„Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. maí 2018 15:51 Ragnar Þór Ingólfsson segir að kjör hans og Sólveigar Önnu Jónsdóttu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. Að mati Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, hefur Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, ekki ræktað hlutverk sitt sem skyldi. Hann hafi hvorki stuðlað að samvinnu og samstarfi á milli aðildarsamtaka ASÍ né tryggt hagsmuni aðildarsamtakanna. Þann 24. maí, síðastliðinn sendi stjórn VR frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að forseti ASÍ njóti ekki trausts til að leiða viðræður við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins fyrir hönd VR.Hvað felst í yfirlýsingunni? Er hún fyrst og fremst táknræn?„Það undirstrikar það að hann njóti ekki trausts til þess að tala fyrir okkar hönd gagnvart stjórnvöldum og Samtökum atvinnulífsins. Honum er í sjálfu sér frjáls að ræða við hvern sem er en það verður ekki gert í okkar umboði. Hann ræddi við stjórnvöld án þess að ráðfæra sig við baklandið og án þess að fá þó það væri ekki nema okkar helstu áherslumál sem við viljum að hreyfingin setji á oddinn fyrir kjaraviðræður þannig að í sjálfu sér erum við bara að setja strik í sandinn. Þetta er bara eitthvað sem varð að gera,“ segir Ragnar Þór. Í viðtali við Stöð 2 fyrir helgi sagði Gylfi að ASÍ hafi ekki formlegt umboð til kjarasamninga og að það sé í höndum aðildarfélaganna og að það hafi alltaf legið ljóst fyrir. Hann segir ASÍ ekki eiga í neinum viðræðum við stjórnvöld heldur hafi hann á fundinum komið á framfæri athugasemdum sem til dæmis lýtur að skattamálum.Róttækari verkalýðsbaráttaAð mati Ragnars Þórs hefur forseti ASÍ ekki komið nægilega til móts við þær háværu kröfur um stefnubreytingu sem sé uppi á meðal félagsmanna. Gylfi hafi ekki viljað breyta áherslum sínum þrátt fyrir kröfur félagsmanna. Kjör hans til formanns VR og kjör Sólveigar Önnu Jónsdóttir til formanns Eflingar beri þess glögglega merki. „Ef þetta væri allt saman svona svakalega gott þá væru ekki þessar breytingar, þá væru ekki þessar væringar, ég held að það sé öllum ljóst. Þetta er spurning um að hlusta á fólkið.“Hvaða mál finnst þér hann ekki taka mið af?„Fyrst og fremst eru það vaxta-og verðtryggingarmálin og til dæmis það að aðkoma lífeyrissjóðanna að uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Það hefur verið síðast liðin ár og áratug, hann hefur varið þetta kerfi alveg út í eitt, bæði hávaxtastefnuna, verðtrygginguna, lífeyrissjóðina og fleira. Það er bara komin krafa um að það verði ákveðnar breytingar.“ Ragnar Þór gefur hvergi eftir fyrr en Gylfi leggur við hlustir og tekur upp þau mál sem VR berst fyrir. „Það verður tímapunkturinn þegar krafan um endurnýjun innan okkar raða hættir. Þetta mun ekkert stoppa bara við þessi stóru félög ef þetta heldur svona áfram. Ég, Sólveig [Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar] og fleiri, sem erum að koma ný í þetta, finnum alveg gríðarlegan meðbyr. Þetta er ekki að ástæðulausu á ekki að koma fólki á óvart. Það er svo dapurlegt að finna það að það sé verið að vinna gegn þessum breytingum með þessum hætti.“ Í haust fara fram formannskjör innan ASÍ. Spurður hvort hann og stjórn VR hafi einhvern fulltrúa í huga segir Ragnar Þór: „Auðvitað hefur verið rætt um það hverjum hægt sé að stilla upp á móti Gylfa ef hann ákveður að fara fram en það er enginn ákveðinn sem við nefnum. “ Tengdar fréttir Tekist á um vantraust en samþykkt með miklum meirihluta 25. maí 2018 06:00 Svarar Gylfa og Ingibjörgu: „Meirihluti stjórnar félagsins stendur á bakvið yfirlýsinguna“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, ítrekar að mikill meirihluti stjórnarmanna í VR styðja yfirlýsingu um vantraust á forseta ASÍ. 25. maí 2018 22:28 Ólga innan VR með vinnubrögð formannsins Ekki einhugur um vantraust á forseta ASÍ 25. maí 2018 19:00 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Að mati Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, hefur Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, ekki ræktað hlutverk sitt sem skyldi. Hann hafi hvorki stuðlað að samvinnu og samstarfi á milli aðildarsamtaka ASÍ né tryggt hagsmuni aðildarsamtakanna. Þann 24. maí, síðastliðinn sendi stjórn VR frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að forseti ASÍ njóti ekki trausts til að leiða viðræður við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins fyrir hönd VR.Hvað felst í yfirlýsingunni? Er hún fyrst og fremst táknræn?„Það undirstrikar það að hann njóti ekki trausts til þess að tala fyrir okkar hönd gagnvart stjórnvöldum og Samtökum atvinnulífsins. Honum er í sjálfu sér frjáls að ræða við hvern sem er en það verður ekki gert í okkar umboði. Hann ræddi við stjórnvöld án þess að ráðfæra sig við baklandið og án þess að fá þó það væri ekki nema okkar helstu áherslumál sem við viljum að hreyfingin setji á oddinn fyrir kjaraviðræður þannig að í sjálfu sér erum við bara að setja strik í sandinn. Þetta er bara eitthvað sem varð að gera,“ segir Ragnar Þór. Í viðtali við Stöð 2 fyrir helgi sagði Gylfi að ASÍ hafi ekki formlegt umboð til kjarasamninga og að það sé í höndum aðildarfélaganna og að það hafi alltaf legið ljóst fyrir. Hann segir ASÍ ekki eiga í neinum viðræðum við stjórnvöld heldur hafi hann á fundinum komið á framfæri athugasemdum sem til dæmis lýtur að skattamálum.Róttækari verkalýðsbaráttaAð mati Ragnars Þórs hefur forseti ASÍ ekki komið nægilega til móts við þær háværu kröfur um stefnubreytingu sem sé uppi á meðal félagsmanna. Gylfi hafi ekki viljað breyta áherslum sínum þrátt fyrir kröfur félagsmanna. Kjör hans til formanns VR og kjör Sólveigar Önnu Jónsdóttir til formanns Eflingar beri þess glögglega merki. „Ef þetta væri allt saman svona svakalega gott þá væru ekki þessar breytingar, þá væru ekki þessar væringar, ég held að það sé öllum ljóst. Þetta er spurning um að hlusta á fólkið.“Hvaða mál finnst þér hann ekki taka mið af?„Fyrst og fremst eru það vaxta-og verðtryggingarmálin og til dæmis það að aðkoma lífeyrissjóðanna að uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Það hefur verið síðast liðin ár og áratug, hann hefur varið þetta kerfi alveg út í eitt, bæði hávaxtastefnuna, verðtrygginguna, lífeyrissjóðina og fleira. Það er bara komin krafa um að það verði ákveðnar breytingar.“ Ragnar Þór gefur hvergi eftir fyrr en Gylfi leggur við hlustir og tekur upp þau mál sem VR berst fyrir. „Það verður tímapunkturinn þegar krafan um endurnýjun innan okkar raða hættir. Þetta mun ekkert stoppa bara við þessi stóru félög ef þetta heldur svona áfram. Ég, Sólveig [Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar] og fleiri, sem erum að koma ný í þetta, finnum alveg gríðarlegan meðbyr. Þetta er ekki að ástæðulausu á ekki að koma fólki á óvart. Það er svo dapurlegt að finna það að það sé verið að vinna gegn þessum breytingum með þessum hætti.“ Í haust fara fram formannskjör innan ASÍ. Spurður hvort hann og stjórn VR hafi einhvern fulltrúa í huga segir Ragnar Þór: „Auðvitað hefur verið rætt um það hverjum hægt sé að stilla upp á móti Gylfa ef hann ákveður að fara fram en það er enginn ákveðinn sem við nefnum. “
Tengdar fréttir Tekist á um vantraust en samþykkt með miklum meirihluta 25. maí 2018 06:00 Svarar Gylfa og Ingibjörgu: „Meirihluti stjórnar félagsins stendur á bakvið yfirlýsinguna“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, ítrekar að mikill meirihluti stjórnarmanna í VR styðja yfirlýsingu um vantraust á forseta ASÍ. 25. maí 2018 22:28 Ólga innan VR með vinnubrögð formannsins Ekki einhugur um vantraust á forseta ASÍ 25. maí 2018 19:00 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Svarar Gylfa og Ingibjörgu: „Meirihluti stjórnar félagsins stendur á bakvið yfirlýsinguna“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, ítrekar að mikill meirihluti stjórnarmanna í VR styðja yfirlýsingu um vantraust á forseta ASÍ. 25. maí 2018 22:28