Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2018 14:06 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið verulega harðorður í garð Íran og sleit Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða í vikunni. Samningurinn var gerður árið 2015 á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Þýskalands, Frakklands og Bretlands og lyfti hann viðskiptaþvingunum á Íran í skiptum fyrir að Íranir samþykktu takmarkanir á kjarnorkuáætlun ríkisins. Þegar Trump kynnti ákvörðun sína vísaði hann í gögn sem Ísraelar komu höndum yfir og sagði hann þau sýna fram á að leiðtogar Íran hefðu logið þegar þeir héldu því fram að þeir hefðu aldrei reynt að þróa kjarnorkuvopn. Hann minntist ekkert á þær niðurstöður leyniþjónusta Bandaríkjanna, Sameinuðu þjóðanna og eftirlitsaðila að Íran væri ekki að brjóta gegn samkomulaginu. Í kjölfar ákvörðunar sinnar varaði Trump Írani við því að hefja auðgun úrans aftur og sagði að slíkt myndi hafa alvarlegar afleiðingar.Sjá einnig: Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sínaEins og bent er á í umfjöllun Reuters hafa sérfræðingar ekki dregið uppruna gagnanna í efa en segja þau bæta litlu við það sem þegar var vitað um kjarnorkuvopnaáætlun Íran og að henni hafi verið hætt árið 2003. Síðan Trump sleit Bandaríkin frá samkomulaginu hefur spenna á milli Íran og Ísrael aukist verulega. Nú í nótt skutu Íranir eldflaugum að Ísrael og svöruðu þeir árásunum með því að fara í einhverjar umfangsmestu aðgerðir ísraelska hersins í mörg ár. Leiðtogar fjölmargra ríkja hafa í dag kallað eftir því að dregið verði úr spennu á svæðinu og að Íranir og Ísraelsmenn haldi aftur af sér.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í SýrlandiJohn Bolton, nýr þjóðaröryggisráðgjafi Trump, var sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir Íraksstríðið og hefur hann lengi kallað eftir því að Bandaríkin felli ríkisstjórn Íran og þá jafnvel með innrás.Í kjölfar árása næturinnar sendi Hvíta húsið út tilkynningu þar sem Íranir voru gagnrýndir harðlega og lýstu Bandaríkin yfir eindregnum stuðningi við Ísrael. Árásir Írana voru sagðar óásættanlegar. Öryggissérfræðingar og fyrrverandi starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna sem Reuters ræddi við segja síðustu daga og vikur minna sig á aðdraganda Íraksstríðsins. Þá sérstaklega með tilliti til þess að yfirvöld Bandaríkjanna reiði sig á upplýsingar og gögn sem styðji þeirra málefni og hunsi aðrar upplýsingar. Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna sem Reuters ræddi við sögðu yfirvöld ekki vera að þrýsta á leyniþjónusturnar til að útvega gögn sem hentuðu málstað þeirra. Þess í stað væru stjórnvöld Trump alfarið að hunsa leyniþjónustusamfélagið. Innrás Bandaríkjanna er talin mjög svo ólíkleg en hin mikla spenna sem er á svæðinu gæti mögulega leitt til átaka við um Mið-Austurlönd. Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið verulega harðorður í garð Íran og sleit Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða í vikunni. Samningurinn var gerður árið 2015 á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Þýskalands, Frakklands og Bretlands og lyfti hann viðskiptaþvingunum á Íran í skiptum fyrir að Íranir samþykktu takmarkanir á kjarnorkuáætlun ríkisins. Þegar Trump kynnti ákvörðun sína vísaði hann í gögn sem Ísraelar komu höndum yfir og sagði hann þau sýna fram á að leiðtogar Íran hefðu logið þegar þeir héldu því fram að þeir hefðu aldrei reynt að þróa kjarnorkuvopn. Hann minntist ekkert á þær niðurstöður leyniþjónusta Bandaríkjanna, Sameinuðu þjóðanna og eftirlitsaðila að Íran væri ekki að brjóta gegn samkomulaginu. Í kjölfar ákvörðunar sinnar varaði Trump Írani við því að hefja auðgun úrans aftur og sagði að slíkt myndi hafa alvarlegar afleiðingar.Sjá einnig: Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sínaEins og bent er á í umfjöllun Reuters hafa sérfræðingar ekki dregið uppruna gagnanna í efa en segja þau bæta litlu við það sem þegar var vitað um kjarnorkuvopnaáætlun Íran og að henni hafi verið hætt árið 2003. Síðan Trump sleit Bandaríkin frá samkomulaginu hefur spenna á milli Íran og Ísrael aukist verulega. Nú í nótt skutu Íranir eldflaugum að Ísrael og svöruðu þeir árásunum með því að fara í einhverjar umfangsmestu aðgerðir ísraelska hersins í mörg ár. Leiðtogar fjölmargra ríkja hafa í dag kallað eftir því að dregið verði úr spennu á svæðinu og að Íranir og Ísraelsmenn haldi aftur af sér.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í SýrlandiJohn Bolton, nýr þjóðaröryggisráðgjafi Trump, var sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir Íraksstríðið og hefur hann lengi kallað eftir því að Bandaríkin felli ríkisstjórn Íran og þá jafnvel með innrás.Í kjölfar árása næturinnar sendi Hvíta húsið út tilkynningu þar sem Íranir voru gagnrýndir harðlega og lýstu Bandaríkin yfir eindregnum stuðningi við Ísrael. Árásir Írana voru sagðar óásættanlegar. Öryggissérfræðingar og fyrrverandi starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna sem Reuters ræddi við segja síðustu daga og vikur minna sig á aðdraganda Íraksstríðsins. Þá sérstaklega með tilliti til þess að yfirvöld Bandaríkjanna reiði sig á upplýsingar og gögn sem styðji þeirra málefni og hunsi aðrar upplýsingar. Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna sem Reuters ræddi við sögðu yfirvöld ekki vera að þrýsta á leyniþjónusturnar til að útvega gögn sem hentuðu málstað þeirra. Þess í stað væru stjórnvöld Trump alfarið að hunsa leyniþjónustusamfélagið. Innrás Bandaríkjanna er talin mjög svo ólíkleg en hin mikla spenna sem er á svæðinu gæti mögulega leitt til átaka við um Mið-Austurlönd.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira