Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2018 10:33 Framboð Orban forsætisráðherra réðst að Soros í kosningabaráttunni Vísir/AFP Sjóður ungverska athafnamannsins George Soros ætlar að loka skrifstofum sínum í Búdapest og sakar stjórnvöld í Ungverjalandi um að skapa kúgandi pólitísk og lagalegt umhverfi. Ríkisstjórn landsins tilkynnti í gær að hún hygðist herða lög um félagasamtök og er þeim beint leynt og ljóst gegn Soros. Höfuðstöðvar Sjóðs um opið samfélag (OSF) verða fluttar til Berlínar. Frumvarpið sem ríkisstjórn hægriþjóðernissinnans Viktors Orban tilkynnti um í gær nefnist „Stöðvum Soros“-frumvarpið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Orban vann yfirburðasigur í þingkosningum í síðasta mánuði. Hann hefur ítrekað sakað Soros og sjóð hans um að ýta undir komur flóttamanna og grafa undan þjóðmenningu Ungverjalands. Undir stjórn Orban hefur Ungverjaland neitað að taka við flóttamönnum eins og önnur ESB-ríki. „Ríkisstjórn Ungverjalands hefur svert og farið með rangfærslur um störf okkar og bælt niður borgaralegt samfélag í pólitískum tilgangi með aðferðum sem eru fordæmalausar í sögu Evrópusambandsins,“ segir Patrick Gaspard, forseti OSF í yfirlýsingu vegna flutningsins. ODF hefur unnið að mannréttindamálum en einnig styrkt verkefni á sviði lista, fjölmiðlafrelsis, gagnsæis, menntunar og heilbrigðismála. Ýmsir hópar öfgahægrimanna og þjóðernissinna á vesturlöndum hafa einnig gert Soros að grýlu sem þeir telja að standi að baki frjálslyndum hópum. Ungverjaland Tengdar fréttir Hætta útgáfu vegna skerts fjölmiðlafrelsis Áttatíu ára sögu ungverska dagblaðsins Magyar Nemzet lauk í gær. 12. apríl 2018 06:00 Þúsundir Ungverja mótmæltu Orban-stjórninni Mótmælendurnir kröfðust endurtalningar atkvæða í þingkosningunum, nýrra kosningalaga og frjálsra fjölmiðla. 15. apríl 2018 07:51 Stefnir í að Orbán herði tökin í Ungverjalandi Kosið er til þings í Ungverjalandi í dag. Allt stefnir í að Victor Orbán muni halda völdum. 8. apríl 2018 11:00 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Sjóður ungverska athafnamannsins George Soros ætlar að loka skrifstofum sínum í Búdapest og sakar stjórnvöld í Ungverjalandi um að skapa kúgandi pólitísk og lagalegt umhverfi. Ríkisstjórn landsins tilkynnti í gær að hún hygðist herða lög um félagasamtök og er þeim beint leynt og ljóst gegn Soros. Höfuðstöðvar Sjóðs um opið samfélag (OSF) verða fluttar til Berlínar. Frumvarpið sem ríkisstjórn hægriþjóðernissinnans Viktors Orban tilkynnti um í gær nefnist „Stöðvum Soros“-frumvarpið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Orban vann yfirburðasigur í þingkosningum í síðasta mánuði. Hann hefur ítrekað sakað Soros og sjóð hans um að ýta undir komur flóttamanna og grafa undan þjóðmenningu Ungverjalands. Undir stjórn Orban hefur Ungverjaland neitað að taka við flóttamönnum eins og önnur ESB-ríki. „Ríkisstjórn Ungverjalands hefur svert og farið með rangfærslur um störf okkar og bælt niður borgaralegt samfélag í pólitískum tilgangi með aðferðum sem eru fordæmalausar í sögu Evrópusambandsins,“ segir Patrick Gaspard, forseti OSF í yfirlýsingu vegna flutningsins. ODF hefur unnið að mannréttindamálum en einnig styrkt verkefni á sviði lista, fjölmiðlafrelsis, gagnsæis, menntunar og heilbrigðismála. Ýmsir hópar öfgahægrimanna og þjóðernissinna á vesturlöndum hafa einnig gert Soros að grýlu sem þeir telja að standi að baki frjálslyndum hópum.
Ungverjaland Tengdar fréttir Hætta útgáfu vegna skerts fjölmiðlafrelsis Áttatíu ára sögu ungverska dagblaðsins Magyar Nemzet lauk í gær. 12. apríl 2018 06:00 Þúsundir Ungverja mótmæltu Orban-stjórninni Mótmælendurnir kröfðust endurtalningar atkvæða í þingkosningunum, nýrra kosningalaga og frjálsra fjölmiðla. 15. apríl 2018 07:51 Stefnir í að Orbán herði tökin í Ungverjalandi Kosið er til þings í Ungverjalandi í dag. Allt stefnir í að Victor Orbán muni halda völdum. 8. apríl 2018 11:00 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Hætta útgáfu vegna skerts fjölmiðlafrelsis Áttatíu ára sögu ungverska dagblaðsins Magyar Nemzet lauk í gær. 12. apríl 2018 06:00
Þúsundir Ungverja mótmæltu Orban-stjórninni Mótmælendurnir kröfðust endurtalningar atkvæða í þingkosningunum, nýrra kosningalaga og frjálsra fjölmiðla. 15. apríl 2018 07:51
Stefnir í að Orbán herði tökin í Ungverjalandi Kosið er til þings í Ungverjalandi í dag. Allt stefnir í að Victor Orbán muni halda völdum. 8. apríl 2018 11:00