Hér á landi er litið á íþróttir barna sem leik en ekki vinnu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. maí 2018 11:15 Viðar Halldórsson dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands Skjáskot/Stöð2 Við getum ekki slitið barna- og unglingastarfið frá afreksstarfinu. Það er eitt af sérkennum íslenskra íþrótta og skipulags íslenskra íþrótta, sem þekkist eiginlega varla í löndunum í kringum okkur, að við slítum ekki í sundur uppeldishlutann og afrekshlutann,“ segir Viðar Halldórsson dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viðar heldur erindi í dag á viðburði á vegum Háskóla Íslands, Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku?, en streymt verður frá fundinum hér á Vísi klukkan 12. „Þetta kerfi og skipulag okkar er svolítið sérstakt hvað þetta varðar. Líka að halda því fram að þetta kerfi og þetta skipulag geri það að verkum að karlalandsliðið okkar í fótbolta er að fara á HM. Vegna þess að það eru góð gildi í starfinu og það er talað um að það sé góður karakter í liðinu, mikill vinskapur og mikil stemning.“ Það séu mjög jákvæð gildi í liðinu og svo auðvitað líka góðir fótboltamenn. „Það er afrakstur af þessu starfi að mörgu leyti því við erum ekki að slíta þetta í sundur eins og gerist víða erlendis þar sem verið er að slíta í sundur afreksíþróttir sér. Þar eru bara allt önnur gildi og meiri einstaklingshyggja, kvíði, streita.“ Samkennd, stemning og vinskapur einkenni íþróttaliðin hér á landi, sem hafi áhrif sem á góðan árangur í nánast öllum okkar hópíþróttum síðustu ár. Hér á landi sé nálgast íþróttir barna sem leik en ekki vinnu. „Þá ferðu í þetta á allt öðrum forsendum. Það er ekki sömu væntingar og pressa og það er ekki eins mikið undir þannig lagað séð. Þannig að við náum að halda þessum óæskilegu þáttum aðeins í skefjum þar sem við nálgumst leikinn á öðrum forsendum.“Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan. Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku? Hvernig er hægt að tryggja áfram félagslegt og uppeldislegt gildi íþrótta fyrir börn og ungmenni og stuðla um leið að áframhaldandi góðum árangri íslenskra íþróttamanna? 28. maí 2018 11:45 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Við getum ekki slitið barna- og unglingastarfið frá afreksstarfinu. Það er eitt af sérkennum íslenskra íþrótta og skipulags íslenskra íþrótta, sem þekkist eiginlega varla í löndunum í kringum okkur, að við slítum ekki í sundur uppeldishlutann og afrekshlutann,“ segir Viðar Halldórsson dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viðar heldur erindi í dag á viðburði á vegum Háskóla Íslands, Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku?, en streymt verður frá fundinum hér á Vísi klukkan 12. „Þetta kerfi og skipulag okkar er svolítið sérstakt hvað þetta varðar. Líka að halda því fram að þetta kerfi og þetta skipulag geri það að verkum að karlalandsliðið okkar í fótbolta er að fara á HM. Vegna þess að það eru góð gildi í starfinu og það er talað um að það sé góður karakter í liðinu, mikill vinskapur og mikil stemning.“ Það séu mjög jákvæð gildi í liðinu og svo auðvitað líka góðir fótboltamenn. „Það er afrakstur af þessu starfi að mörgu leyti því við erum ekki að slíta þetta í sundur eins og gerist víða erlendis þar sem verið er að slíta í sundur afreksíþróttir sér. Þar eru bara allt önnur gildi og meiri einstaklingshyggja, kvíði, streita.“ Samkennd, stemning og vinskapur einkenni íþróttaliðin hér á landi, sem hafi áhrif sem á góðan árangur í nánast öllum okkar hópíþróttum síðustu ár. Hér á landi sé nálgast íþróttir barna sem leik en ekki vinnu. „Þá ferðu í þetta á allt öðrum forsendum. Það er ekki sömu væntingar og pressa og það er ekki eins mikið undir þannig lagað séð. Þannig að við náum að halda þessum óæskilegu þáttum aðeins í skefjum þar sem við nálgumst leikinn á öðrum forsendum.“Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku? Hvernig er hægt að tryggja áfram félagslegt og uppeldislegt gildi íþrótta fyrir börn og ungmenni og stuðla um leið að áframhaldandi góðum árangri íslenskra íþróttamanna? 28. maí 2018 11:45 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Bein útsending: Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku? Hvernig er hægt að tryggja áfram félagslegt og uppeldislegt gildi íþrótta fyrir börn og ungmenni og stuðla um leið að áframhaldandi góðum árangri íslenskra íþróttamanna? 28. maí 2018 11:45