Óttast að Ebóla kunni að breiðast út Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. maí 2018 06:32 Talið er að um 23 hafa látið lífið af völdum Ebólu í Kongó á síðustu dögum. Vísir/getty Sérfræðingar óttast að Ebólufaraldurinn kunni að vera að taka sig upp á ný í Afríkuríkinu Austur-Kongó. Á síðustu dögum hefur verið tilkynnt um 43 smittilfelli í landinu og hefur Ebólan dregið um helming hinna smituðu til dauða. Tilfelli hafa til þessa verið bundin við dreifaðri byggðir Austur-Kongó en heilbrigðisráðherra landsins staðfesti í samtali við þarlenda fjölmiðla að læknar höfðu greint nokkur smit í borginni Mbandaka fyrr í þessum mánuði. Það þykir mikið áhyggjuefni, borgin sé ekki aðeins mjög þéttbýl heldur er hún fjölfarin áningarstaður á leiðinni til höfuðborgarinnar Kinshasa. Því er óttast að ef ekki tekst að einangra tilfellin geti þau dreifst mjög hratt um Austur-Kongó, jafnvel alla Vestur-Afríku. Talsmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir í samtali við breska ríkisútvarpið að 430 einstaklingar séu til rannsóknar vegna gruns um að hafa komist í návígi við smitbera. Stofnunin hafi sent rúmlega 4000 skammta af tilraunalyfi til Austur-Kongó á síðustu dögum og von sé á fleiri skömmtum á næstunni. Lyfið er sagt hafa gefið góða raun í síðasta Ebólu-faraldri, sem reið yfir Vestur-Afríku frá upphafi árs 2014 til 2016. Talið er að Ebólan hafi dregið um 11.300 manns til dauða á tímabilinu. Hins vegar sé hægara sagt en gert að koma lyfinu til þeirra sem þurfa á því að halda. Sem fyrr segir eru flest tilfellin í dreifaðri byggðum þar sem rafmagn er af skornum skammti. Lyfið sé mjög viðkvæmt og þurfi að vera geymt í þartilgerðum kælum, sem sé erfitt að stinga í samband þegar ekkert er rafmagnið. Ebóla Tengdar fréttir Ebóla skýtur upp kollinum í Kongó Minnst sautján hafa látið lífið vegna veirunnar skæðu. 10. maí 2018 11:54 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Sérfræðingar óttast að Ebólufaraldurinn kunni að vera að taka sig upp á ný í Afríkuríkinu Austur-Kongó. Á síðustu dögum hefur verið tilkynnt um 43 smittilfelli í landinu og hefur Ebólan dregið um helming hinna smituðu til dauða. Tilfelli hafa til þessa verið bundin við dreifaðri byggðir Austur-Kongó en heilbrigðisráðherra landsins staðfesti í samtali við þarlenda fjölmiðla að læknar höfðu greint nokkur smit í borginni Mbandaka fyrr í þessum mánuði. Það þykir mikið áhyggjuefni, borgin sé ekki aðeins mjög þéttbýl heldur er hún fjölfarin áningarstaður á leiðinni til höfuðborgarinnar Kinshasa. Því er óttast að ef ekki tekst að einangra tilfellin geti þau dreifst mjög hratt um Austur-Kongó, jafnvel alla Vestur-Afríku. Talsmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir í samtali við breska ríkisútvarpið að 430 einstaklingar séu til rannsóknar vegna gruns um að hafa komist í návígi við smitbera. Stofnunin hafi sent rúmlega 4000 skammta af tilraunalyfi til Austur-Kongó á síðustu dögum og von sé á fleiri skömmtum á næstunni. Lyfið er sagt hafa gefið góða raun í síðasta Ebólu-faraldri, sem reið yfir Vestur-Afríku frá upphafi árs 2014 til 2016. Talið er að Ebólan hafi dregið um 11.300 manns til dauða á tímabilinu. Hins vegar sé hægara sagt en gert að koma lyfinu til þeirra sem þurfa á því að halda. Sem fyrr segir eru flest tilfellin í dreifaðri byggðum þar sem rafmagn er af skornum skammti. Lyfið sé mjög viðkvæmt og þurfi að vera geymt í þartilgerðum kælum, sem sé erfitt að stinga í samband þegar ekkert er rafmagnið.
Ebóla Tengdar fréttir Ebóla skýtur upp kollinum í Kongó Minnst sautján hafa látið lífið vegna veirunnar skæðu. 10. maí 2018 11:54 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Ebóla skýtur upp kollinum í Kongó Minnst sautján hafa látið lífið vegna veirunnar skæðu. 10. maí 2018 11:54