Sport

Bein útsending: Björgvin Karl þarf að bæta sig í Berlín

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir.
Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Crossfit Games
Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði sér lítið fyrir og vann báða viðburði gærdagsins í East Regionals. Katrín bætti tíma Ragnheiðar Söru sem hafði unnið viðburðinn Lindu fyrr um daginn. Katrín er í mjög góðri stöðu fyrir annan keppnisdag af þremur.

Björgvin Karl átti í talsverðum erfiðleikum á fyrsta keppnisdegi í Berlín og ljóst að hann verður að bæta upp fyrir töpuð stig í dag.

Hægt verður að fylgjast með Íslendingunum keppa í spilaranum hér að neðan. 


Tengdar fréttir

Íslendingar etja kappi um helgina í Berlín

Þeir fimm einstaklingar sem eru stigahæstir eftir sex viðburði sem að keppt er í frá föstudegi fram á sunnudag komast áfram á heimsleikana sem fara fram í ágúst í Bandaríkjunum. Keppt er á nokkrum mismunandi stöðum og keppnin þar sem flestir Íslendingar taka þátt er í Berlín.

Ragnheiður Sara stendur vel eftir fyrsta daginn í Berlín

Keppni hófst í dag á Europe Regionals. Þar geta keppendur tryggt sér keppnisrétt á heimsleikunum sem fara fram í Bandaríkjunum í ágúst. Katrín Tanja keppir á East Regionals sem hefst einnig í dag en hún keppir í Albany í New York fylki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×