Borgar línan sig? Haukur Örn Birgisson skrifar 29. maí 2018 07:00 Af nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum er það einna helst að frétta að núverandi meirihluti er fallinn. Þá þarf víst að mynda nýjan. Af þeim sökum keppist forystufólk flokkanna við að færa rök fyrir því hvers vegna þeirra flokkur eigi að tilheyra nýjum meirihluta og stýra skútunni næstu fjögur árin. Alls konar málefni eiga þar að ráða för. Furðulegustu rökin finnst mér koma frá þeim sem telja að mynda eigi meirihluta, byggðan upp á þeim flokkum sem deila sýn á svokallaða Borgarlínu. Þessu fólki getur ekki verið alvara. Tillagan um Borgarlínuna er ekki einu sinni komin á teikniborðið, hún er enn á hugmyndastigi. Þar fyrir utan krefst hún samstarfs allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í því samhengi er rétt að benda á að til þessa hefur ekki eitt einasta sveitarfélag gert ráð fyrir svo miklu sem einni krónu í verkefnið og ekki er gert ráð fyrir verkefninu í fimm ára fjármálaáætlun ríkisins (sem á að greiða helming alls kostnaðar). Það eru því nánast engar líkur á því að þetta verði að veruleika á næsta kjörtímabili og því fráleitt að mynda borgarstjórn utan um hugmyndina. Önnur verkefni hljóta að skipta meira máli. Þótt vinstriflokkarnir Samfylking og Vinstri grænir hafi tapað miklu fylgi í kosningunum þá fengu raunverulegir félagshyggjuflokkar töluvert fylgi. Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn settu málefni þeirra verst settu á oddinn og hlutu hljómgrunn. Flokkarnir gætu því verið í lykilstöðu þegar kemur að myndun nýs meirihluta í borginni. Það er erfitt að ímynda sér að þessir flokkar ætli sér virkilega að verja 70 milljörðum króna (sem mun alltaf enda sem töluvert hærri fjárhæð) í strætóleið um höfuðborgarsvæðið. Ætli kjósendur þeirra myndu ekki kalla það einkennilega forgangsröðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Haukur Örn Birgisson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Af nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum er það einna helst að frétta að núverandi meirihluti er fallinn. Þá þarf víst að mynda nýjan. Af þeim sökum keppist forystufólk flokkanna við að færa rök fyrir því hvers vegna þeirra flokkur eigi að tilheyra nýjum meirihluta og stýra skútunni næstu fjögur árin. Alls konar málefni eiga þar að ráða för. Furðulegustu rökin finnst mér koma frá þeim sem telja að mynda eigi meirihluta, byggðan upp á þeim flokkum sem deila sýn á svokallaða Borgarlínu. Þessu fólki getur ekki verið alvara. Tillagan um Borgarlínuna er ekki einu sinni komin á teikniborðið, hún er enn á hugmyndastigi. Þar fyrir utan krefst hún samstarfs allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í því samhengi er rétt að benda á að til þessa hefur ekki eitt einasta sveitarfélag gert ráð fyrir svo miklu sem einni krónu í verkefnið og ekki er gert ráð fyrir verkefninu í fimm ára fjármálaáætlun ríkisins (sem á að greiða helming alls kostnaðar). Það eru því nánast engar líkur á því að þetta verði að veruleika á næsta kjörtímabili og því fráleitt að mynda borgarstjórn utan um hugmyndina. Önnur verkefni hljóta að skipta meira máli. Þótt vinstriflokkarnir Samfylking og Vinstri grænir hafi tapað miklu fylgi í kosningunum þá fengu raunverulegir félagshyggjuflokkar töluvert fylgi. Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn settu málefni þeirra verst settu á oddinn og hlutu hljómgrunn. Flokkarnir gætu því verið í lykilstöðu þegar kemur að myndun nýs meirihluta í borginni. Það er erfitt að ímynda sér að þessir flokkar ætli sér virkilega að verja 70 milljörðum króna (sem mun alltaf enda sem töluvert hærri fjárhæð) í strætóleið um höfuðborgarsvæðið. Ætli kjósendur þeirra myndu ekki kalla það einkennilega forgangsröðun.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar