Pálmi Rafn um nýju regluna: „Helvíti pirrandi þegar hálf deildin verður í banni í júlí“ Þór Símon Hafþórsson skrifar 12. maí 2018 16:54 Pálmi Rafn Pálmason hefur skorað í öllum þremur leikjum KR til þessa Vísir/Bára „Frekar svekktur að taka ekki öll stigin en þetta er erfiður útivöllur. En ég hefði viljað fá þrjú,“ sagði maður leiksins Pálmi Rafn Pálmason eftir leik Grindavíkur og KR sem endaði með 1-1 jafntefli í Pepsi deild karla í dag. Pálmi Rafn var allt í öllu í dag í sóknarleik KR og átti meðal annars skalla í slánna á lokamínútunum. „Það var mjög svekkjandi að sjá boltann fara í slánna. Hefði verið fínt að fá sigurmark þar og þá hefðum við verið í helvíti fínum málum,“ sagði Pálmi en KR er með 4 stig eftir fyrstu þrjár umferðir deildarinnar. Sem fyrr segir var Pálmi allt í öllu í leik KR en hann vildi tvívegis fá vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Í fyrra skiptið varð ekkert úr því þar sem hann var dæmdur rangstæður. „Hann er að fara að dæma vítaspyrnu áður en aðstoðar dómarinn flaggar. Þannig það verður mjög spennandi að sjá hvort það hafi verið rétt. Ég held að sjálfsögðu að ég hafi verið réttstæður,“ sagði Pálmi sem kveðst sérstaklega svekktur með seinna atvikið þar sem hann kom sér í færi sem Kristijan Jajalo varði. „Ef ég hefði hent mér niður er ég viss um að ég hefði fengið víti. Hann er að rífa í mig í slúttinu. Ég reyni að standa og klára. Fyrir mér átti hann að dæma víti þarna.“ Pálmi fékk gult spjald og að því virtist fyrir að láta dómarann heyra það en svo var það ekki en hann kveðst hafa fengið spjaldið fyrir að sveifla hönd sinni. Þetta kom þó af stað áhugaverðum samræðum um nýju áherslum dómara á Íslandi sem hefur verið mikið á milli tannana á fólki. Að dómarar spjaldi leikmenn fyrir kjaftbrúk. „Ég er hrifinn af þessari reglu. Þetta verður flott þegar þetta er orðið stimplað í hausinn á okkur. Þá losnum við við þetta tuð í okkur alltaf. Ég væri samt til í að fá smá tíma til að venjast henni,“ sagði Pálmi og hélt áfram. „Þetta verður helvíti pirrandi þegar hálf Pepsi deildin verður í banni í júli. Þetta er nýtt og hingað til hefur maður alltaf mátt pústa svolítið. Að henda þessu svona fram og vera svona grjótharðir líka er fullmikið. Ég styð þessa reglu en það væri gott að fá smá tíma til að venjast henni,“ sagði Pálmi sem skoraði mark KR í dag. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
„Frekar svekktur að taka ekki öll stigin en þetta er erfiður útivöllur. En ég hefði viljað fá þrjú,“ sagði maður leiksins Pálmi Rafn Pálmason eftir leik Grindavíkur og KR sem endaði með 1-1 jafntefli í Pepsi deild karla í dag. Pálmi Rafn var allt í öllu í dag í sóknarleik KR og átti meðal annars skalla í slánna á lokamínútunum. „Það var mjög svekkjandi að sjá boltann fara í slánna. Hefði verið fínt að fá sigurmark þar og þá hefðum við verið í helvíti fínum málum,“ sagði Pálmi en KR er með 4 stig eftir fyrstu þrjár umferðir deildarinnar. Sem fyrr segir var Pálmi allt í öllu í leik KR en hann vildi tvívegis fá vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Í fyrra skiptið varð ekkert úr því þar sem hann var dæmdur rangstæður. „Hann er að fara að dæma vítaspyrnu áður en aðstoðar dómarinn flaggar. Þannig það verður mjög spennandi að sjá hvort það hafi verið rétt. Ég held að sjálfsögðu að ég hafi verið réttstæður,“ sagði Pálmi sem kveðst sérstaklega svekktur með seinna atvikið þar sem hann kom sér í færi sem Kristijan Jajalo varði. „Ef ég hefði hent mér niður er ég viss um að ég hefði fengið víti. Hann er að rífa í mig í slúttinu. Ég reyni að standa og klára. Fyrir mér átti hann að dæma víti þarna.“ Pálmi fékk gult spjald og að því virtist fyrir að láta dómarann heyra það en svo var það ekki en hann kveðst hafa fengið spjaldið fyrir að sveifla hönd sinni. Þetta kom þó af stað áhugaverðum samræðum um nýju áherslum dómara á Íslandi sem hefur verið mikið á milli tannana á fólki. Að dómarar spjaldi leikmenn fyrir kjaftbrúk. „Ég er hrifinn af þessari reglu. Þetta verður flott þegar þetta er orðið stimplað í hausinn á okkur. Þá losnum við við þetta tuð í okkur alltaf. Ég væri samt til í að fá smá tíma til að venjast henni,“ sagði Pálmi og hélt áfram. „Þetta verður helvíti pirrandi þegar hálf Pepsi deildin verður í banni í júli. Þetta er nýtt og hingað til hefur maður alltaf mátt pústa svolítið. Að henda þessu svona fram og vera svona grjótharðir líka er fullmikið. Ég styð þessa reglu en það væri gott að fá smá tíma til að venjast henni,“ sagði Pálmi sem skoraði mark KR í dag.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira