Kyrrsettur við Skógafoss með 41 farþega án rekstrarleyfis til aksturs Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. maí 2018 17:17 Lögreglan kyrrsetti hópfreðabíl við Skógafoss án réttinda. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Eyþór Lögreglan á Suðurlandi hafði í nógu að snúast í liðinni viku en helstu verkefni tengdust akstri ökumanna. Í liðinni viku voru þrír ökumenn kærðir fyrir að aka undir áhrifum áfengis í umdæminu. Tveir þeirra voru við akstur á Selfossi, annar þeirra er jafnframt grunaður um að hafa jafnframt verið undir áhrifum fíkniefna og svarað jákvætt við prófun á kókaíni samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þriðji aðilinn var stöðvaður af lögreglu á Þjórsárdalsvegi með því að lögreglubifreið var ekið á bifreið hans, eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi. Hópferðabifreið fyrir 41 farþega var kyrrsett við Skógarfoss miðvikudaginn 9. maí þegar í ljós kom að viðkomandi hafði ekki rekstrarleyfi til aksturs. Maður á þrítugsaldri var handtekinn á Selfossi sama dag vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hann framvísaði 11 neysluskömmtum af efninu og sagði það til eigin nota. Fór frjáls ferða sinna að skýrslutöku lokinni. 24 ökumenn voru svo kærðir fyrir að aka of hratt. Einn þeirra reyndist réttindalaus eftir að hafa verið sviptur ökurétti við afgreiðslu annars umferðarlagabrots. Sá var að aka um þjóðveg 1 við Steina undir Eyjafjöllum á 101 km/klst hraða þar sem leyfður hraði er 70 km/klst. 11 þessara ökumanna voru á 120 km/klst hraða eða meira og sá sem hraðast ók var mældur á 145 km/klst hraða. Lögreglumenn höfðu i gær afskipti af flutningi gröfu á kerru aftan í jeppa en kerra sú ásamt gröfunni vigtaði 520 kílóum meira en það sem bifreiðin mátti draga. Þá var grafan einnig óbundin á vagninn. Viðkomandi var bönnuð frekari för þar til komið væri með ökutæki sem mætti draga þessa þyngd. Skráningarnúmer voru tekin af sex bifreiðum sem reyndust ótryggðar í umferðinni. Sekt við akstri ótryggðar ökutækja í umferðinni er nú 50 þúsund krónur. Lögreglumál Tengdar fréttir Berserkurinn í Biskupstungum í framboði Maðurinn sem gekk berserksgang á gröfu við heimili sitt í Biskupstungum í gær heitir Ingvar Örn Karlsson og er hann annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 14:45 Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hafði í nógu að snúast í liðinni viku en helstu verkefni tengdust akstri ökumanna. Í liðinni viku voru þrír ökumenn kærðir fyrir að aka undir áhrifum áfengis í umdæminu. Tveir þeirra voru við akstur á Selfossi, annar þeirra er jafnframt grunaður um að hafa jafnframt verið undir áhrifum fíkniefna og svarað jákvætt við prófun á kókaíni samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þriðji aðilinn var stöðvaður af lögreglu á Þjórsárdalsvegi með því að lögreglubifreið var ekið á bifreið hans, eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi. Hópferðabifreið fyrir 41 farþega var kyrrsett við Skógarfoss miðvikudaginn 9. maí þegar í ljós kom að viðkomandi hafði ekki rekstrarleyfi til aksturs. Maður á þrítugsaldri var handtekinn á Selfossi sama dag vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hann framvísaði 11 neysluskömmtum af efninu og sagði það til eigin nota. Fór frjáls ferða sinna að skýrslutöku lokinni. 24 ökumenn voru svo kærðir fyrir að aka of hratt. Einn þeirra reyndist réttindalaus eftir að hafa verið sviptur ökurétti við afgreiðslu annars umferðarlagabrots. Sá var að aka um þjóðveg 1 við Steina undir Eyjafjöllum á 101 km/klst hraða þar sem leyfður hraði er 70 km/klst. 11 þessara ökumanna voru á 120 km/klst hraða eða meira og sá sem hraðast ók var mældur á 145 km/klst hraða. Lögreglumenn höfðu i gær afskipti af flutningi gröfu á kerru aftan í jeppa en kerra sú ásamt gröfunni vigtaði 520 kílóum meira en það sem bifreiðin mátti draga. Þá var grafan einnig óbundin á vagninn. Viðkomandi var bönnuð frekari för þar til komið væri með ökutæki sem mætti draga þessa þyngd. Skráningarnúmer voru tekin af sex bifreiðum sem reyndust ótryggðar í umferðinni. Sekt við akstri ótryggðar ökutækja í umferðinni er nú 50 þúsund krónur.
Lögreglumál Tengdar fréttir Berserkurinn í Biskupstungum í framboði Maðurinn sem gekk berserksgang á gröfu við heimili sitt í Biskupstungum í gær heitir Ingvar Örn Karlsson og er hann annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 14:45 Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Sjá meira
Berserkurinn í Biskupstungum í framboði Maðurinn sem gekk berserksgang á gröfu við heimili sitt í Biskupstungum í gær heitir Ingvar Örn Karlsson og er hann annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 14:45
Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57