Vonarstjarnan laus úr haldi Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. maí 2018 06:40 Anwar Ibrahim á sér langa og dramatíska sögu í malasískum stjórnmálum Vísir/epa Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. Ibrahim var lengi talin ein skærasta vonarstjarna malasískra stjórnmála en var dæmdur fyrir spillingu og samkynhneigð árið 2000. Síðan þá hefur Anwar stokkið á milli þess að vera í stjórnmálum og í steininum. Nýkjörinn forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, lét það vera sitt fyrsta embættisverk að fara fram á náðun yfir Anwar - sem var svo veitt í dag. Forsætisráðherrann, sem er 92 ára gamall, hefur heitið því að víkja úr embætti innan tveggja ára svo að fyrrum fjandmaður hans Anwar geti tekið við keflinu. Samband Mahatir og Anwar er flókið, langt og stórmerkilegt - eins og lesa má úr útlistun breska ríkisútvarpsins. Á tíunda áratugnum voru þeir bandamenn í malasískum stjórnmálum þegar Mahatir gegndi stöðu forsætisráðherra og Anwar varaforsætisráðherra.Mahathir Mohamad stóð við stóru orðin.Vísir/GettyUndir lok áratugarins slettist hins vegar upp á vinskapinn og Anwar var rekinn - skömmu áður en fyrrum lærimeistari hans stakk honum í steininn. Hann losnaði úr fangelsi árið 2004 og leiddi stjórnarandstöðuna til stórra kosningasigra árið 2008 og 2013. Ári síðar var hann hins vegar handtekinn aftur og fluttur í fangelsi. Það var svo fyrr á þessu ári sem Mahatir tilkynnti, nokkuð óvænt, að hann myndi ganga í raðir stjórnandstöðunnur og sækjast eftir forsætisráðherraembættinu. Hann hafði hreinlega fengið nóg af öllum spillingarásökununum sem flokksbróðir hans, Najib Razak, hafði setið undir síðust misseri. Eitt af skilyrðunum fyrir því að Mahatir fengi að bjóða sig fram var sú að hann myndi óska eftir fyrrnefndri náðun. Mahatir gekkst við því, stóð við orð sín eftir kosningasigurinn og mun síðan láta af embætti fyrir árið 2020. Malasía Tengdar fréttir Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56 Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. 11. maí 2018 10:05 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. Ibrahim var lengi talin ein skærasta vonarstjarna malasískra stjórnmála en var dæmdur fyrir spillingu og samkynhneigð árið 2000. Síðan þá hefur Anwar stokkið á milli þess að vera í stjórnmálum og í steininum. Nýkjörinn forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, lét það vera sitt fyrsta embættisverk að fara fram á náðun yfir Anwar - sem var svo veitt í dag. Forsætisráðherrann, sem er 92 ára gamall, hefur heitið því að víkja úr embætti innan tveggja ára svo að fyrrum fjandmaður hans Anwar geti tekið við keflinu. Samband Mahatir og Anwar er flókið, langt og stórmerkilegt - eins og lesa má úr útlistun breska ríkisútvarpsins. Á tíunda áratugnum voru þeir bandamenn í malasískum stjórnmálum þegar Mahatir gegndi stöðu forsætisráðherra og Anwar varaforsætisráðherra.Mahathir Mohamad stóð við stóru orðin.Vísir/GettyUndir lok áratugarins slettist hins vegar upp á vinskapinn og Anwar var rekinn - skömmu áður en fyrrum lærimeistari hans stakk honum í steininn. Hann losnaði úr fangelsi árið 2004 og leiddi stjórnarandstöðuna til stórra kosningasigra árið 2008 og 2013. Ári síðar var hann hins vegar handtekinn aftur og fluttur í fangelsi. Það var svo fyrr á þessu ári sem Mahatir tilkynnti, nokkuð óvænt, að hann myndi ganga í raðir stjórnandstöðunnur og sækjast eftir forsætisráðherraembættinu. Hann hafði hreinlega fengið nóg af öllum spillingarásökununum sem flokksbróðir hans, Najib Razak, hafði setið undir síðust misseri. Eitt af skilyrðunum fyrir því að Mahatir fengi að bjóða sig fram var sú að hann myndi óska eftir fyrrnefndri náðun. Mahatir gekkst við því, stóð við orð sín eftir kosningasigurinn og mun síðan láta af embætti fyrir árið 2020.
Malasía Tengdar fréttir Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56 Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. 11. maí 2018 10:05 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56
Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. 11. maí 2018 10:05