Sjáið Jón Jónsson og Frikka Dór kynna Hreyfibingó UMFÍ fyrir íslensku þjóðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2018 16:00 Frikki Dór Tónlistarmennirnir vinsælu og bræðurnir Jón Ragnar og Friðrik Dór Jónssynir hafa sett saman stutt og skemmtilegt myndband þar sem þeir kynna Hreyfibingó UMFÍ fyrir íslensku þjóðinni. Hreyfibingó UMFÍ er hluti af Hreyfiviku UMFÍ sem stendur nú yfir. UMFÍ hefur frá árinu 2012 tekið þátt í evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move eða Hreyfiviku UMFÍ. Markmið verkefnisins er að að fá hundrað miljónir fleiri evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Markmið verkefnisins að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega. UMFÍ hvetur þar alla til að finna sína uppáhalds hreyfingu og stunda hana reglulega eða að minnsta kosti í 30 mínútur daglega. Hreyfibingó UMFÍ er dæmi um öðruvísi hreyfingu sem gæti hentað mörgum. „Hreyfibingóið var dásamlegt. Það er gaman að hvetja fólk til að hreyfa sig,“ segir Jón Jónsson tónlistarmaður í viðtali við heimasíðu UMFÍ. Hann og Friðrik Dór bróðir hans og vinir þeirra notuðu Hreyfibingó UMFÍ þegar þeir tóku á því í ræktinni í Kaplakrika í gær. Þeir fara í ræktina nokkrum sinnum í viku til að gera Friðrik Dór fallegri áður en hann gengur í það heilaga í ágúst. Jón segir það ganga vel, Friðrik hafi nú misst 15 kíló. Hreyfibingóið er leikur sem UMFÍ bjó til í tengslum við Hreyfiviku UMFÍ sem hófst í gær, 28. maí og stendur til 3. júní. Þetta er einfaldur og skemmtilegur leikur fyrir börn og fullorðna, alla fjölskylduna, ættingja og vinina og hentar öllum aldurshópum. Jón segir að þeir félagar hafi verið við æfingar í líkamsræktinni í Kaplakrika í gær þegar þeir hittu Janus Guðlaugsson, sem var að þjálfa eldri borgara í bænum. Hann gaf þeim Hreyfibingóið og buff. Á vídeóinu sem þeir gerðu í gær og settu á Instagram-síðu Jón eru þeir allir með Hreyfivikubuff og má sjá Frikka Dór í núvitund, sem er einn af möguleikunum í Hreyfibingóinu. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Aðrar íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Bolivía lagði Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Sjá meira
Tónlistarmennirnir vinsælu og bræðurnir Jón Ragnar og Friðrik Dór Jónssynir hafa sett saman stutt og skemmtilegt myndband þar sem þeir kynna Hreyfibingó UMFÍ fyrir íslensku þjóðinni. Hreyfibingó UMFÍ er hluti af Hreyfiviku UMFÍ sem stendur nú yfir. UMFÍ hefur frá árinu 2012 tekið þátt í evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move eða Hreyfiviku UMFÍ. Markmið verkefnisins er að að fá hundrað miljónir fleiri evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Markmið verkefnisins að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega. UMFÍ hvetur þar alla til að finna sína uppáhalds hreyfingu og stunda hana reglulega eða að minnsta kosti í 30 mínútur daglega. Hreyfibingó UMFÍ er dæmi um öðruvísi hreyfingu sem gæti hentað mörgum. „Hreyfibingóið var dásamlegt. Það er gaman að hvetja fólk til að hreyfa sig,“ segir Jón Jónsson tónlistarmaður í viðtali við heimasíðu UMFÍ. Hann og Friðrik Dór bróðir hans og vinir þeirra notuðu Hreyfibingó UMFÍ þegar þeir tóku á því í ræktinni í Kaplakrika í gær. Þeir fara í ræktina nokkrum sinnum í viku til að gera Friðrik Dór fallegri áður en hann gengur í það heilaga í ágúst. Jón segir það ganga vel, Friðrik hafi nú misst 15 kíló. Hreyfibingóið er leikur sem UMFÍ bjó til í tengslum við Hreyfiviku UMFÍ sem hófst í gær, 28. maí og stendur til 3. júní. Þetta er einfaldur og skemmtilegur leikur fyrir börn og fullorðna, alla fjölskylduna, ættingja og vinina og hentar öllum aldurshópum. Jón segir að þeir félagar hafi verið við æfingar í líkamsræktinni í Kaplakrika í gær þegar þeir hittu Janus Guðlaugsson, sem var að þjálfa eldri borgara í bænum. Hann gaf þeim Hreyfibingóið og buff. Á vídeóinu sem þeir gerðu í gær og settu á Instagram-síðu Jón eru þeir allir með Hreyfivikubuff og má sjá Frikka Dór í núvitund, sem er einn af möguleikunum í Hreyfibingóinu. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
Aðrar íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Bolivía lagði Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Sjá meira