Upphitun: Hamilton hraðastur á „fullkomnustu braut Formúlunnar“ Bragi Þórðarson skrifar 11. maí 2018 19:30 Lewis Hamilton var fljótastur á æfingum á Spáni Vísir/Getty Fimmta umferðin í Formúlu 1 fer fram í Barcelona um helgina. Staðan í mótinu hefur sjaldan verið jafn spennandi í byrjun tímabils. Bretinn Lewis Hamilton leiðir Sebastian Vettel með fjórum stigum, báðir þessir ökumenn hafa unnið titil ökumanna fjórum sinnum. Í keppni bílasmiða er slagurinn enn harðari þar sem aðeins fjögur stig skilja að efstu tvö liðin. Ferrari hefur yfirhöndina gegn Mercedes og eru þessi lið jafnt og þétt að auka forskot sitt á næstu lið þar á eftir. Brautin í Barcelona er af mörgum talin vera ein sú fullkomnasta í Formúlu 1. Með nýju malbiki er brautin um það bil tveimur sekúndum hraðari á hring en á síðastliðnum árum. Brautin er einnig notuð í vorprófanir, telja því margir að liðið sem fer hraðast á Spáni hafi besta möguleikann á að lyfta titlinum í lok tímabils.Pastor Maldonardo frá Venesúela sigraði sinn eina kappakstur á ferlinum í Barcelona 2012vísir/gettySíðan brautin var tekin í notkun árið 1991 er það Ferrari sem hefur sigrað flestar keppnir, 17 mismunandi ökumenn frá 10 mismunandi löndum hafa staðið efst á verðlaunapallinum í Barcelona. Spænski kappaksturinn hefur alltaf verið þekktur fyrir skemmtilegar keppnir og ófyrirsjáanleg úrslit. Til dæmis árið 2012 þegar Pastor Maldonardo tryggði sér sinn fyrsta og eina sigur í Formúlu 1 á undan heimamanninum Fernando Alonso. Fyrir tveimur árum skullu Mercedes bílarnir saman strax á fyrsta hring sem varð til þess að Max Verstappen komst í sögubækurnar sem yngsti sigurvegari í Formúlu 1. Verstappen og Red Bull vilja að sjálfsögðu leika sama leik um helgina eftir martröðina í Aserbaísjan. Þá skullu Red Bull bílarnir saman með þeim afleiðingum að báðir bílar urðu frá að hverfa. Daniel Ricciardo byrjaði helgina ekki vel er hann keyrði Red Bull bíl sinn á steypuvegg á fyrstu æfingum í Barcelona.Sebastian Vettel og liðsfélagar í Ferrari þurfa að sækja í sig veðrið á Spánivísir/afpEf marka má æfingar lítur út fyrir að Mercedes hafi yfirhöndina gegn Ferrari á brautinni. Hamilton var næstum heilli sekúndu á undan Vettel á annari æfingu helgarinnar. Þetta verður að teljast skrýtið þar sem ítalska liðið hefur verið hraðara það sem af er tímabils. Eins og þeir vita sem fylgjast hafa með Formúlunni í ár hefur tímabilið verið algjör flugeldasýning það sem af er. Mun það halda áfram í Barcelona? Kappaksturinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 kl. 12:40 á sunnudag. Formúla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Sjá meira
Fimmta umferðin í Formúlu 1 fer fram í Barcelona um helgina. Staðan í mótinu hefur sjaldan verið jafn spennandi í byrjun tímabils. Bretinn Lewis Hamilton leiðir Sebastian Vettel með fjórum stigum, báðir þessir ökumenn hafa unnið titil ökumanna fjórum sinnum. Í keppni bílasmiða er slagurinn enn harðari þar sem aðeins fjögur stig skilja að efstu tvö liðin. Ferrari hefur yfirhöndina gegn Mercedes og eru þessi lið jafnt og þétt að auka forskot sitt á næstu lið þar á eftir. Brautin í Barcelona er af mörgum talin vera ein sú fullkomnasta í Formúlu 1. Með nýju malbiki er brautin um það bil tveimur sekúndum hraðari á hring en á síðastliðnum árum. Brautin er einnig notuð í vorprófanir, telja því margir að liðið sem fer hraðast á Spáni hafi besta möguleikann á að lyfta titlinum í lok tímabils.Pastor Maldonardo frá Venesúela sigraði sinn eina kappakstur á ferlinum í Barcelona 2012vísir/gettySíðan brautin var tekin í notkun árið 1991 er það Ferrari sem hefur sigrað flestar keppnir, 17 mismunandi ökumenn frá 10 mismunandi löndum hafa staðið efst á verðlaunapallinum í Barcelona. Spænski kappaksturinn hefur alltaf verið þekktur fyrir skemmtilegar keppnir og ófyrirsjáanleg úrslit. Til dæmis árið 2012 þegar Pastor Maldonardo tryggði sér sinn fyrsta og eina sigur í Formúlu 1 á undan heimamanninum Fernando Alonso. Fyrir tveimur árum skullu Mercedes bílarnir saman strax á fyrsta hring sem varð til þess að Max Verstappen komst í sögubækurnar sem yngsti sigurvegari í Formúlu 1. Verstappen og Red Bull vilja að sjálfsögðu leika sama leik um helgina eftir martröðina í Aserbaísjan. Þá skullu Red Bull bílarnir saman með þeim afleiðingum að báðir bílar urðu frá að hverfa. Daniel Ricciardo byrjaði helgina ekki vel er hann keyrði Red Bull bíl sinn á steypuvegg á fyrstu æfingum í Barcelona.Sebastian Vettel og liðsfélagar í Ferrari þurfa að sækja í sig veðrið á Spánivísir/afpEf marka má æfingar lítur út fyrir að Mercedes hafi yfirhöndina gegn Ferrari á brautinni. Hamilton var næstum heilli sekúndu á undan Vettel á annari æfingu helgarinnar. Þetta verður að teljast skrýtið þar sem ítalska liðið hefur verið hraðara það sem af er tímabils. Eins og þeir vita sem fylgjast hafa með Formúlunni í ár hefur tímabilið verið algjör flugeldasýning það sem af er. Mun það halda áfram í Barcelona? Kappaksturinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 kl. 12:40 á sunnudag.
Formúla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Sjá meira