Segir val kaupenda hvort þeir greiði umsýslugjald fyrir aukaþjónustu Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. maí 2018 20:00 Forstjóri Neytendastofu segir fasteignakaupendur ótvírætt eiga rétt á að fara sjálfir með skjöl til þinglýsingar í stað þess að greiða fasteignasölum sérstakt umsýslugjald. Hann segir fasteignasala þurfa að upplýsa kaupendur um þennan rétt sinn og skýra nánar hvað sé innifalið í gjaldinu. Í samtali við kvöldfréttir í ágúst benti lögfræðingur Neytendasamtakanna á að kaupendum væri í sjálfvald sett hvort þeir greiddu umsýslugjöld, í samræmi við ákvörðun Neytendastofu frá 2006 og ummæli í lagafrumvarpi.Frétt Stöðvar 2: Kaupendum óskylt að greiða fasteignasölum þóknunÞrátt fyrir þetta er gjaldið enn víða sett fram sem skyldugreiðsla. Í samtali við kvöldfréttir í gær sagði Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, ágalla á ákvörðun Neytendastofu, og sagði ekki ganga upp að kaupendur færu sjálfir með skjöl í þinglýsingu. „Ef þetta skilar sér ekki þá er bara voðinn vís og getur valdið fólki miklu tjóni,“ sagði Grétar. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir hins vegar engan ágalla á ákvörðun stofnunarinnar. „Þessi ákvörðun og allar forsendur hennar standast alveg í dag eins og þær gerðu þá,“ segir Tryggvi.Óljóst hvað felst í umsýslugjaldinu Hann bendir á að kaupandinn hafi ríkasta hagsmuni af því að skjöl komist til þinglýsingar til að tryggja eignarétt sinn. Því ætti frekar að hafa áhyggjur af mistökum hinum megin borðsins „Segjum til dæmis ef seljandi tekur að sér að koma því og kemur því ekki til þinglýsingar, eða fasteignasali tekur það að sér og kemur því ekki til þinglýsingar. Það eru dæmi um slík slys í fortíðinni.“ Óljóst er hvað í umsýslugjaldinu felst, annað en afhending gagna í þinglýsingu. Að jafnaði skiptir það hins vegar tugum þúsunda króna. Seljendur greiða jafnan söluþóknun upp á tvö til þrjú prósent af söluverði og í lögum segir að fasteignasala beri að annast alla skjalagerð við sölu. Tryggvi segir því að fasteignasalar þurfi að útskýra vel fyrir hvað kaupendur séu að greiða, sem ekki sé þegar innifalið í söluþóknun. „Það ætti að vera skýrara, ef framkvæmdin er ekki betri en raun ber vitni. Því að okkar mati stendur í lögunum að þetta skuli sundurliðað og tilgreint,“ segir Tryggvi.Eftirlitsnefnd fylgist með störfum fasteignasala Dæmi eru um að kaupendur séu látnir samþykkja greiðslu umsýslugjalds samhliða undirritun kauptilboðs, þvert á ákvæði laganna. Sérstakri eftirlitsnefnd fasteignasala er ætlað að fylgjast með störfum þeirra – en í henni situr m.a. fulltrúi fasteignasala. Tryggvi bendir á að eflaust væri skynsamlegt að algjörlega óháður þriðji aðili sinnti slíku eftirlitshlutverki. „Það hefur svona oft verið bent á það svosem í kringum neytendavernd að það er aldrei æskilegt að hagsmunafélögin hafi sjálf eftirlit eftir sínum fagaðilum,“ segir Tryggvi. Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir að gera þurfi sérstakan samning um gjöld til fasteignasala Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir mikilvægt að skýrir samningar séu gerðir um öll gjöld og þóknanir í fasteignaviðskiptum. Enn eru dæmi um að kaupendur séu látnir samþykkja greiðslu sérstaks umsýslugjalds við undirritun kauptilboðs. 13. maí 2018 20:00 Kaupendum óskylt að greiða fasteignasölum þóknun Óheimilt er að skylda fasteignakaupendur til að greiða sérstaka kaupendaþóknun sem finna má á gjaldskrá flestra fasteignasala landsins að mati lögfræðings hjá Neytendasamtökunum. Gjaldið nemur gjarnan tugum þúsunda króna. 22. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Forstjóri Neytendastofu segir fasteignakaupendur ótvírætt eiga rétt á að fara sjálfir með skjöl til þinglýsingar í stað þess að greiða fasteignasölum sérstakt umsýslugjald. Hann segir fasteignasala þurfa að upplýsa kaupendur um þennan rétt sinn og skýra nánar hvað sé innifalið í gjaldinu. Í samtali við kvöldfréttir í ágúst benti lögfræðingur Neytendasamtakanna á að kaupendum væri í sjálfvald sett hvort þeir greiddu umsýslugjöld, í samræmi við ákvörðun Neytendastofu frá 2006 og ummæli í lagafrumvarpi.Frétt Stöðvar 2: Kaupendum óskylt að greiða fasteignasölum þóknunÞrátt fyrir þetta er gjaldið enn víða sett fram sem skyldugreiðsla. Í samtali við kvöldfréttir í gær sagði Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, ágalla á ákvörðun Neytendastofu, og sagði ekki ganga upp að kaupendur færu sjálfir með skjöl í þinglýsingu. „Ef þetta skilar sér ekki þá er bara voðinn vís og getur valdið fólki miklu tjóni,“ sagði Grétar. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir hins vegar engan ágalla á ákvörðun stofnunarinnar. „Þessi ákvörðun og allar forsendur hennar standast alveg í dag eins og þær gerðu þá,“ segir Tryggvi.Óljóst hvað felst í umsýslugjaldinu Hann bendir á að kaupandinn hafi ríkasta hagsmuni af því að skjöl komist til þinglýsingar til að tryggja eignarétt sinn. Því ætti frekar að hafa áhyggjur af mistökum hinum megin borðsins „Segjum til dæmis ef seljandi tekur að sér að koma því og kemur því ekki til þinglýsingar, eða fasteignasali tekur það að sér og kemur því ekki til þinglýsingar. Það eru dæmi um slík slys í fortíðinni.“ Óljóst er hvað í umsýslugjaldinu felst, annað en afhending gagna í þinglýsingu. Að jafnaði skiptir það hins vegar tugum þúsunda króna. Seljendur greiða jafnan söluþóknun upp á tvö til þrjú prósent af söluverði og í lögum segir að fasteignasala beri að annast alla skjalagerð við sölu. Tryggvi segir því að fasteignasalar þurfi að útskýra vel fyrir hvað kaupendur séu að greiða, sem ekki sé þegar innifalið í söluþóknun. „Það ætti að vera skýrara, ef framkvæmdin er ekki betri en raun ber vitni. Því að okkar mati stendur í lögunum að þetta skuli sundurliðað og tilgreint,“ segir Tryggvi.Eftirlitsnefnd fylgist með störfum fasteignasala Dæmi eru um að kaupendur séu látnir samþykkja greiðslu umsýslugjalds samhliða undirritun kauptilboðs, þvert á ákvæði laganna. Sérstakri eftirlitsnefnd fasteignasala er ætlað að fylgjast með störfum þeirra – en í henni situr m.a. fulltrúi fasteignasala. Tryggvi bendir á að eflaust væri skynsamlegt að algjörlega óháður þriðji aðili sinnti slíku eftirlitshlutverki. „Það hefur svona oft verið bent á það svosem í kringum neytendavernd að það er aldrei æskilegt að hagsmunafélögin hafi sjálf eftirlit eftir sínum fagaðilum,“ segir Tryggvi.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir að gera þurfi sérstakan samning um gjöld til fasteignasala Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir mikilvægt að skýrir samningar séu gerðir um öll gjöld og þóknanir í fasteignaviðskiptum. Enn eru dæmi um að kaupendur séu látnir samþykkja greiðslu sérstaks umsýslugjalds við undirritun kauptilboðs. 13. maí 2018 20:00 Kaupendum óskylt að greiða fasteignasölum þóknun Óheimilt er að skylda fasteignakaupendur til að greiða sérstaka kaupendaþóknun sem finna má á gjaldskrá flestra fasteignasala landsins að mati lögfræðings hjá Neytendasamtökunum. Gjaldið nemur gjarnan tugum þúsunda króna. 22. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Segir að gera þurfi sérstakan samning um gjöld til fasteignasala Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir mikilvægt að skýrir samningar séu gerðir um öll gjöld og þóknanir í fasteignaviðskiptum. Enn eru dæmi um að kaupendur séu látnir samþykkja greiðslu sérstaks umsýslugjalds við undirritun kauptilboðs. 13. maí 2018 20:00
Kaupendum óskylt að greiða fasteignasölum þóknun Óheimilt er að skylda fasteignakaupendur til að greiða sérstaka kaupendaþóknun sem finna má á gjaldskrá flestra fasteignasala landsins að mati lögfræðings hjá Neytendasamtökunum. Gjaldið nemur gjarnan tugum þúsunda króna. 22. ágúst 2017 20:00