Sport

Íslendingar etja kappi um helgina í Berlín

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir.
Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Crossfit Games
Regionals mótin í Crossfit hefjast nú á föstudag og eru Íslendingar áberandi þar eins og síðustu ár. Þeir fimm einstaklingar sem eru stigahæstir eftir sex viðburði sem að keppt er í frá föstudegi fram á sunnudag komast áfram á heimsleikana sem fara fram í ágúst í Bandaríkjunum. Keppt er á nokkrum mismunandi stöðum og keppnin þar sem flestir Íslendingar taka þátt er í Berlín.

Þær konur sem taka þátt þar eru Annie Mist Þórisdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Björk Óðinsdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Það er ljóst að stelpurnar eiga ærið verkefni fyrir höndum og etja kappi við virkilega færar stelpur eins og hina norsku Kristin Holte og Emmu McQuaid frá Bretlandi.

Í karladeildinni eru það Björgvin Karl Guðmundsson, Sigurður Þrastarson og Árni Björn Kristjánsson. Fredrik Aegidius, kærasti Anniear, keppir einnig á þessu móti. Þetta verður enginn göngutúr í garðinum fyrir strákana heldur. Svíinn Lukas Högberg mun veita þeim harða samkeppni sem og Adrian Mundwiler frá Sviss.

Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir einnig um helgina í Albany í New York fylki í Bandaríkjunum. Hún etur kappi við Dani Horan, Kari Pearce og Carol-Ann Reason-Thibault. Sú síðastnefnda komst ekki á leikana í fyrra og leitast við að komast aftur þangað núna.

Það verður því ljóst á sunnudaginn hvaða Íslendingar tryggja sér miða á heimsleikana í Madison í Wisconsin héraði sem fara fram í ágúst. Hægt verður að fylgjast með keppninni um helgina á heimasíðu CrossFit sem og á Facebook síðu þeirra. Vísir verður með samantekt á hverjum degi að lokinni keppni.


Tengdar fréttir

Annie Mist öflugasta dóttirin í nótt

Annie Mist Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í nótt þegar fimmta æfingaröðin svokallaða, sem er undanfari heimsleikanna í CrossFit, var kynnt í beinni útsendingu frá höfuðstöðvum CrossFit Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×