Segir hvorki ríki né borg hafa sýnt fram á að þau hafi efni á Borgarlínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. maí 2018 16:45 Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, segir að hvorki ríkið né Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafi sýnt fram á að þau hafi úr þeim fjármunum að spila sem þurfi til þess að hrinda hugmyndum um Borgarlínu í framkvæmd. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Bjarna út í málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Vakti Sigmundur athygli á því að ekki væri gert ráð fyrir fjármagni vegna Borgarlínu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem er til næstu fimm ára. Spurði Sigmundur þá hvort að í ljósi þess mætti gera ráð fyrir að „einhverjar stórar ákvarðanir“ yrðu teknar um borgarlínuna í náinni framtíð.Samtal á milli ríkis og sveitarfélaga að hefjast Svaraði Bjarni því að þetta mál væri afar skammt á veg komið í samskiptum ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.Sigmundur Davíð spurði Bjarna út í Borgarlínuna.vísir/Ernir„Það er í sjálfu sér ekki lengra komið í samskiptum þessara aðila en svo að óskað var eftir því bréflega af hálfu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að eiga samtal um þessi mál við ríkið,“ sagði Bjarni og bætti við að vel hafi verið tekið í það af hálfu ríkisstjórnarinnar. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt tillögu að breytingu á svæðisskipulagi fyrir Borgarlínuna. Borgarlínan er hitamál og snerust nýafstaðnar borgarstjórnarkosningar að miklu leyti um hvort hrinda ætti hugmyndinni í framkvæmd. Reiknað er með að fyrsti áfangi kosti 44 milljarða og felur hann í sér fjórar akstursleiðir sem verða 35 kílómetrar. Alls er reiknað með að Borgarlínan verði 47 kílómetrar og kostnaðurinn verði um 65-70 milljarðar. Gerði Bjarni þennan kostnað að umtalsefni í svari hans við fyrirspurn Sigmundar Davíðs. „En mér finnst og ég hef lýst því yfir áður að umræðan um borgarlínuna hafi í raun og veru farið langt fram úr öllu eðlilegu samhengi málsins. Það er einfaldlega statt þannig að bent hefur verið á leið sem menn segja að kosti 70 milljarða króna. 70 milljarðar. Við erum að tala um fjárhæð sem hefur staðið í okkur í heilan áratug að skrapa saman til að endurreisa Landspítalann. Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir,“ sagði Bjarni. Bætti hann við því að honum þætti það því einkennilegt að Borgarlínan hafi verið eitt helsta málið í borgarstjórnarkosningunum. „Það er þess vegna dálítið einkennilegt að menn telji sig geta gengið til kosninga og kosið beinlínis um það þegar hvorugur aðilinn hefur sýnt fram á að hann hafi úr því að spila sem þarf til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.“ Alþingi Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Forsætisráðherra og borgarstjóri funduðu um Borgarlínu Borgarstjóri kynnti verkefnið og stöðu þess fyrir forsætisráðherra, sem og næstu skref í samtali ríkis og borgar um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. 15. maí 2018 18:46 Stórt skref stigið í átt að Borgarlínunni Breyting á svæðisskipulagi á höfuðborgarsvæðinu samþykkt. 7. maí 2018 14:29 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, segir að hvorki ríkið né Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafi sýnt fram á að þau hafi úr þeim fjármunum að spila sem þurfi til þess að hrinda hugmyndum um Borgarlínu í framkvæmd. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Bjarna út í málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Vakti Sigmundur athygli á því að ekki væri gert ráð fyrir fjármagni vegna Borgarlínu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem er til næstu fimm ára. Spurði Sigmundur þá hvort að í ljósi þess mætti gera ráð fyrir að „einhverjar stórar ákvarðanir“ yrðu teknar um borgarlínuna í náinni framtíð.Samtal á milli ríkis og sveitarfélaga að hefjast Svaraði Bjarni því að þetta mál væri afar skammt á veg komið í samskiptum ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.Sigmundur Davíð spurði Bjarna út í Borgarlínuna.vísir/Ernir„Það er í sjálfu sér ekki lengra komið í samskiptum þessara aðila en svo að óskað var eftir því bréflega af hálfu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að eiga samtal um þessi mál við ríkið,“ sagði Bjarni og bætti við að vel hafi verið tekið í það af hálfu ríkisstjórnarinnar. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt tillögu að breytingu á svæðisskipulagi fyrir Borgarlínuna. Borgarlínan er hitamál og snerust nýafstaðnar borgarstjórnarkosningar að miklu leyti um hvort hrinda ætti hugmyndinni í framkvæmd. Reiknað er með að fyrsti áfangi kosti 44 milljarða og felur hann í sér fjórar akstursleiðir sem verða 35 kílómetrar. Alls er reiknað með að Borgarlínan verði 47 kílómetrar og kostnaðurinn verði um 65-70 milljarðar. Gerði Bjarni þennan kostnað að umtalsefni í svari hans við fyrirspurn Sigmundar Davíðs. „En mér finnst og ég hef lýst því yfir áður að umræðan um borgarlínuna hafi í raun og veru farið langt fram úr öllu eðlilegu samhengi málsins. Það er einfaldlega statt þannig að bent hefur verið á leið sem menn segja að kosti 70 milljarða króna. 70 milljarðar. Við erum að tala um fjárhæð sem hefur staðið í okkur í heilan áratug að skrapa saman til að endurreisa Landspítalann. Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir,“ sagði Bjarni. Bætti hann við því að honum þætti það því einkennilegt að Borgarlínan hafi verið eitt helsta málið í borgarstjórnarkosningunum. „Það er þess vegna dálítið einkennilegt að menn telji sig geta gengið til kosninga og kosið beinlínis um það þegar hvorugur aðilinn hefur sýnt fram á að hann hafi úr því að spila sem þarf til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.“
Alþingi Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Forsætisráðherra og borgarstjóri funduðu um Borgarlínu Borgarstjóri kynnti verkefnið og stöðu þess fyrir forsætisráðherra, sem og næstu skref í samtali ríkis og borgar um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. 15. maí 2018 18:46 Stórt skref stigið í átt að Borgarlínunni Breyting á svæðisskipulagi á höfuðborgarsvæðinu samþykkt. 7. maí 2018 14:29 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Forsætisráðherra og borgarstjóri funduðu um Borgarlínu Borgarstjóri kynnti verkefnið og stöðu þess fyrir forsætisráðherra, sem og næstu skref í samtali ríkis og borgar um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. 15. maí 2018 18:46
Stórt skref stigið í átt að Borgarlínunni Breyting á svæðisskipulagi á höfuðborgarsvæðinu samþykkt. 7. maí 2018 14:29