Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2018 14:06 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið verulega harðorður í garð Íran og sleit Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða í vikunni. Samningurinn var gerður árið 2015 á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Þýskalands, Frakklands og Bretlands og lyfti hann viðskiptaþvingunum á Íran í skiptum fyrir að Íranir samþykktu takmarkanir á kjarnorkuáætlun ríkisins. Þegar Trump kynnti ákvörðun sína vísaði hann í gögn sem Ísraelar komu höndum yfir og sagði hann þau sýna fram á að leiðtogar Íran hefðu logið þegar þeir héldu því fram að þeir hefðu aldrei reynt að þróa kjarnorkuvopn. Hann minntist ekkert á þær niðurstöður leyniþjónusta Bandaríkjanna, Sameinuðu þjóðanna og eftirlitsaðila að Íran væri ekki að brjóta gegn samkomulaginu. Í kjölfar ákvörðunar sinnar varaði Trump Írani við því að hefja auðgun úrans aftur og sagði að slíkt myndi hafa alvarlegar afleiðingar.Sjá einnig: Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sínaEins og bent er á í umfjöllun Reuters hafa sérfræðingar ekki dregið uppruna gagnanna í efa en segja þau bæta litlu við það sem þegar var vitað um kjarnorkuvopnaáætlun Íran og að henni hafi verið hætt árið 2003. Síðan Trump sleit Bandaríkin frá samkomulaginu hefur spenna á milli Íran og Ísrael aukist verulega. Nú í nótt skutu Íranir eldflaugum að Ísrael og svöruðu þeir árásunum með því að fara í einhverjar umfangsmestu aðgerðir ísraelska hersins í mörg ár. Leiðtogar fjölmargra ríkja hafa í dag kallað eftir því að dregið verði úr spennu á svæðinu og að Íranir og Ísraelsmenn haldi aftur af sér.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í SýrlandiJohn Bolton, nýr þjóðaröryggisráðgjafi Trump, var sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir Íraksstríðið og hefur hann lengi kallað eftir því að Bandaríkin felli ríkisstjórn Íran og þá jafnvel með innrás.Í kjölfar árása næturinnar sendi Hvíta húsið út tilkynningu þar sem Íranir voru gagnrýndir harðlega og lýstu Bandaríkin yfir eindregnum stuðningi við Ísrael. Árásir Írana voru sagðar óásættanlegar. Öryggissérfræðingar og fyrrverandi starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna sem Reuters ræddi við segja síðustu daga og vikur minna sig á aðdraganda Íraksstríðsins. Þá sérstaklega með tilliti til þess að yfirvöld Bandaríkjanna reiði sig á upplýsingar og gögn sem styðji þeirra málefni og hunsi aðrar upplýsingar. Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna sem Reuters ræddi við sögðu yfirvöld ekki vera að þrýsta á leyniþjónusturnar til að útvega gögn sem hentuðu málstað þeirra. Þess í stað væru stjórnvöld Trump alfarið að hunsa leyniþjónustusamfélagið. Innrás Bandaríkjanna er talin mjög svo ólíkleg en hin mikla spenna sem er á svæðinu gæti mögulega leitt til átaka við um Mið-Austurlönd. Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið verulega harðorður í garð Íran og sleit Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða í vikunni. Samningurinn var gerður árið 2015 á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Þýskalands, Frakklands og Bretlands og lyfti hann viðskiptaþvingunum á Íran í skiptum fyrir að Íranir samþykktu takmarkanir á kjarnorkuáætlun ríkisins. Þegar Trump kynnti ákvörðun sína vísaði hann í gögn sem Ísraelar komu höndum yfir og sagði hann þau sýna fram á að leiðtogar Íran hefðu logið þegar þeir héldu því fram að þeir hefðu aldrei reynt að þróa kjarnorkuvopn. Hann minntist ekkert á þær niðurstöður leyniþjónusta Bandaríkjanna, Sameinuðu þjóðanna og eftirlitsaðila að Íran væri ekki að brjóta gegn samkomulaginu. Í kjölfar ákvörðunar sinnar varaði Trump Írani við því að hefja auðgun úrans aftur og sagði að slíkt myndi hafa alvarlegar afleiðingar.Sjá einnig: Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sínaEins og bent er á í umfjöllun Reuters hafa sérfræðingar ekki dregið uppruna gagnanna í efa en segja þau bæta litlu við það sem þegar var vitað um kjarnorkuvopnaáætlun Íran og að henni hafi verið hætt árið 2003. Síðan Trump sleit Bandaríkin frá samkomulaginu hefur spenna á milli Íran og Ísrael aukist verulega. Nú í nótt skutu Íranir eldflaugum að Ísrael og svöruðu þeir árásunum með því að fara í einhverjar umfangsmestu aðgerðir ísraelska hersins í mörg ár. Leiðtogar fjölmargra ríkja hafa í dag kallað eftir því að dregið verði úr spennu á svæðinu og að Íranir og Ísraelsmenn haldi aftur af sér.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í SýrlandiJohn Bolton, nýr þjóðaröryggisráðgjafi Trump, var sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir Íraksstríðið og hefur hann lengi kallað eftir því að Bandaríkin felli ríkisstjórn Íran og þá jafnvel með innrás.Í kjölfar árása næturinnar sendi Hvíta húsið út tilkynningu þar sem Íranir voru gagnrýndir harðlega og lýstu Bandaríkin yfir eindregnum stuðningi við Ísrael. Árásir Írana voru sagðar óásættanlegar. Öryggissérfræðingar og fyrrverandi starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna sem Reuters ræddi við segja síðustu daga og vikur minna sig á aðdraganda Íraksstríðsins. Þá sérstaklega með tilliti til þess að yfirvöld Bandaríkjanna reiði sig á upplýsingar og gögn sem styðji þeirra málefni og hunsi aðrar upplýsingar. Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna sem Reuters ræddi við sögðu yfirvöld ekki vera að þrýsta á leyniþjónusturnar til að útvega gögn sem hentuðu málstað þeirra. Þess í stað væru stjórnvöld Trump alfarið að hunsa leyniþjónustusamfélagið. Innrás Bandaríkjanna er talin mjög svo ólíkleg en hin mikla spenna sem er á svæðinu gæti mögulega leitt til átaka við um Mið-Austurlönd.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent