Kvennahreyfingin mætir ekki á frambjóðendafund Kennarafélags vegna Ragnars Þórs Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. maí 2018 18:18 Ragnar Þór Pétursson er nýr formaður Kennarasambands Íslands. vísir/vilhelm Kvennahreyfingin ætlar ekki að taka þátt í fundi Kennarafélags Reykjavíkur í kvöld með frambjóðendum til borgarstjórnar. Ástæðan er að fundurinn á að hefjast á opnunarerindi nýs formanns Kennarasambandsins, Ragnars Þórs Péturssonar. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að Ragnar Þór hafi ekki verið tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo byltingarinnar. „Á landsþingi KÍ var skorað á Ragnar Þór að taka ekki við formennsku sambandsins nema að undangegninni nýrri kosningu, enda höfðu alvarlegar ásakanir um blygðunarbrot litið dagsins ljós eftir að kosning í embættið fór fram. Tillögunni var vísað frá af naumum meirihluta þingfulltrúa og Ragnar Þór varð ekki við áskoruninni.“Sjá einnig: Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Í yfirlýsingunni kemur fram að þetta hafi ekki verið auðveld ákvörðun fyrir kvennahreyfinguna. „Kvennahreyfingin er femínískt afl. Hún vill uppræta ofbeldi, hlusta á raddir þolenda og taka þær alvarlega á sama tíma og hún vill standa með kennurum sem eru vanmetin lykilstétt í samfélaginu.“ Eftir ítarlega yfirferð á málinu ákváðu þær að þiggja ekki boð um þátttöku. „Við getum ekki látið sem ekkert sé eftir allt sem á undan er gengið. Við getum ekki tekið þátt í áframhaldandi hunsun og þöggun þolenda með því að hlýða á opnunarerindi manns sem ekki var tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo. Okkur þykir það miður, því þannig verðum við af dýrmætu samtali við stétt sem okkur þykir vænt um og metum mikils.“Listi flokksins var kynntur á Bríetartorgi fyrr í þessum mánuði.Vísir/EgillYfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan: Í kvöld mun Kennarafélag Reykjavíkur standa fyrir fundi með frambjóðendum til borgarstjórnar. Fundurinn mun hefjast á opnunarerindi nýs formanns Kennarasambandsins, Ragnars Þórs Péturssonar.Á landsþingi KÍ var skorað á Ragnar Þór að taka ekki við formennsku sambandsins nema að undangenginni nýrri kosningu, enda höfðu alvarlegar ásakanir um blygðunarbrot litið dagsins ljós eftir að kosning í embættið fór fram. Tillögunni var vísað frá af naumum meirihluta þingfulltrúa og Ragnar Þór varð ekki við áskoruninni. Ákvörðun um að þiggja boð Kennarafélagsins eða ekki reyndist okkur því mjög erfið.Kvennahreyfingin er femínískt afl. Hún vill uppræta ofbeldi, hlusta á raddir þolenda og taka þær alvarlega á sama tíma og hún vill standa með kennurum sem eru vanmetin lykilstétt í samfélaginu. Kvennahreyfingin telur skólakerfið gegna mikilvægu hlutverki í jafnréttismálum og telur brýnt að ræða þær leiðir sem færar eru til að tryggja að börnin okkar geti þroskast og elfst án skaðlegra áhrifa staðalmynda kynjanna og hvernig skólakerfið getur tekið þátt í að byggja öruggara umhverfi fyrir okkur öll.Sú klemma sem við upplifum með fundarboðinu er gott dæmi um dagleg viðfangsefni fólksins í borginni okkar. Öll þekkjum við gerendur og þolendur, meinta eða ekki. Við þurfum stöðugt að velta fyrir okkur áhrifum þess sem við gerum og segjum og hvernig við getum staðið með þolendum, jafnvel þó það kosti fórnir, erfiðar rökræður, útskýringar og jafnvel úthrópanir.Eftir ítarlega yfirferð á málinu höfum við þó ákveðið að þiggja ekki boð um þátttöku í fundinum. Við getum ekki látið sem ekkert sé eftir allt sem á undan er gengið. Við getum ekki tekið þátt í áframhaldandi hunsun og þöggun þolenda með því að hlýða á opnunarerindi manns sem ekki var tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo. Okkur þykir það miður, því þannig verðum við af dýrmætu samtali við stétt sem okkur þykir vænt um og metum mikils. MeToo Tengdar fréttir Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00 Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38 Ragnar tók við formennskunni eftir átakafund sambandsins Hitafundur varhjá Kennarasambandi Íslands í gær þar sem nýr formaður tók við. 14. apríl 2018 07:45 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Kvennahreyfingin ætlar ekki að taka þátt í fundi Kennarafélags Reykjavíkur í kvöld með frambjóðendum til borgarstjórnar. Ástæðan er að fundurinn á að hefjast á opnunarerindi nýs formanns Kennarasambandsins, Ragnars Þórs Péturssonar. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að Ragnar Þór hafi ekki verið tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo byltingarinnar. „Á landsþingi KÍ var skorað á Ragnar Þór að taka ekki við formennsku sambandsins nema að undangegninni nýrri kosningu, enda höfðu alvarlegar ásakanir um blygðunarbrot litið dagsins ljós eftir að kosning í embættið fór fram. Tillögunni var vísað frá af naumum meirihluta þingfulltrúa og Ragnar Þór varð ekki við áskoruninni.“Sjá einnig: Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Í yfirlýsingunni kemur fram að þetta hafi ekki verið auðveld ákvörðun fyrir kvennahreyfinguna. „Kvennahreyfingin er femínískt afl. Hún vill uppræta ofbeldi, hlusta á raddir þolenda og taka þær alvarlega á sama tíma og hún vill standa með kennurum sem eru vanmetin lykilstétt í samfélaginu.“ Eftir ítarlega yfirferð á málinu ákváðu þær að þiggja ekki boð um þátttöku. „Við getum ekki látið sem ekkert sé eftir allt sem á undan er gengið. Við getum ekki tekið þátt í áframhaldandi hunsun og þöggun þolenda með því að hlýða á opnunarerindi manns sem ekki var tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo. Okkur þykir það miður, því þannig verðum við af dýrmætu samtali við stétt sem okkur þykir vænt um og metum mikils.“Listi flokksins var kynntur á Bríetartorgi fyrr í þessum mánuði.Vísir/EgillYfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan: Í kvöld mun Kennarafélag Reykjavíkur standa fyrir fundi með frambjóðendum til borgarstjórnar. Fundurinn mun hefjast á opnunarerindi nýs formanns Kennarasambandsins, Ragnars Þórs Péturssonar.Á landsþingi KÍ var skorað á Ragnar Þór að taka ekki við formennsku sambandsins nema að undangenginni nýrri kosningu, enda höfðu alvarlegar ásakanir um blygðunarbrot litið dagsins ljós eftir að kosning í embættið fór fram. Tillögunni var vísað frá af naumum meirihluta þingfulltrúa og Ragnar Þór varð ekki við áskoruninni. Ákvörðun um að þiggja boð Kennarafélagsins eða ekki reyndist okkur því mjög erfið.Kvennahreyfingin er femínískt afl. Hún vill uppræta ofbeldi, hlusta á raddir þolenda og taka þær alvarlega á sama tíma og hún vill standa með kennurum sem eru vanmetin lykilstétt í samfélaginu. Kvennahreyfingin telur skólakerfið gegna mikilvægu hlutverki í jafnréttismálum og telur brýnt að ræða þær leiðir sem færar eru til að tryggja að börnin okkar geti þroskast og elfst án skaðlegra áhrifa staðalmynda kynjanna og hvernig skólakerfið getur tekið þátt í að byggja öruggara umhverfi fyrir okkur öll.Sú klemma sem við upplifum með fundarboðinu er gott dæmi um dagleg viðfangsefni fólksins í borginni okkar. Öll þekkjum við gerendur og þolendur, meinta eða ekki. Við þurfum stöðugt að velta fyrir okkur áhrifum þess sem við gerum og segjum og hvernig við getum staðið með þolendum, jafnvel þó það kosti fórnir, erfiðar rökræður, útskýringar og jafnvel úthrópanir.Eftir ítarlega yfirferð á málinu höfum við þó ákveðið að þiggja ekki boð um þátttöku í fundinum. Við getum ekki látið sem ekkert sé eftir allt sem á undan er gengið. Við getum ekki tekið þátt í áframhaldandi hunsun og þöggun þolenda með því að hlýða á opnunarerindi manns sem ekki var tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo. Okkur þykir það miður, því þannig verðum við af dýrmætu samtali við stétt sem okkur þykir vænt um og metum mikils.
MeToo Tengdar fréttir Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00 Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38 Ragnar tók við formennskunni eftir átakafund sambandsins Hitafundur varhjá Kennarasambandi Íslands í gær þar sem nýr formaður tók við. 14. apríl 2018 07:45 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00
Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38
Ragnar tók við formennskunni eftir átakafund sambandsins Hitafundur varhjá Kennarasambandi Íslands í gær þar sem nýr formaður tók við. 14. apríl 2018 07:45