Tíu daga spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi leiðindum í veðri Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2018 10:58 Tíðin hefur verið íbúum á suðvesturhorni landsins erfið. Vísir/Vilhelm Leiðinda tíðin sem hefur reynt verulega á þolrif Íslendinga í maí mánuði er hvergi nærri á undanhaldi. Spálíkön Veðurstofu Íslands ná tíu daga fram í tímann en gangi þau eftir verður hér suðvestan átt og leiðindi fram yfir næstu helgi. Þetta gerist í maí mánuði sem er venjulega þurrasti og bjartasti tíminn á meðalári. Frá heimskautasvæðinu norður af Ameríku streymir kalt loft yfir hlýrra loft yfir Atlantshafinu. Það veldur því að lægðirnar myndast suðvestur af landinu sem valda þessari sunnan og vestlægum áttum sem hafa streymt yfir landið undanfarnar vikur. „Það er eiginlega bara sagan um þessar mundir og við sjáum ekki mikið fram á endann á þessu,“ segir Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Gangi spárnar eftir verður hitafar svipað og hefur verið undanfarið og má þess vegna búast við éljagangi langt fram eftir maí. Theodór segir að venjulega séu norðlægar áttir ríkjandi á vorin en þær hafi ekki látið sjá sig að ráði. Veðrið hefur því verið nokkuð leiðinlegt á suðvesturhorni landsins en landshlutar sem eru í skjóli frá suðvestan áttinni hafa notið mun betra veðurs í maí, þar á meðal Norður- og Austurland. Á morgun má búast við suðaustanátt, 15 til 23 metrum á sekúndu, hvassast sunnanlands en snýst í sunnan 10 til 15 metra á sekúndu seinni partinn. Víða rigning, talsverð á sunnanverðu landinu. Hiti 5 til 10 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag (hvítasunnudagur):Sunnan- og suðvestanátt, víða 13-18 m/s. Rigning eða skúrir, en snjókoma til fjalla. Þurrt norðaustanlands. Hiti 3 til 11 stig, mildast á norðausturhorninu.Á mánudag (annar í hvítasunnu):Suðvestan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á þriðjudag:Suðaustan 8-15 m/s og rigning á köflum sunnan- og vestanlands, en hægari vindur og víða bjart veður norðanlands. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast fyrir norðan.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir stífa suðaustan- og sunnanátt og vætusamt veður, en úrkomulítið norðanlands og fremur hlýtt þar. Veður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Leiðinda tíðin sem hefur reynt verulega á þolrif Íslendinga í maí mánuði er hvergi nærri á undanhaldi. Spálíkön Veðurstofu Íslands ná tíu daga fram í tímann en gangi þau eftir verður hér suðvestan átt og leiðindi fram yfir næstu helgi. Þetta gerist í maí mánuði sem er venjulega þurrasti og bjartasti tíminn á meðalári. Frá heimskautasvæðinu norður af Ameríku streymir kalt loft yfir hlýrra loft yfir Atlantshafinu. Það veldur því að lægðirnar myndast suðvestur af landinu sem valda þessari sunnan og vestlægum áttum sem hafa streymt yfir landið undanfarnar vikur. „Það er eiginlega bara sagan um þessar mundir og við sjáum ekki mikið fram á endann á þessu,“ segir Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Gangi spárnar eftir verður hitafar svipað og hefur verið undanfarið og má þess vegna búast við éljagangi langt fram eftir maí. Theodór segir að venjulega séu norðlægar áttir ríkjandi á vorin en þær hafi ekki látið sjá sig að ráði. Veðrið hefur því verið nokkuð leiðinlegt á suðvesturhorni landsins en landshlutar sem eru í skjóli frá suðvestan áttinni hafa notið mun betra veðurs í maí, þar á meðal Norður- og Austurland. Á morgun má búast við suðaustanátt, 15 til 23 metrum á sekúndu, hvassast sunnanlands en snýst í sunnan 10 til 15 metra á sekúndu seinni partinn. Víða rigning, talsverð á sunnanverðu landinu. Hiti 5 til 10 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag (hvítasunnudagur):Sunnan- og suðvestanátt, víða 13-18 m/s. Rigning eða skúrir, en snjókoma til fjalla. Þurrt norðaustanlands. Hiti 3 til 11 stig, mildast á norðausturhorninu.Á mánudag (annar í hvítasunnu):Suðvestan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á þriðjudag:Suðaustan 8-15 m/s og rigning á köflum sunnan- og vestanlands, en hægari vindur og víða bjart veður norðanlands. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast fyrir norðan.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir stífa suðaustan- og sunnanátt og vætusamt veður, en úrkomulítið norðanlands og fremur hlýtt þar.
Veður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira