Enn enginn grunaður vegna taugaeitursárásar Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 1. maí 2018 16:20 Breskir hermenn framkvæma hreinsun í nálægð við staðinn þar sem Skripal-feðginin fundust meðvitundarlaus. Vísir ( Getty Enn liggur enginn undir grun vegna taugaeitursárásar sem gerð var í Salisbury í Bretlandi þann 4. mars síðastliðinn. Sir Mark Sedwill, þjóðaröryggisráðgjafi Bretlands, upplýsti um þetta í dag þegar að hann kom fyrir varnarmálanefnd þingsins. Árásin beindist gegn Sergei Skripal, sem njósnaði fyrir bresk stjórnvöld í Rússlandi á tíunda áratug síðustu aldar og fram að því að hann var handtekinn árið 2004. Skripal komst svo til Bretlands árið 2010, þegar Bretland og Rússland skiptust á njósnurum, og hefur verið þar síðan. Eitrað var fyrir Skripal með því að smyrja eitri á hurðarhún heimilis hans og hefur hann síðan þá legið inni á sjúkrahúsi. Júlía Skripal, dóttir hans, varð einnig fyrir eitrun en hún hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Ekki er þekkt hver langtímaáhrif eitrunarinnar muni vera. Sedwill upplýsti á sama tíma að gripið hafi verið til aðgerða til að auka öryggi breskra ríkisborgara sem eru í svipaðri stöðu og Skripal, en Skripal er ekki fyrsti maðurinn á flótta undan rússneskum stjórnvöldum sem eitrað er fyrir. Alexander Litvinenko lést í Bretlandi árið 2006 eftir að eitrað hafði verið fyrir honum með geislavirku efni. Litvinenko var fyrrverandi starfsmaður rússnesku leyniþjónustunnar og hafði sex árum fyrr flúið til Bretlands undan rússneskum stjórnvöldum. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Breska leyniþjónustan afléttir leynd af gögnum til að svara mótbárum rússneskra stjórnvalda um taugaeitursárásina í Salisbury. 13. apríl 2018 15:05 Harðneita yfirlýsingum Rússa um að annað taugaeitur hafi fundist í Salisbury Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði um helgina að starfsmenn rannsóknarstöðvar í Sviss, sem notuð var af OPCW, hefðu fundið taugaeitrið BWZ í sýnum frá Salisbury, þar sem eitrað var fyrir feðginunum. 18. apríl 2018 16:30 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Enn liggur enginn undir grun vegna taugaeitursárásar sem gerð var í Salisbury í Bretlandi þann 4. mars síðastliðinn. Sir Mark Sedwill, þjóðaröryggisráðgjafi Bretlands, upplýsti um þetta í dag þegar að hann kom fyrir varnarmálanefnd þingsins. Árásin beindist gegn Sergei Skripal, sem njósnaði fyrir bresk stjórnvöld í Rússlandi á tíunda áratug síðustu aldar og fram að því að hann var handtekinn árið 2004. Skripal komst svo til Bretlands árið 2010, þegar Bretland og Rússland skiptust á njósnurum, og hefur verið þar síðan. Eitrað var fyrir Skripal með því að smyrja eitri á hurðarhún heimilis hans og hefur hann síðan þá legið inni á sjúkrahúsi. Júlía Skripal, dóttir hans, varð einnig fyrir eitrun en hún hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Ekki er þekkt hver langtímaáhrif eitrunarinnar muni vera. Sedwill upplýsti á sama tíma að gripið hafi verið til aðgerða til að auka öryggi breskra ríkisborgara sem eru í svipaðri stöðu og Skripal, en Skripal er ekki fyrsti maðurinn á flótta undan rússneskum stjórnvöldum sem eitrað er fyrir. Alexander Litvinenko lést í Bretlandi árið 2006 eftir að eitrað hafði verið fyrir honum með geislavirku efni. Litvinenko var fyrrverandi starfsmaður rússnesku leyniþjónustunnar og hafði sex árum fyrr flúið til Bretlands undan rússneskum stjórnvöldum.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Breska leyniþjónustan afléttir leynd af gögnum til að svara mótbárum rússneskra stjórnvalda um taugaeitursárásina í Salisbury. 13. apríl 2018 15:05 Harðneita yfirlýsingum Rússa um að annað taugaeitur hafi fundist í Salisbury Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði um helgina að starfsmenn rannsóknarstöðvar í Sviss, sem notuð var af OPCW, hefðu fundið taugaeitrið BWZ í sýnum frá Salisbury, þar sem eitrað var fyrir feðginunum. 18. apríl 2018 16:30 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Breska leyniþjónustan afléttir leynd af gögnum til að svara mótbárum rússneskra stjórnvalda um taugaeitursárásina í Salisbury. 13. apríl 2018 15:05
Harðneita yfirlýsingum Rússa um að annað taugaeitur hafi fundist í Salisbury Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði um helgina að starfsmenn rannsóknarstöðvar í Sviss, sem notuð var af OPCW, hefðu fundið taugaeitrið BWZ í sýnum frá Salisbury, þar sem eitrað var fyrir feðginunum. 18. apríl 2018 16:30
Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00