Hún er í augnablikinu úti í Brighton, og spilar á The Great Escape tónlistarhátíðinni þar í bæ í kvöld.

Í sumar er hún svo að gefa út nýja plötu sem heitir Our Atlantis, auk þess að vera að spila á slatta af tónleikum erlendis.
Lagalistinn er ansi langur í þetta skiptið en góð ástæða til. Listanum lýsir Steinunn sem ferðalagi. Hann sé „byggður upp þannig að maður byrjar kvöldið á að hressa sig við, fer svo út í eitthvað fjör, og endar svo upp í sveit eða á hafi úti í sundhring fljótandi við sólarupprás.“
Listinn fer um víðan völl, en töffararokk, jungle og furðuraftónlist eru áberandi.