Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2018 18:51 Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, telur að forseti ASÍ vinni ekki með sínu fólki. Vísir/Völundur Stjórn verkalýðsfélagsins Framsýnar ætlar að leggja fram tillögu um að félagið lýsi yfir vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson, forseta Alþýðusambands Íslands, á aðalfundi sínum í kvöld. Tvö önnur verkalýðsfélög hafa þegar lýst vantrausti á forsetann. Formaður Framsýnar segir tíma til kominn að skipta um skipstjóra í brúnni. VR og Verkalýðsfélag Akraness hafa þegar lýst yfir vantrausti á Gylfa. RÚV sagði frá því nú síðdegis að stjórn Framsýnar, verkalýðsfélags Þingeyinga, ætli að leggja fram tillögu um vantraust á forseta ASÍ á aðalfundi sem hefst kl. 20 í kvöld. Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, vísar til óánægju með forsetann og vilja til breytinga í forystu ASÍ í samtali við Vísi. Gylfi hafi ekki umboð Framsýnar og ákveðinna félaga til að ræða við stjórnvöld. Þau telji hann ekki vinna með sínu fólki. Verkalýðsfélögin eru nú byrjuð að leggja drög að kröfugerðum sínum fyrir viðræður um endurnýjun kjarasamninga sem losna almennt um áramótin. Aðalsteinn segir að félögin sem andæfa forystu Gylfa vilji koma sínum áherslum á framfæri frekar en að fella sig við að forsetinn hitti stjórnvöld með sinn boðskap. Þing ASÍ verður haldið í október þar sem meðal annars verður kosið til embættis forseta sambandsins. Aðalsteinn segir að félögin vilji að skipt verði um forystu sambandsins. „Menn vilja skipta um skipstjórann í brúnni og ná samstöðu um að kalla inn nýtt og kraftmeira fólk að störfum fyrir hreyfinguna,“ segir Aðalsteinn. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, vildi ekki tjá sig um vantrauststillögu stjórnar Framsýnar við Vísi nú undir kvöld. Kjaramál Tengdar fréttir Tekist á um vantraust en samþykkt með miklum meirihluta 25. maí 2018 06:00 „Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51 Stjórn VR treystir ekki forseta ASÍ Stjórn VR ber ekki traust til Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, til að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir hönd stéttarfélagsins og mun hann ekki tala í umboði þess. 24. maí 2018 14:16 Ólga innan VR með vinnubrögð formannsins Ekki einhugur um vantraust á forseta ASÍ 25. maí 2018 19:00 Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Gylfi Arnbjörnsson telur Ragnar Þór Ingólfsson hafa rangt við í andstöðu við sig. 25. maí 2018 15:58 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Stjórn verkalýðsfélagsins Framsýnar ætlar að leggja fram tillögu um að félagið lýsi yfir vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson, forseta Alþýðusambands Íslands, á aðalfundi sínum í kvöld. Tvö önnur verkalýðsfélög hafa þegar lýst vantrausti á forsetann. Formaður Framsýnar segir tíma til kominn að skipta um skipstjóra í brúnni. VR og Verkalýðsfélag Akraness hafa þegar lýst yfir vantrausti á Gylfa. RÚV sagði frá því nú síðdegis að stjórn Framsýnar, verkalýðsfélags Þingeyinga, ætli að leggja fram tillögu um vantraust á forseta ASÍ á aðalfundi sem hefst kl. 20 í kvöld. Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, vísar til óánægju með forsetann og vilja til breytinga í forystu ASÍ í samtali við Vísi. Gylfi hafi ekki umboð Framsýnar og ákveðinna félaga til að ræða við stjórnvöld. Þau telji hann ekki vinna með sínu fólki. Verkalýðsfélögin eru nú byrjuð að leggja drög að kröfugerðum sínum fyrir viðræður um endurnýjun kjarasamninga sem losna almennt um áramótin. Aðalsteinn segir að félögin sem andæfa forystu Gylfa vilji koma sínum áherslum á framfæri frekar en að fella sig við að forsetinn hitti stjórnvöld með sinn boðskap. Þing ASÍ verður haldið í október þar sem meðal annars verður kosið til embættis forseta sambandsins. Aðalsteinn segir að félögin vilji að skipt verði um forystu sambandsins. „Menn vilja skipta um skipstjórann í brúnni og ná samstöðu um að kalla inn nýtt og kraftmeira fólk að störfum fyrir hreyfinguna,“ segir Aðalsteinn. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, vildi ekki tjá sig um vantrauststillögu stjórnar Framsýnar við Vísi nú undir kvöld.
Kjaramál Tengdar fréttir Tekist á um vantraust en samþykkt með miklum meirihluta 25. maí 2018 06:00 „Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51 Stjórn VR treystir ekki forseta ASÍ Stjórn VR ber ekki traust til Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, til að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir hönd stéttarfélagsins og mun hann ekki tala í umboði þess. 24. maí 2018 14:16 Ólga innan VR með vinnubrögð formannsins Ekki einhugur um vantraust á forseta ASÍ 25. maí 2018 19:00 Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Gylfi Arnbjörnsson telur Ragnar Þór Ingólfsson hafa rangt við í andstöðu við sig. 25. maí 2018 15:58 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51
Stjórn VR treystir ekki forseta ASÍ Stjórn VR ber ekki traust til Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, til að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir hönd stéttarfélagsins og mun hann ekki tala í umboði þess. 24. maí 2018 14:16
Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Gylfi Arnbjörnsson telur Ragnar Þór Ingólfsson hafa rangt við í andstöðu við sig. 25. maí 2018 15:58