Rúnar Kristinsson: Ágætt fyrir deildina að við stoppuðum Breiðablik Árni Jóhannsson á Alvogenvellinum skrifar 18. maí 2018 22:15 Rúnar Kristinsson. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var sammála blaðamanni þegar hann var spurður að því hvort jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða, en KR og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í kvöld. „Við viljum alltaf vinna á heimavelli en líklega var þetta sanngjörn niðurstaða. Þetta var opinn og skemmtilegur leikur milli tveggja góðra liða og við vorum að spila við það lið sem líklega er best á þessu augnabliki og vorum nokkuð góðir fannst mér. Við sýndum fólkinu okkar allavega að við viljum hafa fyrir hlutunum og leggja okkur fram, fáum eitt stig út úr þessu og verðum við að sætta okkur við það“. Aðspurður að hvað KR hefði getað gert betur sagði Rúnar: „Við hefðum getað verið smá heppnir, við stjórnuðum leiknum aðeins betur en þeir og vorum meira með boltann en Blikarnir eru bara stórhættulegir og sérstaklega í skyndisóknum og fengu þeir margar slíkar í fyrri hálfleik þegar við vorum orðnir of margir á sóknarhelmingnum. Þeir fengu þá hættulegri skot fyrir vikið þannig að þetta var fram og til baka í allan dag en þetta hefði mátt detta betur fyrir okkur í dag, við áttum fullt af góðum færum. Heilt yfir held ég að þetta hafi verið skemmtilegur leikur og sanngjörn niðurstaða“. Rúnar var að lokum spurður að því hvort fólk í Vesturbænum þyrfti að hafa einhverjar áhyggjur af stigasöfnum KR eftir fjórar umferðir en fimm punktar eru komnir í pokann góða. „Alls ekki, okkur var spáð fimmta sæti og erum við ekkert langt frá því en við viljum meira. Við viljum koma okkur hærra í töflunni en eins og deildin er að spilast þá eru allir að taka stig af öllum og kannski ágætt fyrir deildina að við stöðvuðum Breiðablik svo þeir færu ekki að stinga af. Það er stutt í næstu lið og það er nóg eftir og okkur á eftir að vaxa ásmegin og við höfum trú á því sem við erum að gera og sýndum við það í dag.“ Íslenski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var sammála blaðamanni þegar hann var spurður að því hvort jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða, en KR og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í kvöld. „Við viljum alltaf vinna á heimavelli en líklega var þetta sanngjörn niðurstaða. Þetta var opinn og skemmtilegur leikur milli tveggja góðra liða og við vorum að spila við það lið sem líklega er best á þessu augnabliki og vorum nokkuð góðir fannst mér. Við sýndum fólkinu okkar allavega að við viljum hafa fyrir hlutunum og leggja okkur fram, fáum eitt stig út úr þessu og verðum við að sætta okkur við það“. Aðspurður að hvað KR hefði getað gert betur sagði Rúnar: „Við hefðum getað verið smá heppnir, við stjórnuðum leiknum aðeins betur en þeir og vorum meira með boltann en Blikarnir eru bara stórhættulegir og sérstaklega í skyndisóknum og fengu þeir margar slíkar í fyrri hálfleik þegar við vorum orðnir of margir á sóknarhelmingnum. Þeir fengu þá hættulegri skot fyrir vikið þannig að þetta var fram og til baka í allan dag en þetta hefði mátt detta betur fyrir okkur í dag, við áttum fullt af góðum færum. Heilt yfir held ég að þetta hafi verið skemmtilegur leikur og sanngjörn niðurstaða“. Rúnar var að lokum spurður að því hvort fólk í Vesturbænum þyrfti að hafa einhverjar áhyggjur af stigasöfnum KR eftir fjórar umferðir en fimm punktar eru komnir í pokann góða. „Alls ekki, okkur var spáð fimmta sæti og erum við ekkert langt frá því en við viljum meira. Við viljum koma okkur hærra í töflunni en eins og deildin er að spilast þá eru allir að taka stig af öllum og kannski ágætt fyrir deildina að við stöðvuðum Breiðablik svo þeir færu ekki að stinga af. Það er stutt í næstu lið og það er nóg eftir og okkur á eftir að vaxa ásmegin og við höfum trú á því sem við erum að gera og sýndum við það í dag.“
Íslenski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira