Engar tilviljanir hjá Real Madrid: Sjáið bara þessar tvær liðsmyndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2018 10:30 Liðsmenn Real Madrid fagna sigri á móti Liverpool. Vísir/Getty Real Madrid vann Meistaradeildina þriðja árið í röð eftir 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleik í Kiev um síðustu helgi en liðsmynd Real fyrir leikinn hefur vakið nokkra athygli. Zinedine Zidane ákvað að stilla upp nákvæmlega sama byrjunarliði í úrslitaleiknum og hafði unnið 4-1 sigur á Juventus í úrslitaleiknum ári fyrr en sá leikur fór fram í Cardiff í Wales. Þeir Keylor Navas, Dani Carvajal, Raphaël Varane, Sergio Ramos, Marcelo, Casemiro, Toni Kroos, Luka Modric, Isco, Karim Benzema, Cristiano Ronaldo voru allir í byrjunarliðinu og stilltu sér upp á liðsmynd fyrir leikinn. Sænska blaðamanninum Niklas Hermansson datt í hug að bera þessa liðsmynd saman við þá sem var tekin í Cardiff fyrir ári síðan. Þar komst hann að stórmerkilegum hlut og það er hægt að halda því fram að það séu engar tilviljanir hjá Real Madrid.Den här är rätt sjuk. Bilder från final i Cardiff ifjol och från finalen i Kiev igår. Exakt samma startelva. Exakt samma positioner på fotot. Nära på exakt samma positioner av händerna på fotot också.. pic.twitter.com/PA2nyuGRKE — Niklas Hermansson (@Nikche) May 27, 2018 Þegar þessar tvær liðsmyndir, teknar með eins árs millibili, eru bornar saman þá kemur í ljós að þessi ellefu leikmenn stilla sér upp á sama stað á báðum myndum. Hendur þeirra og staða er líka nákvæmlega eins með einni undantekningu þó. Fyrirliðinn Sergio Ramos, sem nokkrum mínútum síðar átti eftir að stuðla að meiðslum Liverpool mannsins Mo Salah, er sá eini sem er ekki með hendurnar á nákvæmlega sama stað. Hinir tíu eru aftur á móti eins og ljósrit af sjálfum sér fyrir ári síðan. Hvort að Real Madrid menn æfi að stilla sér upp á liðsmynd er ekki vitað en kannski er bara um hreina hjátrú að ræða. Maður leiksins var þó ekki á þessari mynd. Gareth Bale byrjaði úrslitaleikinn 2016 en hann hefur verið á varamannabekknum undanfarin tvö ár. Að þessu sinni kom hann inná og tryggði Real Madrid sigurinn með tveimur mörkum en fyrra markið skoraði hann með magnaðri hjólhestaspyrnu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Sjá meira
Real Madrid vann Meistaradeildina þriðja árið í röð eftir 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleik í Kiev um síðustu helgi en liðsmynd Real fyrir leikinn hefur vakið nokkra athygli. Zinedine Zidane ákvað að stilla upp nákvæmlega sama byrjunarliði í úrslitaleiknum og hafði unnið 4-1 sigur á Juventus í úrslitaleiknum ári fyrr en sá leikur fór fram í Cardiff í Wales. Þeir Keylor Navas, Dani Carvajal, Raphaël Varane, Sergio Ramos, Marcelo, Casemiro, Toni Kroos, Luka Modric, Isco, Karim Benzema, Cristiano Ronaldo voru allir í byrjunarliðinu og stilltu sér upp á liðsmynd fyrir leikinn. Sænska blaðamanninum Niklas Hermansson datt í hug að bera þessa liðsmynd saman við þá sem var tekin í Cardiff fyrir ári síðan. Þar komst hann að stórmerkilegum hlut og það er hægt að halda því fram að það séu engar tilviljanir hjá Real Madrid.Den här är rätt sjuk. Bilder från final i Cardiff ifjol och från finalen i Kiev igår. Exakt samma startelva. Exakt samma positioner på fotot. Nära på exakt samma positioner av händerna på fotot också.. pic.twitter.com/PA2nyuGRKE — Niklas Hermansson (@Nikche) May 27, 2018 Þegar þessar tvær liðsmyndir, teknar með eins árs millibili, eru bornar saman þá kemur í ljós að þessi ellefu leikmenn stilla sér upp á sama stað á báðum myndum. Hendur þeirra og staða er líka nákvæmlega eins með einni undantekningu þó. Fyrirliðinn Sergio Ramos, sem nokkrum mínútum síðar átti eftir að stuðla að meiðslum Liverpool mannsins Mo Salah, er sá eini sem er ekki með hendurnar á nákvæmlega sama stað. Hinir tíu eru aftur á móti eins og ljósrit af sjálfum sér fyrir ári síðan. Hvort að Real Madrid menn æfi að stilla sér upp á liðsmynd er ekki vitað en kannski er bara um hreina hjátrú að ræða. Maður leiksins var þó ekki á þessari mynd. Gareth Bale byrjaði úrslitaleikinn 2016 en hann hefur verið á varamannabekknum undanfarin tvö ár. Að þessu sinni kom hann inná og tryggði Real Madrid sigurinn með tveimur mörkum en fyrra markið skoraði hann með magnaðri hjólhestaspyrnu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Sjá meira