Undir yfirborðinu „ekki heimildarmynd“ að mati Einars Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. maí 2018 08:54 Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldsstöðva, segir að kvikmyndin Undir yfirborðinu sé ekki „heimildarmynd“ í þeim skilningi orðsins. Hún hafi verið kostuð af einstaklingum sem vilji halda fram sínum eigin sjónarmiðum þegar kemur að uppbyggingu fiskeldis á Íslandi og varpi því ekki sanngjörnu ljósi á málaflokkinn að mati Einars. Kvikmyndin, sem frumsýnd var í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi, dró upp dökka mynd af reynslu Norðmanna og Skota af fiskeldi á undanförnum árum. Rætt var við fjölda einstaklinga sem vöruðu Íslendinga við því að feta sömu spor og fyrrnefndar þjóðir; spor full af óafturkræfum náttúruspjöllum, erfðamengun í fiskistofnum og margvíslegri mengun. Einar ræddi myndina í Bítinu í morgun ásamt Kristján Þ. Davíðssyni, framkvæmdastjóra Landssambands Fiskeldisstöðva. Þeir voru á einu máli um að myndin væri einhliða – það væri þó hvorki aðalatriðið né ætti það að koma á óvart. Ráðist hafi verið í gerð myndarinnar með það fyrir augum að draga fram verstu hliðar fiskeldis. Því hafi að „sjálfsögðu“ aðeins verið rætt við einstaklinga sem væru andsnúnir þessum iðnaði, enda myndu kvikmyndagerðarmennirnir – „ekki leggja pening í mynd sem dregur upp jákvæða mynd af fiskeldinu,“ eins og Einar orðaði það. Hann sagðist þó vera ósáttur við að kvikmyndagerðarmennirnir hefðu ekki borið saman sambærilegar aðstæður. Fiskeldi í Noregi og Skotlandi lyti öðrum lögmálum en það íslenska, ekki síst í ljósi þess að hér séu hafstraumar um margt hagstæðari og þá þurfa fiskeldiskvíar að vera lengra úti á hafi en tíðkast í hinum löndunum tveimur – eins og fram kemur í skýrslu Hafrannsóknarstofnunnar um málið.Einar þvertók jafnframt fyrir það að fóður, sem sett væri ofan í kvíarnar, safnaðist fyrir á hafsbotni með óafturkræfum afleiðingum fyrir náttúru svæðisins. Lítið sem ekkert af fóðri fari í raun til spillis að sögn Einars, enda séu það fjárhagslegir hagsmunir fiskeldisfyrirtækjanna að fóðrið nýtist sem best. Þannig sé strangt eftirlit með því hvort að fiskurinn í kvíunum sé í raun að taka fóðrið eða ekki. Þar að auki geti slík „fóðurfjöll“ sem sögð eru myndast á hafsbotni skemmt sjálfar kvíarnar – með miklu fjárhagstjóni fyrir fiskeldisfyrirtækin. Einar sagðist þó ekki hafa tölur um það hversu mikið af fóðri safnaðist á hafsbotni undir íslenskum fiskeldiskvíum. Hann neitar því þó ekki að eitthvað fóður kunni að falla til við fiskeldi á Íslandi. Það sé þó ekki mikið og er í ofanálag lífrænt. „Móðir náttúra og Ægir konungur“ sjá síðan til þess að dreifa því um höfin, eins og Einar orðaði það. Þá gaf Einar jafnframt lítið fyrir áhyggjur manna af erfðablöndun eldisfisks og íslenskra stofna. Einstaka slysasleppingar hefðu þar lítil áhrif; stærsti hluti fiskanna dræpist skömmu eftir að úr kvíunum væri komið. Að sama skapi þarf litlar áhyggjur að hafa að sögn Einars af hugsanlegum sýkingum sem upp koma í tengslum við fiskeldið. Mikil framþróun hafi orðið í meðferðum sem innihalda ekki sýklalyf, sem annars hefði þurft að dæla ofan í kvíarnar, og vinni norskir vísindamenn nú að kappi við að nýjar lausnir – enda miklar fjárhagslegir hagsmunir undir. Þá sagði Einar jafnframt að rekstrar- og starfsleyfi til fiskeldis á Íslandi væri veitt til 10 ára, ólíkt fyrirkomulaginu í Noregi þar sem leyfin eru ótímabundin. Fari eitthvað úrskeiðs við fiskeldið er það því í höndum íslenskra stjórnvalda að afturkalla leyfin og stöðva ræktunina.Spjall þeirra Einars og Kristjáns við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að ofan. Fiskeldi Tengdar fréttir Skipulagsstofnun leggst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi Skipulagsstofnun leggst gegn eldi á allt að 6,800 tonnum af frjóum laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi, sem fyrirtækið Háafell hefur áformað. 5. apríl 2018 09:06 Veiðiréttareigendur hvetja til sniðgöngu á eldislaxi „Ég á alveg eins von á að aðrir í þessum geira muni fylgja í kjölfarið,“ segir Haraldur Eiríksson, sölu- og markaðsstjóri hjá Veiðifélaginu Hreggnasa, sem birti í gær afgerandi stjórnarsamþykkt félagsins gegn sjókvíaeldi og afurðum þess. 17. apríl 2018 06:00 Fiskeldi stefnir í ígildi stóriðju á Vestfjörðum með hundruðum starfa Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish kynnti í gær fyrir íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum nýja seiðaeldisstöð sína í Tálknafirði en hún verður hluti af laxeldi fyrirtækisins á Vestfjörðum. 4. maí 2018 19:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldsstöðva, segir að kvikmyndin Undir yfirborðinu sé ekki „heimildarmynd“ í þeim skilningi orðsins. Hún hafi verið kostuð af einstaklingum sem vilji halda fram sínum eigin sjónarmiðum þegar kemur að uppbyggingu fiskeldis á Íslandi og varpi því ekki sanngjörnu ljósi á málaflokkinn að mati Einars. Kvikmyndin, sem frumsýnd var í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi, dró upp dökka mynd af reynslu Norðmanna og Skota af fiskeldi á undanförnum árum. Rætt var við fjölda einstaklinga sem vöruðu Íslendinga við því að feta sömu spor og fyrrnefndar þjóðir; spor full af óafturkræfum náttúruspjöllum, erfðamengun í fiskistofnum og margvíslegri mengun. Einar ræddi myndina í Bítinu í morgun ásamt Kristján Þ. Davíðssyni, framkvæmdastjóra Landssambands Fiskeldisstöðva. Þeir voru á einu máli um að myndin væri einhliða – það væri þó hvorki aðalatriðið né ætti það að koma á óvart. Ráðist hafi verið í gerð myndarinnar með það fyrir augum að draga fram verstu hliðar fiskeldis. Því hafi að „sjálfsögðu“ aðeins verið rætt við einstaklinga sem væru andsnúnir þessum iðnaði, enda myndu kvikmyndagerðarmennirnir – „ekki leggja pening í mynd sem dregur upp jákvæða mynd af fiskeldinu,“ eins og Einar orðaði það. Hann sagðist þó vera ósáttur við að kvikmyndagerðarmennirnir hefðu ekki borið saman sambærilegar aðstæður. Fiskeldi í Noregi og Skotlandi lyti öðrum lögmálum en það íslenska, ekki síst í ljósi þess að hér séu hafstraumar um margt hagstæðari og þá þurfa fiskeldiskvíar að vera lengra úti á hafi en tíðkast í hinum löndunum tveimur – eins og fram kemur í skýrslu Hafrannsóknarstofnunnar um málið.Einar þvertók jafnframt fyrir það að fóður, sem sett væri ofan í kvíarnar, safnaðist fyrir á hafsbotni með óafturkræfum afleiðingum fyrir náttúru svæðisins. Lítið sem ekkert af fóðri fari í raun til spillis að sögn Einars, enda séu það fjárhagslegir hagsmunir fiskeldisfyrirtækjanna að fóðrið nýtist sem best. Þannig sé strangt eftirlit með því hvort að fiskurinn í kvíunum sé í raun að taka fóðrið eða ekki. Þar að auki geti slík „fóðurfjöll“ sem sögð eru myndast á hafsbotni skemmt sjálfar kvíarnar – með miklu fjárhagstjóni fyrir fiskeldisfyrirtækin. Einar sagðist þó ekki hafa tölur um það hversu mikið af fóðri safnaðist á hafsbotni undir íslenskum fiskeldiskvíum. Hann neitar því þó ekki að eitthvað fóður kunni að falla til við fiskeldi á Íslandi. Það sé þó ekki mikið og er í ofanálag lífrænt. „Móðir náttúra og Ægir konungur“ sjá síðan til þess að dreifa því um höfin, eins og Einar orðaði það. Þá gaf Einar jafnframt lítið fyrir áhyggjur manna af erfðablöndun eldisfisks og íslenskra stofna. Einstaka slysasleppingar hefðu þar lítil áhrif; stærsti hluti fiskanna dræpist skömmu eftir að úr kvíunum væri komið. Að sama skapi þarf litlar áhyggjur að hafa að sögn Einars af hugsanlegum sýkingum sem upp koma í tengslum við fiskeldið. Mikil framþróun hafi orðið í meðferðum sem innihalda ekki sýklalyf, sem annars hefði þurft að dæla ofan í kvíarnar, og vinni norskir vísindamenn nú að kappi við að nýjar lausnir – enda miklar fjárhagslegir hagsmunir undir. Þá sagði Einar jafnframt að rekstrar- og starfsleyfi til fiskeldis á Íslandi væri veitt til 10 ára, ólíkt fyrirkomulaginu í Noregi þar sem leyfin eru ótímabundin. Fari eitthvað úrskeiðs við fiskeldið er það því í höndum íslenskra stjórnvalda að afturkalla leyfin og stöðva ræktunina.Spjall þeirra Einars og Kristjáns við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að ofan.
Fiskeldi Tengdar fréttir Skipulagsstofnun leggst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi Skipulagsstofnun leggst gegn eldi á allt að 6,800 tonnum af frjóum laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi, sem fyrirtækið Háafell hefur áformað. 5. apríl 2018 09:06 Veiðiréttareigendur hvetja til sniðgöngu á eldislaxi „Ég á alveg eins von á að aðrir í þessum geira muni fylgja í kjölfarið,“ segir Haraldur Eiríksson, sölu- og markaðsstjóri hjá Veiðifélaginu Hreggnasa, sem birti í gær afgerandi stjórnarsamþykkt félagsins gegn sjókvíaeldi og afurðum þess. 17. apríl 2018 06:00 Fiskeldi stefnir í ígildi stóriðju á Vestfjörðum með hundruðum starfa Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish kynnti í gær fyrir íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum nýja seiðaeldisstöð sína í Tálknafirði en hún verður hluti af laxeldi fyrirtækisins á Vestfjörðum. 4. maí 2018 19:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Skipulagsstofnun leggst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi Skipulagsstofnun leggst gegn eldi á allt að 6,800 tonnum af frjóum laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi, sem fyrirtækið Háafell hefur áformað. 5. apríl 2018 09:06
Veiðiréttareigendur hvetja til sniðgöngu á eldislaxi „Ég á alveg eins von á að aðrir í þessum geira muni fylgja í kjölfarið,“ segir Haraldur Eiríksson, sölu- og markaðsstjóri hjá Veiðifélaginu Hreggnasa, sem birti í gær afgerandi stjórnarsamþykkt félagsins gegn sjókvíaeldi og afurðum þess. 17. apríl 2018 06:00
Fiskeldi stefnir í ígildi stóriðju á Vestfjörðum með hundruðum starfa Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish kynnti í gær fyrir íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum nýja seiðaeldisstöð sína í Tálknafirði en hún verður hluti af laxeldi fyrirtækisins á Vestfjörðum. 4. maí 2018 19:30