Líkur á að klórgasi hafi verið beitt Andri Eysteinsson skrifar 16. maí 2018 11:30 Alþjóðaefnavopnastofnunin greindi frá niðurstöðum rannsókna sinna í dag Vísir/AFP Klórgasi var líklega beitt í árásum á sýrlensku borgina Saraqib í nágrenni Aleppo í febrúar. Alþjóðaefnavopnastofnunin (OPCW) greindi í morgun frá niðurstöðum rannsókna á hylkjum sem fundust eftir árásina þann 4. febrúar síðastliðinn. Rannsókn OPCW leiddi í ljós að miklar líkur séu á því að klórgas hafi verið í hylkjunum. Einnig þykja frásagnir vitna og rannsókn á umhverfi benda til þess að um klórgas hafi verið að ræða. Fjöldi fólks þurfti að leita sér læknishjálpar vegna öndunarerfiðleika en ekki hefur komið fram hver stóð á bak við árásina. Áður hefur OPCW ásamt Sameinuðu þjóðunum greint frá notkun sýrlenska stjórnarhersins á taugaeitrinu Saríni og frá notkun uppreisnarmanna á sinnepsgasi. Ríkisstjórn Bashar Al-Assad forseta hefur áður þvertekið fyrir notkun hersins á efnavopnum og sakar þess í stað uppreisnarmenn um að setja árásirnar á svið. Stofnunin rannsakar einnig hvort efnavopnum hafi verið beitt í árásinni á Douma í nágrenni Damaskus þann 7. apríl. Sú árás leiddi til loftárása Bandaríkjamanna, Frakka og Breta á mögulegar vopnageymslur Sýrlendinga 14. apríl. Aðalritari OPCW, Ahmet Uzumcu, fordæmdi efnavopnaárásirnar í yfirlýsingu þar sem hann sagði árásirnar brjóta á ótvíræðu banni á efnavopnum sem sett var með Efnavopnasamningnum árið 1997, en hann undirritaði Sýrland árið 2013. Sýrland Tengdar fréttir Ísraelsher gerði loftárás á Sýrland Að minnsta kosti níu eru fallnir eftir að Ísraelsher gerði í kvöld flugskeytaárás rétt utan við höfuðborgina Damascus. 8. maí 2018 23:25 Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00 Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Klórgasi var líklega beitt í árásum á sýrlensku borgina Saraqib í nágrenni Aleppo í febrúar. Alþjóðaefnavopnastofnunin (OPCW) greindi í morgun frá niðurstöðum rannsókna á hylkjum sem fundust eftir árásina þann 4. febrúar síðastliðinn. Rannsókn OPCW leiddi í ljós að miklar líkur séu á því að klórgas hafi verið í hylkjunum. Einnig þykja frásagnir vitna og rannsókn á umhverfi benda til þess að um klórgas hafi verið að ræða. Fjöldi fólks þurfti að leita sér læknishjálpar vegna öndunarerfiðleika en ekki hefur komið fram hver stóð á bak við árásina. Áður hefur OPCW ásamt Sameinuðu þjóðunum greint frá notkun sýrlenska stjórnarhersins á taugaeitrinu Saríni og frá notkun uppreisnarmanna á sinnepsgasi. Ríkisstjórn Bashar Al-Assad forseta hefur áður þvertekið fyrir notkun hersins á efnavopnum og sakar þess í stað uppreisnarmenn um að setja árásirnar á svið. Stofnunin rannsakar einnig hvort efnavopnum hafi verið beitt í árásinni á Douma í nágrenni Damaskus þann 7. apríl. Sú árás leiddi til loftárása Bandaríkjamanna, Frakka og Breta á mögulegar vopnageymslur Sýrlendinga 14. apríl. Aðalritari OPCW, Ahmet Uzumcu, fordæmdi efnavopnaárásirnar í yfirlýsingu þar sem hann sagði árásirnar brjóta á ótvíræðu banni á efnavopnum sem sett var með Efnavopnasamningnum árið 1997, en hann undirritaði Sýrland árið 2013.
Sýrland Tengdar fréttir Ísraelsher gerði loftárás á Sýrland Að minnsta kosti níu eru fallnir eftir að Ísraelsher gerði í kvöld flugskeytaárás rétt utan við höfuðborgina Damascus. 8. maí 2018 23:25 Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00 Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Ísraelsher gerði loftárás á Sýrland Að minnsta kosti níu eru fallnir eftir að Ísraelsher gerði í kvöld flugskeytaárás rétt utan við höfuðborgina Damascus. 8. maí 2018 23:25
Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00
Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47