttir er forstjóri Hörpu.Vísir/valli„Við sögðum að þessi launalækkun væri ekki í lagi og reyndum að fara í eins hart og við gátum. Leituðum til VR og þá kom í ljós að það var eitthvað í samningnum sem ekki stóðst skoðun. Við lögðum fram móttilboð og Harpa kom eitthvað eilítið til móts við okkur en annars var þetta bara „take it or leave it“,“ segir Örvar. Nýr samningur tók gildi í ársbyrjun 2018 en þar varð lendingin að yfirvinnukaup starfsmanns með árs starfsreynslu eða meira lækkaði um tæp 9 prósent og dagvinnutaxti um 17 prósent. Örvar segir nokkra þjónustufulltrúa hafa sagt upp þá. „Þetta er auðvitað þægileg vinna með skóla og flestir tóku nýja samningnum. Ekki með glöðu geði, en eftir að þessi frétt birtist, þá breytti það öllu. Ég er búinn að tala við krakkana sem eru að vinna með mér og það er mikil reiði meðal þeirra,“ segir Örvar. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir að þjónustufulltrúum hafi áður verið greitt 40 prósenta álag umfram dagvinnutaxta kjarasamninga og 26 prósent á yfirvinnu, auk 4 tíma lágmarks óháð framlagi. Samningum þjónustufulltrúa hafi verið sagt upp með 4 mánaða fyrirvara síðastliðið haust. Í nýjum samningi sé nú greitt 15 prósent umfram kjarasamninga jafnt á dagvinnu og eftirvinnu og aðeins greitt 4 tíma lágmark um helgar en 3 í dagvinnu. Hún staðfestir að aðrir starfsmenn hafi ekki sætt viðlíka launalækkunum, hvorki hún né aðrir stjórnendur. „En ég ítreka að þessi vinna er enn í fullum gangi og er engan veginn lokið.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun Stjórnin veitti nýráðnum forstjóra Hörpu launahækkun upp á rúm 20 pró- sent síðasta sumar. Stjórnin var nýkomin með ákvörðunarvald yfir launum forstjórans sem áður heyrði undir kjararáð. Ráðið hafði ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir í mánaðarlaun nokkrum mánuðum fyrr, í febrúar 2017. 2. maí 2018 07:00 Harpa tapað 3.400 milljónum Eigendurnir, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, hafa sett 8,2 milljarða króna í framlög frá því Harpa hóf starfsemi 2011. Hörpu blæðir peningum, segir borgarfulltrúi sem gagnrýnt hefur óskhyggju við rekstur hússins. 28. apríl 2018 10:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Þjónustufulltrúa í Hörpu ofbauð svo frétt af launahækkun forstjóra Hörpu í fyrra sem Fréttablaðið greindi frá í gær að hann fór rakleiðis og sagði upp. Ástæðan er að hann og samstarfsfólk hans neyddist til að taka á sig verulega launalækkun hjá Hörpu um áramótin. „Ég veit ekki til þess að aðrir en þjónustufulltrúarnir hafi verið lækkaðir í launum, sem notabene eru lægst launuðu starfsmenn hússins,“ segir Örvar Blær Guðmundsson, námsmaður og fyrrverandi þjónustufulltrúi í Hörpu, sem sagði upp í gær. Hann segir starfsmenn verulega ósátta við að hafa verið stillt upp við vegg til að taka á sig launalækkun aðeins rúmum mánuði eftir að laun forstjórans voru hækkuð um rúm 20 prósent síðastliðið sumar.Sjá einnig: Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkunÖrvar segir að tilkynnt hafi verið um aðgerðirnar í lok september, en þær fólu í sér að tímakaup fyrir kvöld- og helgarvinnu átti að lækka um 12,7 prósent, en dagvinnutaxti um 21,4 prósent. Auk skerðingar á fjölda greiddra tíma fyrir útköll til vinnu. Lagður hafi verið fram nýr ráðningarsamningur fyrir starfsmenn til undirskriftar. Örvar segir að tilboðið hafi vægast sagt lagst illa í fólk á þeim tíma og því hafi verið leitað til lögfræðinga stéttarfélagsins VR. Svanhildur Konráðsdóttir er forstjóri Hörpu.Vísir/valli„Við sögðum að þessi launalækkun væri ekki í lagi og reyndum að fara í eins hart og við gátum. Leituðum til VR og þá kom í ljós að það var eitthvað í samningnum sem ekki stóðst skoðun. Við lögðum fram móttilboð og Harpa kom eitthvað eilítið til móts við okkur en annars var þetta bara „take it or leave it“,“ segir Örvar. Nýr samningur tók gildi í ársbyrjun 2018 en þar varð lendingin að yfirvinnukaup starfsmanns með árs starfsreynslu eða meira lækkaði um tæp 9 prósent og dagvinnutaxti um 17 prósent. Örvar segir nokkra þjónustufulltrúa hafa sagt upp þá. „Þetta er auðvitað þægileg vinna með skóla og flestir tóku nýja samningnum. Ekki með glöðu geði, en eftir að þessi frétt birtist, þá breytti það öllu. Ég er búinn að tala við krakkana sem eru að vinna með mér og það er mikil reiði meðal þeirra,“ segir Örvar. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir að þjónustufulltrúum hafi áður verið greitt 40 prósenta álag umfram dagvinnutaxta kjarasamninga og 26 prósent á yfirvinnu, auk 4 tíma lágmarks óháð framlagi. Samningum þjónustufulltrúa hafi verið sagt upp með 4 mánaða fyrirvara síðastliðið haust. Í nýjum samningi sé nú greitt 15 prósent umfram kjarasamninga jafnt á dagvinnu og eftirvinnu og aðeins greitt 4 tíma lágmark um helgar en 3 í dagvinnu. Hún staðfestir að aðrir starfsmenn hafi ekki sætt viðlíka launalækkunum, hvorki hún né aðrir stjórnendur. „En ég ítreka að þessi vinna er enn í fullum gangi og er engan veginn lokið.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun Stjórnin veitti nýráðnum forstjóra Hörpu launahækkun upp á rúm 20 pró- sent síðasta sumar. Stjórnin var nýkomin með ákvörðunarvald yfir launum forstjórans sem áður heyrði undir kjararáð. Ráðið hafði ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir í mánaðarlaun nokkrum mánuðum fyrr, í febrúar 2017. 2. maí 2018 07:00 Harpa tapað 3.400 milljónum Eigendurnir, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, hafa sett 8,2 milljarða króna í framlög frá því Harpa hóf starfsemi 2011. Hörpu blæðir peningum, segir borgarfulltrúi sem gagnrýnt hefur óskhyggju við rekstur hússins. 28. apríl 2018 10:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun Stjórnin veitti nýráðnum forstjóra Hörpu launahækkun upp á rúm 20 pró- sent síðasta sumar. Stjórnin var nýkomin með ákvörðunarvald yfir launum forstjórans sem áður heyrði undir kjararáð. Ráðið hafði ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir í mánaðarlaun nokkrum mánuðum fyrr, í febrúar 2017. 2. maí 2018 07:00
Harpa tapað 3.400 milljónum Eigendurnir, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, hafa sett 8,2 milljarða króna í framlög frá því Harpa hóf starfsemi 2011. Hörpu blæðir peningum, segir borgarfulltrúi sem gagnrýnt hefur óskhyggju við rekstur hússins. 28. apríl 2018 10:00