Að tala upp samfélag Birna Lárusdóttir skrifar 29. maí 2018 07:00 Fyrir sléttri viku birti ég grein á þessum vettvangi sem var viðbragð við skrifum Tómasar Guðbjartssonar. Hann brást að vonum snarlega við undir yfirskriftinni „Að tala niður náttúruna“. Ekki verður staðar numið í andsvörum á meðan Tómas heldur rangfærslum sínum um Hvalárvirkjun og fleira áfram.Sjáum fréttablöð seint og illa Fyrst er að nefna myndasýninguna, sem Tómas stóð fyrir hér á Ísafirði kvöldið fyrir Fossavatnsgönguna stóru. Reyndar talar Tómas nú um málþing, þótt hann og félagi hans hafi verið einu framsögumennirnir. Eftir því sem ég kemst næst var í boði falleg myndasýning úr náttúru Íslands með spjalli í lokin. Uppistaðan í áhorfendahópnum voru gestir Ísafjarðar, sem voru komnir vestur til að taka þátt í Fossavatnsgöngunni daginn eftir. Íbúar Ísafjarðar voru aftur á móti margir önnum kafnir við að undirbúa gönguna fyrir þetta sama fólk. Tómas segist hafa auglýst viðburðinn vel á síðum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Því miður er útbreiðsla þeirra prentmiðla heldur lítil hér vestur á fjörðum. Fréttablaðið er ekki borið í hús á Vestfjörðum og Morgunblaðið er áskriftarblað. Það skýrir kannski af hverju heimamenn vissu seint af fundinum. Frábær dagur til fjallaferða Ég kannast ekki við að hafa fyrr beint orðum mínum að Tómasi í greinaskrifum, eins og hann gefur í skyn, en við höfum reyndar einu sinni hist í tengslum við náinn ættingja minn, sem leitaði lækninga hjá honum. Þar með eru okkar samskipti upptalin, bæði í ræðu og riti. Ég skrifaði hins vegar grein nýlega sem bar yfirskriftina „Óaðgengileg náttúra fyrir vestan“. Væntanlega hefur Tómas tekið þau skrif til sín. Hann segir að þar hafi ég fullyrt að ekki væri hægt að komast að fossum Ófeigsfjarðar nema einn mánuð á ári. Það stendur hvergi í minni grein. Hins vegar vita allir sem til þekkja að svæðið er erfitt yfirferðar þorra ársins. Um það verður ekki deilt og heimamenn í Árneshreppi og Vestfirðingar flestir vita það manna best. Vissulega koma góðir dagar inn á milli og annar í hvítasunnu var einmitt slíkur dagur. Ég hafði því miður ekki tök á að fara norður í Árneshrepp þann dag, líkt og Tómas, en naut einstakrar veðurblíðunnar á fjöllum nær Ísafirði með fjölskyldunni. Virkjun vatnsfalla og hlýnun jarðar Tómas virðist gera að engu álit helstu sérfræðinga landsins á sviði orkumála ásamt niðurstöðu Orkubús Vestfjarða, Vestfjarðastofu, Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, fjölmenns borgarafundar á Ísafirði í september og samstöðufundar í Gilsfirði á annan í hvítasunnu. Allir þessir telja vægi Hvalárvirkjunar í framtíðarraforkuöryggi Vestfirðinga ótvírætt. Niðurstöður kosninga í hreppsnefnd Árneshrepps á laugardag voru einnig afgerandi. Málflutningur á borð við Tómasar hindrar eðlilega og sjálfbæra innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Náttúra Íslands brennur á fleirum en Tómasi Guðbjartssyni. Við Vestfirðingar höfum kosið að búa hér í sátt við náttúruna og höfum lýst fjórðunginn okkar stóriðjulausan. Ef við horfum á stóru myndina er virkjun vatnsfalla til orkuframleiðslu ein umhverfisvænasta leiðin sem völ er á til að stemma stigu við notkun jarðefnaeldsneytis og hlýnun jarðar. Virkjun Hvalár er liður í því. Ég hefði talið að um þetta gætum við, umhverfissinnar allra landa, verið á einu máli. Á grundvelli sjálfbærrar nýtingar náttúrunnar gætum við þannig sameinast um að tala upp samfélagið hér á Vestfjörðum.Höfundur er upplýsingafulltrúi VesturVerks á Ísafirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Fyrir sléttri viku birti ég grein á þessum vettvangi sem var viðbragð við skrifum Tómasar Guðbjartssonar. Hann brást að vonum snarlega við undir yfirskriftinni „Að tala niður náttúruna“. Ekki verður staðar numið í andsvörum á meðan Tómas heldur rangfærslum sínum um Hvalárvirkjun og fleira áfram.Sjáum fréttablöð seint og illa Fyrst er að nefna myndasýninguna, sem Tómas stóð fyrir hér á Ísafirði kvöldið fyrir Fossavatnsgönguna stóru. Reyndar talar Tómas nú um málþing, þótt hann og félagi hans hafi verið einu framsögumennirnir. Eftir því sem ég kemst næst var í boði falleg myndasýning úr náttúru Íslands með spjalli í lokin. Uppistaðan í áhorfendahópnum voru gestir Ísafjarðar, sem voru komnir vestur til að taka þátt í Fossavatnsgöngunni daginn eftir. Íbúar Ísafjarðar voru aftur á móti margir önnum kafnir við að undirbúa gönguna fyrir þetta sama fólk. Tómas segist hafa auglýst viðburðinn vel á síðum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Því miður er útbreiðsla þeirra prentmiðla heldur lítil hér vestur á fjörðum. Fréttablaðið er ekki borið í hús á Vestfjörðum og Morgunblaðið er áskriftarblað. Það skýrir kannski af hverju heimamenn vissu seint af fundinum. Frábær dagur til fjallaferða Ég kannast ekki við að hafa fyrr beint orðum mínum að Tómasi í greinaskrifum, eins og hann gefur í skyn, en við höfum reyndar einu sinni hist í tengslum við náinn ættingja minn, sem leitaði lækninga hjá honum. Þar með eru okkar samskipti upptalin, bæði í ræðu og riti. Ég skrifaði hins vegar grein nýlega sem bar yfirskriftina „Óaðgengileg náttúra fyrir vestan“. Væntanlega hefur Tómas tekið þau skrif til sín. Hann segir að þar hafi ég fullyrt að ekki væri hægt að komast að fossum Ófeigsfjarðar nema einn mánuð á ári. Það stendur hvergi í minni grein. Hins vegar vita allir sem til þekkja að svæðið er erfitt yfirferðar þorra ársins. Um það verður ekki deilt og heimamenn í Árneshreppi og Vestfirðingar flestir vita það manna best. Vissulega koma góðir dagar inn á milli og annar í hvítasunnu var einmitt slíkur dagur. Ég hafði því miður ekki tök á að fara norður í Árneshrepp þann dag, líkt og Tómas, en naut einstakrar veðurblíðunnar á fjöllum nær Ísafirði með fjölskyldunni. Virkjun vatnsfalla og hlýnun jarðar Tómas virðist gera að engu álit helstu sérfræðinga landsins á sviði orkumála ásamt niðurstöðu Orkubús Vestfjarða, Vestfjarðastofu, Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, fjölmenns borgarafundar á Ísafirði í september og samstöðufundar í Gilsfirði á annan í hvítasunnu. Allir þessir telja vægi Hvalárvirkjunar í framtíðarraforkuöryggi Vestfirðinga ótvírætt. Niðurstöður kosninga í hreppsnefnd Árneshrepps á laugardag voru einnig afgerandi. Málflutningur á borð við Tómasar hindrar eðlilega og sjálfbæra innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Náttúra Íslands brennur á fleirum en Tómasi Guðbjartssyni. Við Vestfirðingar höfum kosið að búa hér í sátt við náttúruna og höfum lýst fjórðunginn okkar stóriðjulausan. Ef við horfum á stóru myndina er virkjun vatnsfalla til orkuframleiðslu ein umhverfisvænasta leiðin sem völ er á til að stemma stigu við notkun jarðefnaeldsneytis og hlýnun jarðar. Virkjun Hvalár er liður í því. Ég hefði talið að um þetta gætum við, umhverfissinnar allra landa, verið á einu máli. Á grundvelli sjálfbærrar nýtingar náttúrunnar gætum við þannig sameinast um að tala upp samfélagið hér á Vestfjörðum.Höfundur er upplýsingafulltrúi VesturVerks á Ísafirði
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun