Svekktur að vera ekki í landsliðinu: „Þetta er undir einum manni komið“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. maí 2018 10:30 Guðlaugur Victor Pálsson spilaði síðast fyrir landsliðið í janúar 2017. vísir/getty Guðlaugur Victor Pálsson varð um helgina svissneskur bikarmeistari í fótbolta með liði sínu FC Zürich en hann er fyrsti Íslendingurinn sem leiðir sitt lið til bikarmeistaratitils síðan Stefán Gíslason gerði það með Bröndby árið 2008. Victor hefur spilað vel með Zürich-liðinu á tímabilinu var gerður að fyrirliða á fyrsta ári en þrátt fyrir góða frammistöðu hefur hann ekki hlotið náð fyrir augum Heimis Hallgrímssonar, landsliðsþjálfara. Miðjumaðurinn var ekki í 26 manna hóp sem fór til Katar fyrir áramót og ekki í 29 manna hóp sem fór til Bandaríkjanna í mars. Þá er hann ekki í stóra 35-manna HM-hópnum sem Heimir valdi fyrir HM 2018 í Rússlandi. Hann ræðir þessi mál stuttlega í viðtali í Morgunblaðinu í morgun þar sem hann segist lítið vilja tjá sig um stöðu sína er varðar landsliðið. Augljóst er að Victor er nokkuð svekktur með að fá engin tækifæri. „Ég vil sem minnst tala um landsliðið. Auðvitað hefur það samt verið á bak við eyrað hjá manni í vetur. Ég er búinn að spila mjög gott tímabil, vera fyrirliði og núna bikarmeistari,“ segir Victor en bendir á að Heimir Hallgrímsson einn ræður þessu. „Að sjálfsögðu er landsliðið eitthvað sem ég hef hugsað til. En þetta er undir einum manni komið. Hann tekur ákvarðanir og það er ekkert meira um það að segja,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mikill heiður að vera gerður að fyrirliða strax á fyrsta árinu Guðlaugur Victor Pálsson tók við bikarmeistaratitlinum í Sviss sem fyrirliði FC Zürich um helgina. 28. maí 2018 08:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson varð um helgina svissneskur bikarmeistari í fótbolta með liði sínu FC Zürich en hann er fyrsti Íslendingurinn sem leiðir sitt lið til bikarmeistaratitils síðan Stefán Gíslason gerði það með Bröndby árið 2008. Victor hefur spilað vel með Zürich-liðinu á tímabilinu var gerður að fyrirliða á fyrsta ári en þrátt fyrir góða frammistöðu hefur hann ekki hlotið náð fyrir augum Heimis Hallgrímssonar, landsliðsþjálfara. Miðjumaðurinn var ekki í 26 manna hóp sem fór til Katar fyrir áramót og ekki í 29 manna hóp sem fór til Bandaríkjanna í mars. Þá er hann ekki í stóra 35-manna HM-hópnum sem Heimir valdi fyrir HM 2018 í Rússlandi. Hann ræðir þessi mál stuttlega í viðtali í Morgunblaðinu í morgun þar sem hann segist lítið vilja tjá sig um stöðu sína er varðar landsliðið. Augljóst er að Victor er nokkuð svekktur með að fá engin tækifæri. „Ég vil sem minnst tala um landsliðið. Auðvitað hefur það samt verið á bak við eyrað hjá manni í vetur. Ég er búinn að spila mjög gott tímabil, vera fyrirliði og núna bikarmeistari,“ segir Victor en bendir á að Heimir Hallgrímsson einn ræður þessu. „Að sjálfsögðu er landsliðið eitthvað sem ég hef hugsað til. En þetta er undir einum manni komið. Hann tekur ákvarðanir og það er ekkert meira um það að segja,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mikill heiður að vera gerður að fyrirliða strax á fyrsta árinu Guðlaugur Victor Pálsson tók við bikarmeistaratitlinum í Sviss sem fyrirliði FC Zürich um helgina. 28. maí 2018 08:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Mikill heiður að vera gerður að fyrirliða strax á fyrsta árinu Guðlaugur Victor Pálsson tók við bikarmeistaratitlinum í Sviss sem fyrirliði FC Zürich um helgina. 28. maí 2018 08:00